Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 19. desember 2024 22:00 vísir/anton Keflavík tók á móti Þór Þ. í Bónus deild karla í lokaumferðinni fyrir jólafrí. Bæði lið voru stödd um miðja deild og gátu lyft sér ofar í töfluna með sigri. Það fór svo að heimamenn í Keflavík reyndust sterkari og fóru með sannfærandi sigur af hólmi 105-86 Þór Þorlákshöfn tók uppkastið en það voru þó heimamenn í Keflavík sem áttu fyrstu stigin hér í kvöld. Gestirnir frá Þorlákshöfn gáfu Keflvíkingum ekkert eftir í fyrsta leikhluta og á kafla skiptust liðin á því að setja stór skot og sömuleiðis skiptust þau á því að leiða leikinn um stund. Keflavík náði upp átta stiga forskoti en frábær endir á leikhlutanum skilaði Þór Þ. með jafna stöðu 31-31 eftir fyrsta leikhluta. Keflavík byrjaði annan leikhluta á skotsýningu og setti þó nokkra þrista í upphafi til þess að búa sér til gott forskot á gestina frá Þorlákshöfn. Keflavík átti frábæran kafla þar sem þeir sundur spiluðu lið Þórsara sem áttu fá svör við frábærum körfubolta heimamanna. Gestirnir náðu að enda leikhlutann þokkalega en Keflavík fór þó með ellefu stiga forskot inn í hálfleikinn 61-50. Þór Þorlákshöfn komu með krafti út í seinni hálfleikinn og virkuðu mun orkumeiri. Gestirnir söxuðu niður forskot Keflavíkur. Gestirnir voru búnir að minnka þetta niður í fimm stiga forskot og mómentið var með þeim en þá steig Sigurður Pétursson inn í og stal boltanum þegar rétt tæplega þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum og átti stemningstroðslu sem kveikti í Keflavík aftur. Heimamenn kláruðu leikhlutann af krafti og fóru með tólf stiga forskot inn í fjórða 81-69. Gestirnir áttu fyrstu höggin í fjórða leikhluta og voru farnir að saxa á forskot heimamanna. Ty-Shon Alexander tók þá til sinna ráða og setti þrist til að kveikja undir Keflvíkingum aftur og Halldór Garðar Hermannsson fór að setja stór skot. Það fór svo að Keflavík hafði að lokum betur með x stigum 1xx-xx. Atvik leiksins Langar að nefna stolna boltann sem Sigurður Pétursson á í þriðja leikhluta og keyrir upp og treður. Það skemmdi mómentið fyrir Þór Þ. og kom leiknum aftur í stjórn Keflavíkur. Ty-Shon Alexander og Halldór Garðar Hermannsson settu svo stór skot í fjórða til að salta þetta. Stjörnur og skúrkar Halldór Garðar Hermannsson reyndist sínum gömlu félögum erfiður. Setti stór skot og skoraði 19 stig fyrir Keflavík. Ty-Shon Alexander byrjaði hægt en vann virkilega vel á þegar leið á leikinn og endaði með 18 stig. Hjá Þór Þorlákshöfn var Morten Bulow atkvæðamestur með 25 stig og Nikolas Tomsick fylgdi honum fast á eftir með 24 stig. Dómarinn Mér fannst dómararnir bara komast þokkalega frá þessu. Eflaust hægt að pikka út hina og þessa hluti eins og alltaf en heilt yfir var þetta bara fínasta dómgæsla. Stemingin og umgjörð Maður hefur oft séð fleiri áhorfendur hérna í Blue höllinni heldur en maður sá í kvöld. Mikið um að vera og stutt í jól svo við gefum smá slaka. Það verður samt að segjast að það voru sárafáir í stúkunni Þór Þ. meginn. Jordan Semple var mjög einmanna í stúkunni. Stemning og umgjörð Maður hefur oft séð fleiri áhorfendur hérna í Blue höllinni heldur en maður sá í kvöld. Mikið um að vera og stutt í jól svo við gefum smá slaka. Það verður samt að segjast að það voru sárafáir í stúkunni Þór Þ. meginn. Jordan Semple var mjög einmanna í stúkunni. Viðtöl „Ætluðum að berjast um allt sem er í boði og það er ekkert launungarmál“ Pétur Ingvarsson ræðir við sína menn. Vísir/Hulda Margrét „Það er mikilvægt fyrir okkur að vinna Þór því við höfum ekki unnið þá í langan tíma. Þetta var því mjög kærkomið.“ Sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í kvöld. „Við náðum ágætis forskoti á innbyrðis viðreignina. Við eigum þá á útivelli í síðasta leiknum á tímabilinu þannig þetta getur verið mikilvægt að vinna þá stórt í kvöld.“ Keflavík var með tökin nánast allan leikinn en sigldu fram úr í seinni hálfleiknum og fóru með öruggan sigur. „Mér fannst leikurinn vinnast varnarmegin og þegar sóknin gekk þokkalega þá áttu þeir í erfiðleikum með okkur. Mér fannst við svolítið vinna þetta varnarlega með samvinnu og gefa þeim ekki það sem þeir eru að leita að.“ Næstum allir sem komust á blað í liði Keflavíkur fóru yfir tíu stig svo heimamenn fengu góð framlög frá sínum mönnum. „Við erum að reyna að búa til lið úr þessu og þó það vanti leikmenn hjá okkur þá eru allir á sömu blaðsíðunni.“ Hverju má búast við frá Keflavíkurliðinu eftir áramót? „Það er góð spurning. Við ætluðum að vera berjast um allt sem er í boði og það er ekkert launungarmál. Deildarmeistara titilinn er kannski hugsanlega farin frá okkur en við erum ennþá í bikar og við eigum ennþá möguleika á að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Það er það sem við erum að vinna í og hann verður ekki unninn í janúar og ekki febrúar. Ég veit ekki einu sinni hvort að bikarinn verði unninn í mars. Það er allavega langur tími í að menn eru að berjast um einhverja alvöru titla. Við þurfum að slípa okkur betur saman og fá menn sem eru meiddir til þess að verða heilir og missa ekki aðra í meiðsli. Það er mikilvægt.“ „Morten er Robin svo Morten vantaði Batman með sér í þessum leik“ Lárus Jónsson var nokkuð sáttur með sína menn þrátt fyrir slæmt tap. Vísir/Jón Gautur „Leiðinlegt að tapa. Samt er ég bara ágætlega ánægður með strákana. Auðvitað á maður kannski ekki að afsaka sig með að það vanti einn leikmann en Jordan er búin að vera besti leikmaðurinn okkar í vetur, eða mikilvægasti allavega.“ Sagði Lárus Jónsson þjálfari Þórs Þorlákshafnar eftir tapið í kvöld. „Við hefðum örugglega verið nær því að gera þetta að alvöru leik með hann inn á. Við vissum alveg að þetta yrði erfitt og mér fannst liðið spila bara ágætlega. Strákarnir gerðu bara það sem þeir gátu og ég bið ekki um meira.“ Jordan Semple var fjarri góðu gamni í kvöld en hann tók út leikbann og var því uppi í stúku í kvöld. „Hann er náttúrulega svona límið í liðinu okkar. Auðvitað gerði Morten vel en honum vantaði Batman. Morten er Robin svo Morten vantaði Batman með sér í þessum leik.“ Þrátt fyrir tap í kvöld horfir Lárus bjartsýnn á framhaldið. „Við höldum bara áfram að reyna bæta okkur. Mér finnst liðið vera á réttri leið eftir að Nikolas Tomsick kom inn. Ég er búin að sjá margt jákvætt. Mér fannst Morten góður í kvöld, mér fannst Óli vera með góða frammistöðu, mér fannst Raggi vera að spila frábæra vörn. Mér finnst Íslenski kjarninn hjá okkur búin að lyftast í síðustu leikjum svo ég held við verðum bara betri eftir áramót.“ Bónus-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn
