Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2024 13:49 Ahmed al-Sharaa (til hægri) með erindreka Sameinuðu þjóðanna í Damaskus í vikunni. AP/SANA Ahmed al-Sharaa, valdamesti maður Sýrlands þessa dagana, vill að viðskiptaþvinganir gegn Sýrlandi verði felldar niður. Annars verði gífurlegar erfitt að endurbyggja Sýrland eftir þrettán ára borgarastyrjöld. Hann segir endurbyggingu landsins vera í algjörum forgangi. Hann segir Sýrlendinga orðna þreytta á átökum og vilja fá að lifa í friði. Ahmed Al-Sharaa, sem gengið hefur undir nafninu Abu Mohammed al-Jolani og leiðir öflugasta uppreisnarhópinn í Sýrlandi, sem ber nafnið HTS. Hann var á árum áður nátengdur al-Qaeda og meðlimir hans eru mjög íhaldssamir. Sharaa hefur skipað Mohammed al-Bashir í embætti forsætisráðherra í bráðabirgðaríkisstjórn Sýrlands. Bashir hefur stýrt smáríki Sharaa og HTS í Idlib-héraði í nokkur ár og hafa aðrir embættismenn þaðan fylgt honum til Damaskus. Sjá einnig: „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Sharaa segist staðráðinn í því að sameina mismunandi og á köflum deilandi fylkingar Sýrlands. Hann hefur einnig heitið kosningum á næsta ári en í ítarlegu viðtali við fréttamann France24 segir hann þó enn of snemmt að segja til um hvernig framtíðarstjórnvöld Sýrlands munu líta út. Hann segir að það muni taka tíma að semja nýja stjórnarskrá eftir fall Assad-stjórnarinnar sem stjórnað hafði Sýrlandi með harðri hendi í meira en hálfa öld. Enn sé til dæmis óljóst hve margir kjósendur Sýrlands séu. Margir hafi náð kosningaaldri í flóttamannabúðum og í öðrum ríkjum og mikilvægt sé að fá mikið af þessu fólki aftur heim og ná utan um sýrlensku þjóðina. Á þessum tíma þurfi að tryggja nægan mat fyrir alla, innviði, þjónustu og öryggi í Sýrlandi. Eitt það fyrsta sem Sharaa segist vilja gera er að halda þjóðþing og mynda þannig áherslur fyrir Sýrland til framtíðar. Hér má sjá fréttamanninn Wassim Nasr fara yfir viðtalið við Sharaa. 🇸🇾 #Syrian rebel leader Ahmed al-#Sharaa, better known by his nom de guerre Abu Mohammed al-#Jolani, called for the lifting of international sanctions in an exclusive interview Monday with a group of foreign journalists that included FRANCE 24’s @SimNasr.Here's the details ⤵️ pic.twitter.com/da4cYuyqsE— FRANCE 24 English (@France24_en) December 17, 2024 Vilja ekki átök Aðspurður um hvernig hann vilji binda enda á átök í Sýrlandi og koma í veg fyrir hefndaraðgerðir eftir þrettán ára átök, segir Sharaa mikilvægt að sækja Bashar al-Assad, aðra úr fjölskyldu hans og aðstoðarmenn til saka. Leggja verði hald á illa fenginn auð þeirra. Þá verði að veita öðrum sem komu að ríkisstjórn hans, og þá sérstaklega þeim sem höfðu ekkert um það að segja, sakaruppgjöf. Hann var einnig spurður út í árásir Ísraela á Sýrland frá því Assad-stjórnin féll en þær eru fjölmargar og umfangsmiklar. Flestar hafa þær beinst að hergögnum og vopnum stjórnarhers Assads, sem ráðamenn í Ísrael segja ekki mega komast í rangar hendur. Sjá einnig: Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands „Ísraelar höfðu þá afsökun til árása að íranskar sveitir voru hér í Sýrlandi. Þær eru þó farnar,“ sagði Sharaa. „Við viljum ekki átök. Hvorki við Ísrael eða önnur ríki. Sýrland verður ekki lengur notað til árása á önnur ríki. Sýrlendingar eru þreyttir og þurfa að fá að lifa í friði.“ Þjóðinni nú refsað í stað Assads Sharaa sagði nýja starfandi ríkisstjórn Sýrlands eiga við viðræðum við nokkur ríki og að ákveðin tengsl hefðu verið mynduð á undanförnum árum. Hann sagði að það mætti rekja til þess árangurs sem hann og aðrir stjórnendur HTS hefðu náð í stjórnun Idlib-héraðs í norðvesturhluta Sýrlands á undanförnum árum. Það hefði dregið úr tortryggni í garð þeirrar fylkingar sem hann leiðir. Þá kallaði hann eftir því að HTS yrði fjarlægt af listum ríkja heimsins yfir hryðjuverkasamtök. Vísaði hann til þess að samtökin gerðu ekki árásir á óbreytta borgara, sem væri ein af skilgreiningum hryðjuverka. Hann sagði skilgreiningu HTS þó ekki skipta miklu máli í stóra samhenginu. Það væri mikilvægast að losna við viðskiptaþvinganir gegn Sýrlandi, vegna þess hve miklu erfiðara þær gerðu uppbygginguna. Hann sagði að verið væri að refsa fórnarlömbum fyrir aðgerðir böðulsins, sem væri ekki lengur til staðar. Sýrland Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
Hann segir Sýrlendinga orðna þreytta á átökum og vilja fá að lifa í friði. Ahmed Al-Sharaa, sem gengið hefur undir nafninu Abu Mohammed al-Jolani og leiðir öflugasta uppreisnarhópinn í Sýrlandi, sem ber nafnið HTS. Hann var á árum áður nátengdur al-Qaeda og meðlimir hans eru mjög íhaldssamir. Sharaa hefur skipað Mohammed al-Bashir í embætti forsætisráðherra í bráðabirgðaríkisstjórn Sýrlands. Bashir hefur stýrt smáríki Sharaa og HTS í Idlib-héraði í nokkur ár og hafa aðrir embættismenn þaðan fylgt honum til Damaskus. Sjá einnig: „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Sharaa segist staðráðinn í því að sameina mismunandi og á köflum deilandi fylkingar Sýrlands. Hann hefur einnig heitið kosningum á næsta ári en í ítarlegu viðtali við fréttamann France24 segir hann þó enn of snemmt að segja til um hvernig framtíðarstjórnvöld Sýrlands munu líta út. Hann segir að það muni taka tíma að semja nýja stjórnarskrá eftir fall Assad-stjórnarinnar sem stjórnað hafði Sýrlandi með harðri hendi í meira en hálfa öld. Enn sé til dæmis óljóst hve margir kjósendur Sýrlands séu. Margir hafi náð kosningaaldri í flóttamannabúðum og í öðrum ríkjum og mikilvægt sé að fá mikið af þessu fólki aftur heim og ná utan um sýrlensku þjóðina. Á þessum tíma þurfi að tryggja nægan mat fyrir alla, innviði, þjónustu og öryggi í Sýrlandi. Eitt það fyrsta sem Sharaa segist vilja gera er að halda þjóðþing og mynda þannig áherslur fyrir Sýrland til framtíðar. Hér má sjá fréttamanninn Wassim Nasr fara yfir viðtalið við Sharaa. 🇸🇾 #Syrian rebel leader Ahmed al-#Sharaa, better known by his nom de guerre Abu Mohammed al-#Jolani, called for the lifting of international sanctions in an exclusive interview Monday with a group of foreign journalists that included FRANCE 24’s @SimNasr.Here's the details ⤵️ pic.twitter.com/da4cYuyqsE— FRANCE 24 English (@France24_en) December 17, 2024 Vilja ekki átök Aðspurður um hvernig hann vilji binda enda á átök í Sýrlandi og koma í veg fyrir hefndaraðgerðir eftir þrettán ára átök, segir Sharaa mikilvægt að sækja Bashar al-Assad, aðra úr fjölskyldu hans og aðstoðarmenn til saka. Leggja verði hald á illa fenginn auð þeirra. Þá verði að veita öðrum sem komu að ríkisstjórn hans, og þá sérstaklega þeim sem höfðu ekkert um það að segja, sakaruppgjöf. Hann var einnig spurður út í árásir Ísraela á Sýrland frá því Assad-stjórnin féll en þær eru fjölmargar og umfangsmiklar. Flestar hafa þær beinst að hergögnum og vopnum stjórnarhers Assads, sem ráðamenn í Ísrael segja ekki mega komast í rangar hendur. Sjá einnig: Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands „Ísraelar höfðu þá afsökun til árása að íranskar sveitir voru hér í Sýrlandi. Þær eru þó farnar,“ sagði Sharaa. „Við viljum ekki átök. Hvorki við Ísrael eða önnur ríki. Sýrland verður ekki lengur notað til árása á önnur ríki. Sýrlendingar eru þreyttir og þurfa að fá að lifa í friði.“ Þjóðinni nú refsað í stað Assads Sharaa sagði nýja starfandi ríkisstjórn Sýrlands eiga við viðræðum við nokkur ríki og að ákveðin tengsl hefðu verið mynduð á undanförnum árum. Hann sagði að það mætti rekja til þess árangurs sem hann og aðrir stjórnendur HTS hefðu náð í stjórnun Idlib-héraðs í norðvesturhluta Sýrlands á undanförnum árum. Það hefði dregið úr tortryggni í garð þeirrar fylkingar sem hann leiðir. Þá kallaði hann eftir því að HTS yrði fjarlægt af listum ríkja heimsins yfir hryðjuverkasamtök. Vísaði hann til þess að samtökin gerðu ekki árásir á óbreytta borgara, sem væri ein af skilgreiningum hryðjuverka. Hann sagði skilgreiningu HTS þó ekki skipta miklu máli í stóra samhenginu. Það væri mikilvægast að losna við viðskiptaþvinganir gegn Sýrlandi, vegna þess hve miklu erfiðara þær gerðu uppbygginguna. Hann sagði að verið væri að refsa fórnarlömbum fyrir aðgerðir böðulsins, sem væri ekki lengur til staðar.
Sýrland Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira