Sport

Undir­býr sig fyrir leikinn gegn Littler með því að klippa fólk

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ryans Meikle bíður leikur gegn Luke Littler á laugardaginn.
Ryans Meikle bíður leikur gegn Luke Littler á laugardaginn. getty/Steven Paston

Fyrsti andstæðingur Lukes Littler á heimsmeistaramótinu í pílukasti undirbýr sig fyrir viðureign þeirra með nokkuð óvenjulegum hætti.

Ryan Meikle sigraði Fallon Sherrock, 3-2, í 1. umferð HM í gær. Hann mætir Littler, sem varð í 2. sæti á síðasta heimsmeistaramóti, í næstu umferð á laugardaginn.

Meikle starfar sem hárskeri samhliða pílukastinu og hann ætlar að róa taugarnar fyrir leikinn gegn Littler með því að klippa fólk.   

„Ég fer aftur heim á morgun [í dag] og vinn í tvo daga. Ég kem svo aftur á föstudagskvöldið og reyni að hugsa ekki of mikið um þetta, ekki setja of mikla pressu á mig og gera mig bara tilbúinn fyrir laugardaginn,“ sagði Meikle.

„Ég var að vinna á mánudaginn og viðskiptavinirnir sögðu: Hvað ertu að gera hérna? Þú átt að spila á morgun! Ég svaraði: Hvað ætti ég að vera að gera? Þú hugsar bara meira um þetta. Að fara í vinnuna, græða smá pening og einbeita sér að einhverju öðru. Það mun ég gera næstu tvo daga og ég verð tilbúinn fyrir Luke á laugardaginn.“

Meikle er í fimmta sinn á meðal þátttakenda á HM. Hann komst í 2. umferð 2022 og 2023 og er nú kominn þangað aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×