Innlent

Á­herslur nýrrar ríkis­stjórnar, fordæmalausar að­gerðir og minningar­at­höfn

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Prófessor í stjórnmálafræði segir líklegt að helstu áherslumál nýrrar ríkisstjórnar verði tiltekt í ríkisfjármálum og staða þeirra sem höllustum fæti standa. Mönnun í einstaka ráðherrastóla skipti minna máli. Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins verður kynnt á morgun og við rýnum í stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Fráfarandi matvælaráðherra segir nauðsynlegt að Hvalur hf. hafi fyrirsjáanleika í rekstri og því hafi hann gefið út fimm ára hvalveiðileyfi sem endurnýjast sjálfkrafa á hverju ári. Við ræðum við Bjarna Benediktsson sem telur að óþarfi hafi verið að bíða eftir niðurstöðu starfshóps sem rýnir lagaumgjörð hvalveiða.

Lögmaður segir aðgerðir Eflingar gegn Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði vera fordæmalausar. Hann sakar fulltrúa Eflingar um að ganga inn á veitingastaði í samtökunum og trufla þar afgreiðslu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum.

Klippa: Kvöldfréttir 20. desember 2024

Þá verðum við í beinni frá Fella- og Hólakirkju þar sem minningarathöfn fer fram í kvöld þar vegna þess að fimmtíu ár eru liðin frá snjóflóðunum í Neskaupsstað. Við verðum einnig í beinni frá búðinni Elley sem rekin er í sjálfboðaliðastarfi – þar sem ágóðinn rennur til Kvennaathvarfsins.

Í Sportpakkanum verður meðal annars rýnt í árangur Víkinga sem halda áfram að skrifa söguna með árangri liðsins í Evrópu.

Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×