Enski boltinn

„Orð geta ekki lýst því hversu eyði­lagður ég er“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mason Mount situr hér svekktur í grasinu eftir að hann meiddist í leik Manchester United á móti Manchester City.
Mason Mount situr hér svekktur í grasinu eftir að hann meiddist í leik Manchester United á móti Manchester City. Getty/Robbie Jay Barratt

Mason Mount er meiddur og verður ekki með Manchester United á næstunni. Þetta eru enn ein meiðslin hjá kappanum sem hefur verið meira eða minna meiddur síðan hann kom til UNited frá Chelsea fyrir 55 milljónir punda.

Mount sendi stuðningsmönnum Manchester United skilaboð á samfélagsmiðlum.

„Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er eins og þið gátuð væntanlega séð á andlitinu mínu þegar ég meiddist. Ég vissi hvað þetta þýddi,“ skrifaði Mason Mount.

„Stuðningsfólk United. Þið þekkið mig kannski ekkert sérstaklega vel enn þá en ég get fullvissað ykkur um eitt. Ég mun aldrei gefast upp eða missa trúna,“ skrifaði Mount. Hann verður frá í nokkrum vikur að minnsta kosti.

„Ég hef sagt þetta áður en ég mun halda áfram að gefa mig allan í þetta, komast í gegnum þennan erfiða tíma og hætta ekki fyrr en það tekst,“ skrifaði Mount.

Mount hefur þegar misst 37 leiki sem leikmaður Manchester United sem er meira en á öllum tíma sínum hjá Chelsea.

Á þessu tímabili hefur hann aðeins tekið þátt í tólf leikjum í öllum keppnum og á enn eftir að koma að marki. Hann hefur spilað samtals 237 mínútur í sjö leikjum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og aðeins byrjað fjóra leiki.

Einn af þeim var á móti Manchester City þar sem hann fór meiddur af velli eftir aðeins fjórtán mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×