Sport

Sektaður fyrir að vera í sitt­hvorum skónum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jalen Hurts, leikstjórnandi Philadelphia Eagles, missti næstum því átta hundruð þúsund íslenskar krónur vegna þessa uppátækis. Hann mátti ekki vera í sitthvorum skónum.
Jalen Hurts, leikstjórnandi Philadelphia Eagles, missti næstum því átta hundruð þúsund íslenskar krónur vegna þessa uppátækis. Hann mátti ekki vera í sitthvorum skónum. Getty/Emilee Chinn

Það er oft auðvelt að ná sér í stóra sektir í NFL deildinni og þá skiptir litlu hvort leikmenn fái vel borgað eða ekki.

Jalen Hurts, leikstjórnandi Philadelphia Eagles í í NFL-deildinni, spilaði síðasta leik í skóm sem voru ekki eins á litinn.

Annar var sæblár en hinn var grænn.

Þetta eru brot á búningareglum deildarinnar og það stóð ekki á sekt fyrir að spila í sitt hvorum skónum.

NFL deildin er mjög ströng á öllum svona reglum og hefur af sumum verið kölluð No Fun League eða Deild án skemmtunar en þar er leikið sér með skammstöfuna á deildinni.

Hurts þurfti að borga 5628 dollara í sekt fyrir að spila ekki í eins skóm en það erum um 789 þúsund íslenskar krónur.

Opinbera skýringin frá NFL var að hann hafi brotið reglurnar af því að skórnir voru ekki af sama lit og búningar liðsins.

Hurts átti tvær snertimarkssendingar í leiknum og skoraði líka eitt snertimark sjálfur. Philadelphia Eagles vann öruggan 27-13 sigur á Pittsburgh Steelers.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×