Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2024 16:28 Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna. AP/Allison Robbert Þriggja dómara áfrýjunarnefnd í Georgíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að héraðssaksóknarinn Fani Willis sé óhæf til að sækja mál gegn Donald Trump, þar sem hann og aðrir hafa verið ákærðir fyrir að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu. Áður hafði dómari komist að þeirri niðurstöðu að Willis þyrfti að reka saksóknarann sem hélt utan um málið vegna ástarsambands þeirra. Tveir af þremur dómurum áfrýjunarnefndarinnar, sem allir voru skipaðir af Repúblikönum, komust þó að þeirri niðurstöðu að ekki dugði til að segja saksóknaranum upp. Willis þyrfti að segja sig frá málinu. Þeir segja að eina leiðin til að endurvekja traust almennings á ferlinu sé að Willis komi ekki að því. Sjá einnig: Saksóknari í máli Trumps segir af sér vegna framhjáhalds Mikil óvissa ríkir nú um málaferlin gegn Trump og fjórtán bandamönnum hans í ríkinu en samkvæmt frétt New York Times er líklegt að ákvörðun dómaranna verði áfrýjað til æðra dómstigs, sem er Hæstiréttur Georgíu. Ákvörðunin gæti þó bundið enda á síðasta virka dómsmálið gegn Donald Trump. Trump var sakfelldur í þöggunarmálinu svokallaða í New York en ólíklegt að honum verði refsað í því máli, sökum þess að hann sigraði forsetakosningarnar í nóvember. Þá er báðum málum Jack Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, lokið án niðurstöðu. Þau mál snerust annarsvegar um árásina á þinghúsið 6. janúar 2021 og hins vegar um leynileg skjöl sem Trump tók með sér úr Hvíta húsinu. Fani Willis er héraðssaksóknari í Fulton-sýslu i Georgíu sem er sú stærsta í ríkinu. Ólíklegt þykir að önnur sýsla þar hafi burði til að halda utan um málaferlin og verði málið fært gæti það ferli tekið mörg ár. Það að Trump verði aftur forseti þann 20. janúar bætir enn á flækjustigið varðandi málaferlin. Sjá einnig: Meint framhjáhald gæti tafið málaferli gegn Trump um ár Talsmaður Trumps sagði í yfirlýsingu vegna vendinganna að bandarískir kjósendur hafi veitt Trump umfangsmikið umboð og í leið krafist þess að látið yrði af öllum „nornaveiðum“ gegn honum. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Erlend sakamál Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Fleiri fréttir Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Sjá meira
Áður hafði dómari komist að þeirri niðurstöðu að Willis þyrfti að reka saksóknarann sem hélt utan um málið vegna ástarsambands þeirra. Tveir af þremur dómurum áfrýjunarnefndarinnar, sem allir voru skipaðir af Repúblikönum, komust þó að þeirri niðurstöðu að ekki dugði til að segja saksóknaranum upp. Willis þyrfti að segja sig frá málinu. Þeir segja að eina leiðin til að endurvekja traust almennings á ferlinu sé að Willis komi ekki að því. Sjá einnig: Saksóknari í máli Trumps segir af sér vegna framhjáhalds Mikil óvissa ríkir nú um málaferlin gegn Trump og fjórtán bandamönnum hans í ríkinu en samkvæmt frétt New York Times er líklegt að ákvörðun dómaranna verði áfrýjað til æðra dómstigs, sem er Hæstiréttur Georgíu. Ákvörðunin gæti þó bundið enda á síðasta virka dómsmálið gegn Donald Trump. Trump var sakfelldur í þöggunarmálinu svokallaða í New York en ólíklegt að honum verði refsað í því máli, sökum þess að hann sigraði forsetakosningarnar í nóvember. Þá er báðum málum Jack Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, lokið án niðurstöðu. Þau mál snerust annarsvegar um árásina á þinghúsið 6. janúar 2021 og hins vegar um leynileg skjöl sem Trump tók með sér úr Hvíta húsinu. Fani Willis er héraðssaksóknari í Fulton-sýslu i Georgíu sem er sú stærsta í ríkinu. Ólíklegt þykir að önnur sýsla þar hafi burði til að halda utan um málaferlin og verði málið fært gæti það ferli tekið mörg ár. Það að Trump verði aftur forseti þann 20. janúar bætir enn á flækjustigið varðandi málaferlin. Sjá einnig: Meint framhjáhald gæti tafið málaferli gegn Trump um ár Talsmaður Trumps sagði í yfirlýsingu vegna vendinganna að bandarískir kjósendur hafi veitt Trump umfangsmikið umboð og í leið krafist þess að látið yrði af öllum „nornaveiðum“ gegn honum.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Erlend sakamál Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Fleiri fréttir Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Sjá meira