Jafnræði var með liðunum fyrsta stundarfjórðinginn en eftir það tók Fredericia völdin á vellinum og staðan fór snögglega úr 6-5 í 6-9.
Gestirnir gáfu ekkert eftir og héldu áfram að stækka forystuna þar til lokaflautið gall, 21-29.
Einar Ólafsson skoraði eitt mark úr tveimur skotum og gaf eina stoðsendingu fyrir Fredericia, sem Guðmundur Guðmundsson stýrði að vana.

Fredericia hefur fylgt góðum árangri sínum á síðasta tímabili vel eftir og unnið ellefu af sautján leikjum hingað til. Liðið situr í þriðja sæti deildarinnar með 23 stig, þó enn aðeins á eftir toppliðunum tveimur: GOG og Aalborg sem eru með 27 stig og eiga einn leik til góða.