„Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 21. desember 2024 12:02 Harpa Brynjarsdóttir og Ómar Ingi Magnússon hafa búið í Magdeburg í þó nokkur ár. Harpa/AP Harpa Brynjarsdóttir, tveggja barna móðir, sem býr ásamt Ómari Inga Magnússyni, byrjunarliðsmanni hjá handboltaliði Magdeburg, skammt frá jólamarkaði borgarinnar segist vera í hálfgerðu áfalli eftir atburði gærkvöldsins enda hafi aldrei hvarflað að henni að slíkt gæti gerst í borginni þeirra. Minnst fjórir eru látnir og 200 særðir eftir að fimmtugur maður frá Sádí Arabíu ók bifreið sinni á hóp fólks á jólamarkaði í Magdeburg í gærkvöld. Harpa sem hefur búið í borginni í þó nokkur ár segir samfélagið vera í áfalli þó að lífið haldi áfram. Skrítið sé að halda upp á jólin eftir svo hryllilegan atburð. Svefnlaus nótt „Þetta var mjög mikið áfall í gærkvöldi og við vöknuðum alveg þannig eftir smá svona svefnlausa nótt. Við búum sem sagt líka miðsvæðis í borginni þannig að við heyrðum allan múgæsingin og lögreglubílanna og þyrlurnar og upplifðum það bara beint út um gluggann.“ Fréttastofa ræddi í gærkvöldi við vini Hörpu og Ómars sem einnig eiga heima í Magdeburg. Rannveig Bjarnadóttir og Gísli Þorgeir Kristjánsson, liðsfélagi Ómars, sögðu tilviljun eina hafa ráðið því að þau fóru ekki á jólamarkaðinn í gærkvöldi. Harpa sé vön að heyra í lögreglubílum á kvöldin en tekur fram að hún hafi áttað sig á alvarleika málsins þegar sex lögreglubílar óku fram hjá heimilinu. „Mínútu seinna var byrjað að hringja í okkur, vinir og vandamenn héðan. Það var farið strax í að athuga hvort að allir væru heima hjá sér eða hvort þeir væru miðsvæðis. Það voru allir að komast í jólafrí þennan dag og mikið af fólki niðri í bæ. Þetta var gjörsamlega hræðilegt.“ Börnin vilji helst alltaf vera á markaðnum Fjölskyldan fari gjarnan saman á jólamarkaðinn á matmálstíma þegar að árásin átti sér stað. Margir liðsfélagar Ómars fái fjölskylduna í heimsókn yfir hátíðirnar og þá sé fyrsta stopp alltaf markaðurinn. „Börnin elska þetta og vilja helst vera þarna alltaf bara. Þannig að það er alveg ótrúlegt að ekki fleriri í liðinu og vinir og vandamenn héðan hafi ekki verið þarna.“ Fáir hafi verið á ferli í morgun sem sé óvenjulegt miðað við árstímann. Fólk í borginni sé í áfalli og skrítið verði að halda upp á jólin. „Manni langar náttúrulega eiginlega beint upp í bíl og fara heim sko. Þannig leið okkur í gær. En við náttúrulega erum með börnin og við erum búin að skipuleggja jólin og munum alveg halda okkar striki en bara með brotið hjarta.“ Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Minnst fjórir eru látnir og 200 særðir eftir að fimmtugur maður frá Sádí Arabíu ók bifreið sinni á hóp fólks á jólamarkaði í Magdeburg í gærkvöld. Harpa sem hefur búið í borginni í þó nokkur ár segir samfélagið vera í áfalli þó að lífið haldi áfram. Skrítið sé að halda upp á jólin eftir svo hryllilegan atburð. Svefnlaus nótt „Þetta var mjög mikið áfall í gærkvöldi og við vöknuðum alveg þannig eftir smá svona svefnlausa nótt. Við búum sem sagt líka miðsvæðis í borginni þannig að við heyrðum allan múgæsingin og lögreglubílanna og þyrlurnar og upplifðum það bara beint út um gluggann.“ Fréttastofa ræddi í gærkvöldi við vini Hörpu og Ómars sem einnig eiga heima í Magdeburg. Rannveig Bjarnadóttir og Gísli Þorgeir Kristjánsson, liðsfélagi Ómars, sögðu tilviljun eina hafa ráðið því að þau fóru ekki á jólamarkaðinn í gærkvöldi. Harpa sé vön að heyra í lögreglubílum á kvöldin en tekur fram að hún hafi áttað sig á alvarleika málsins þegar sex lögreglubílar óku fram hjá heimilinu. „Mínútu seinna var byrjað að hringja í okkur, vinir og vandamenn héðan. Það var farið strax í að athuga hvort að allir væru heima hjá sér eða hvort þeir væru miðsvæðis. Það voru allir að komast í jólafrí þennan dag og mikið af fólki niðri í bæ. Þetta var gjörsamlega hræðilegt.“ Börnin vilji helst alltaf vera á markaðnum Fjölskyldan fari gjarnan saman á jólamarkaðinn á matmálstíma þegar að árásin átti sér stað. Margir liðsfélagar Ómars fái fjölskylduna í heimsókn yfir hátíðirnar og þá sé fyrsta stopp alltaf markaðurinn. „Börnin elska þetta og vilja helst vera þarna alltaf bara. Þannig að það er alveg ótrúlegt að ekki fleriri í liðinu og vinir og vandamenn héðan hafi ekki verið þarna.“ Fáir hafi verið á ferli í morgun sem sé óvenjulegt miðað við árstímann. Fólk í borginni sé í áfalli og skrítið verði að halda upp á jólin. „Manni langar náttúrulega eiginlega beint upp í bíl og fara heim sko. Þannig leið okkur í gær. En við náttúrulega erum með börnin og við erum búin að skipuleggja jólin og munum alveg halda okkar striki en bara með brotið hjarta.“
Þýskaland Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira