„Maður mun sakna þess mjög“ Tómas Arnar Þorláksson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 20. desember 2024 20:41 Guðlaugur Þór Þórðarson, fráfarandi umhverfis- orku- og loftslagsráðherra. Vísir/Einar „Núna er þetta að detta inn, að maður er að fara og maður er að kveðja gott fólk sem hefur verið einstaklega gaman að vinna með og árangursríkt. Maður er náttúrulega að minna sig á að það er ekkert að fara neitt en það er samt þannig þegar þú ert búinn að vinna með fólki svona náið og svo mikið í ráðuneytinu og stofnunum. Það er á þessum tímapunkti sem að það hellist yfir mann og maður mun sakna þess mjög.“ Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, fráfarandi umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, í samtali við fréttastofu í dag á meðan hann tók saman muni sína á skrifstofu sinni í ráðuneytinu og gerði sig reiðubúin til að kveðja sína starfstöð til nokkurra ára. Eins og greint hefur verið frá fundaði ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, fráfarandi forsætisráðherra, í síðasta sinn í morgun. Ráðherrar eru þegar farnir að tæma skrifstofur sínar en þingstörf í stjórnarandstöðu eru fram undan fyrir ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins kynna nýja ríkisstjórn í Hafnarborg í Hafnarfirði á morgun klukkan 13.00. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekkert gefið upp varðandi hvort hann muni sækjast eftir áframhaldandi formennsku á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í lok febrúar. Skorað hefur verið á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur að bjóða sig fram til formennsku. Spurður hvort hann sé búinn að ákveða hvort hann bjóði sig fram segir Guðlaugur: „Ekki enn þá. Ég ætla ekki að lýsa neinu yfir núna, ekki í dag.“ Guðlaugur segist aðspurður vera vel stemmdur fyrir því að fara í stjórnarandstöðu. Það sé ekkert nýtt fyrir honum. „Það er fullkominn misskilningur að þú hafir ekki áhrif í stjórnarandstöðu. Það er líka misskilningur að það sé ekki gaman. Það eru auðvitað fullkomin forréttindi að fá traust og stuðning fólks til að sinna þessum störfum, það að vera þingmaður og ráðherra. Þannig að ég mun bara gera mitt allra besta til að standa undir þeim væntingum og stuðningi sem ég hef fengið.“ Kannski gott tækifæri fyrir flokkinn til að fara í smá uppbyggingu? „Já ég held það. Ég held að það sé bara mjög gott. Við vitum alveg hver kosningaúrslitin voru. Það liggur bara fyrir. Það er mjög mikilvægt að við séum öflugri og sterkari og stærri. Þannig að við þurfum að nýta tímann mjög vel núna til að byggja okkur upp og sækja fram.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira
Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, fráfarandi umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, í samtali við fréttastofu í dag á meðan hann tók saman muni sína á skrifstofu sinni í ráðuneytinu og gerði sig reiðubúin til að kveðja sína starfstöð til nokkurra ára. Eins og greint hefur verið frá fundaði ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, fráfarandi forsætisráðherra, í síðasta sinn í morgun. Ráðherrar eru þegar farnir að tæma skrifstofur sínar en þingstörf í stjórnarandstöðu eru fram undan fyrir ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins kynna nýja ríkisstjórn í Hafnarborg í Hafnarfirði á morgun klukkan 13.00. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekkert gefið upp varðandi hvort hann muni sækjast eftir áframhaldandi formennsku á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í lok febrúar. Skorað hefur verið á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur að bjóða sig fram til formennsku. Spurður hvort hann sé búinn að ákveða hvort hann bjóði sig fram segir Guðlaugur: „Ekki enn þá. Ég ætla ekki að lýsa neinu yfir núna, ekki í dag.“ Guðlaugur segist aðspurður vera vel stemmdur fyrir því að fara í stjórnarandstöðu. Það sé ekkert nýtt fyrir honum. „Það er fullkominn misskilningur að þú hafir ekki áhrif í stjórnarandstöðu. Það er líka misskilningur að það sé ekki gaman. Það eru auðvitað fullkomin forréttindi að fá traust og stuðning fólks til að sinna þessum störfum, það að vera þingmaður og ráðherra. Þannig að ég mun bara gera mitt allra besta til að standa undir þeim væntingum og stuðningi sem ég hef fengið.“ Kannski gott tækifæri fyrir flokkinn til að fara í smá uppbyggingu? „Já ég held það. Ég held að það sé bara mjög gott. Við vitum alveg hver kosningaúrslitin voru. Það liggur bara fyrir. Það er mjög mikilvægt að við séum öflugri og sterkari og stærri. Þannig að við þurfum að nýta tímann mjög vel núna til að byggja okkur upp og sækja fram.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Innlent Fleiri fréttir Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Sjá meira