Keflavík tók á móti Þór Þ. í Bónus deild karla í lokaumferðinni fyrir jólafrí. Bæði lið voru stödd um miðja deild og gátu lyft sér ofar í töfluna með sigri. Það fór svo að heimamenn í Keflavík reyndust sterkari og fóru með sannfærandi sigur af hólmi 105-86 Þór Þorlákshöfn tók uppkastið en það voru þó heimamenn í Keflavík sem áttu fyrstu stigin hér í kvöld. Gestirnir frá Þorlákshöfn gáfu Keflvíkingum ekkert eftir í fyrsta leikhluta og á kafla skiptust liðin á því að setja stór skot og sömuleiðis skiptust þau á því að leiða leikinn um stund. Keflavík náði upp átta stiga forskoti en frábær endir á leikhlutanum skilaði Þór Þ. með jafna stöðu 31-31 eftir fyrsta leikhluta. Keflavík byrjaði annan leikhluta á skotsýningu og setti þó nokkra þrista í upphafi til þess að búa sér til gott forskot á gestina frá Þorlákshöfn. Keflavík átti frábæran kafla þar sem þeir sundur spiluðu lið Þórsara sem áttu fá svör við frábærum körfubolta heimamanna. Gestirnir náðu að enda leikhlutann þokkalega en Keflavík fór þó með ellefu stiga forskot inn í hálfleikinn 61-50. Þór Þorlákshöfn komu með krafti út í seinni hálfleikinn og virkuðu mun orkumeiri. Gestirnir söxuðu niður forskot Keflavíkur. Gestirnir voru búnir að minnka þetta niður í fimm stiga forskot og mómentið var með þeim en þá steig Sigurður Pétursson inn í og stal boltanum þegar rétt tæplega þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum og átti stemningstroðslu sem kveikti í Keflavík aftur. Heimamenn kláruðu leikhlutann af krafti og fóru með tólf stiga forskot inn í fjórða 81-69. Gestirnir áttu fyrstu höggin í fjórða leikhluta og voru farnir að saxa á forskot heimamanna. Ty-Shon Alexander tók þá til sinna ráða og setti þrist til að kveikja undir Keflvíkingum aftur og Halldór Garðar Hermannsson fór að setja stór skot. Það fór svo að Keflavík hafði að lokum betur með x stigum 1xx-xx. Atvik leiksins Langar að nefna stolna boltann sem Sigurður Pétursson á í þriðja leikhluta og keyrir upp og treður. Það skemmdi mómentið fyrir Þór Þ. og kom leiknum aftur í stjórn Keflavíkur. Ty-Shon Alexander og Halldór Garðar Hermannsson settu svo stór skot í fjórða til að salta þetta. Stjörnur og skúrkar Halldór Garðar Hermannsson reyndist sínum gömlu félögum erfiður. Setti stór skot og skoraði 19 stig fyrir Keflavík. Ty-Shon Alexander byrjaði hægt en vann virkilega vel á þegar leið á leikinn og endaði með 18 stig. Hjá Þór Þorlákshöfn var Morten Bulow atkvæðamestur með 25 stig og Nikolas Tomsick fylgdi honum fast á eftir með 24 stig. Dómarinn Mér fannst dómararnir bara komast þokkalega frá þessu. Eflaust hægt að pikka út hina og þessa hluti eins og alltaf en heilt yfir var þetta bara fínasta dómgæsla. Stemingin og umgjörð Maður hefur oft séð fleiri áhorfendur hérna í Blue höllinni heldur en maður sá í kvöld. Mikið um að vera og stutt í jól svo við gefum smá slaka. Það verður samt að segjast að það voru sárafáir í stúkunni Þór Þ. meginn. Jordan Semple var mjög einmanna í stúkunni. Stemning og umgjörð Maður hefur oft séð fleiri áhorfendur hérna í Blue höllinni heldur en maður sá í kvöld. Mikið um að vera og stutt í jól svo við gefum smá slaka. Það verður samt að segjast að það voru sárafáir í stúkunni Þór Þ. meginn. Jordan Semple var mjög einmanna í stúkunni. Viðtöl „Ætluðum að berjast um allt sem er í boði og það er ekkert launungarmál“ Pétur Ingvarsson ræðir við sína menn. Vísir/Hulda Margrét „Það er mikilvægt fyrir okkur að vinna Þór því við höfum ekki unnið þá í langan tíma. Þetta var því mjög kærkomið.“ Sagði Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í kvöld. „Við náðum ágætis forskoti á innbyrðis viðreignina. Við eigum þá á útivelli í síðasta leiknum á tímabilinu þannig þetta getur verið mikilvægt að vinna þá stórt í kvöld.“ Keflavík var með tökin nánast allan leikinn en sigldu fram úr í seinni hálfleiknum og fóru með öruggan sigur. „Mér fannst leikurinn vinnast varnarmegin og þegar sóknin gekk þokkalega þá áttu þeir í erfiðleikum með okkur. Mér fannst við svolítið vinna þetta varnarlega með samvinnu og gefa þeim ekki það sem þeir eru að leita að.“ Næstum allir sem komust á blað í liði Keflavíkur fóru yfir tíu stig svo heimamenn fengu góð framlög frá sínum mönnum. „Við erum að reyna að búa til lið úr þessu og þó það vanti leikmenn hjá okkur þá eru allir á sömu blaðsíðunni.“ Hverju má búast við frá Keflavíkurliðinu eftir áramót? „Það er góð spurning. Við ætluðum að vera berjast um allt sem er í boði og það er ekkert launungarmál. Deildarmeistara titilinn er kannski hugsanlega farin frá okkur en við erum ennþá í bikar og við eigum ennþá möguleika á að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Það er það sem við erum að vinna í og hann verður ekki unninn í janúar og ekki febrúar. Ég veit ekki einu sinni hvort að bikarinn verði unninn í mars. Það er allavega langur tími í að menn eru að berjast um einhverja alvöru titla. Við þurfum að slípa okkur betur saman og fá menn sem eru meiddir til þess að verða heilir og missa ekki aðra í meiðsli. Það er mikilvægt.“ „Morten er Robin svo Morten vantaði Batman með sér í þessum leik“ Lárus Jónsson var nokkuð sáttur með sína menn þrátt fyrir slæmt tap. Vísir/Jón Gautur „Leiðinlegt að tapa. Samt er ég bara ágætlega ánægður með strákana. Auðvitað á maður kannski ekki að afsaka sig með að það vanti einn leikmann en Jordan er búin að vera besti leikmaðurinn okkar í vetur, eða mikilvægasti allavega.“ Sagði Lárus Jónsson þjálfari Þórs Þorlákshafnar eftir tapið í kvöld. „Við hefðum örugglega verið nær því að gera þetta að alvöru leik með hann inn á. Við vissum alveg að þetta yrði erfitt og mér fannst liðið spila bara ágætlega. Strákarnir gerðu bara það sem þeir gátu og ég bið ekki um meira.“ Jordan Semple var fjarri góðu gamni í kvöld en hann tók út leikbann og var því uppi í stúku í kvöld. „Hann er náttúrulega svona límið í liðinu okkar. Auðvitað gerði Morten vel en honum vantaði Batman. Morten er Robin svo Morten vantaði Batman með sér í þessum leik.“ Þrátt fyrir tap í kvöld horfir Lárus bjartsýnn á framhaldið. „Við höldum bara áfram að reyna bæta okkur. Mér finnst liðið vera á réttri leið eftir að Nikolas Tomsick kom inn. Ég er búin að sjá margt jákvætt. Mér fannst Morten góður í kvöld, mér fannst Óli vera með góða frammistöðu, mér fannst Raggi vera að spila frábæra vörn. Mér finnst Íslenski kjarninn hjá okkur búin að lyftast í síðustu leikjum svo ég held við verðum bara betri eftir áramót.“
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti