Handbolti

Íslendingaliðið heldur á­fram í undan­úr­slit

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Elvar Örn Jónsson skoraði fimm mörk fyrir Melsungen í sigri gegn Flensburg. Arnar Freyr Arnarsson komst ekki á blað. 
Elvar Örn Jónsson skoraði fimm mörk fyrir Melsungen í sigri gegn Flensburg. Arnar Freyr Arnarsson komst ekki á blað.  Melsungen

Melsungen varð síðasta liðið til að tryggja sig áfram í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar í handbolta, með 30-28 sigri gegn Flensburg í átta liða úrslitum.

Leikurinn var æsispennandi frá upphafi og aldrei munaði miklu milli liðanna, en heimamenn í Melsungen voru með yfirhöndina og héldu út til enda.

Flensburg reyndi hvað það gat að jafna leikinn en komst aldrei nógu nálægt og þurfti að sætta sig við tveggja marka tap.

Elvar Örn Jónsson skoraði þrjú mörk fyrir Melsungen. Arnar Freyr Arnarsson komst ekki á blað í kvöld.

Úrslitahelgin haldin í apríl 

Dregið verður í undanúrslit þann 19. desember. Þar verða Kiel, Rhein-Neckar Löwen og Balingen/W í pottinum ásamt Melsungen.

Undanúrslita- og úrslitaleikurinn fara svo fram helgina 12.-13. apríl 2025 á Lanxess leikvanginum í Köln.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×