Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2024 06:00 Handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson var kosinn Íþróttamaður ársins í fyrra. Hér er hann með bikarinn. Gísli er ekki einn af þeim tilnefndu í ár. Vísir/Hulda Margrét Nú er orðið ljóst hver voru besta íþróttafólk ársins á Íslandi á árinu 2024 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Vísir birtir í dag topp tíu listann yfir besta íþróttafólk ársins á Íslandi að mati meðlima SÍ en þetta er í 69. sinn sem samtökin kjósa Íþróttamann ársins. Að venju er það opinberað rétt fyrir jól hvaða tíu fengu flest atkvæði en eins eru þrír tilnefndir sem þjálfari ársins og þrjú lið tilnefnd sem lið ársins. Sex konur eru á topp tíu listanum annað árið í röð en það gerðist í fyrsta sinn í sögunni í fyrra. Karlarnir voru aldrei í minnihluta fyrstu 67 árin í sögu kjörsins en konurnar hafa nú verið í meirihluta tvö ár í röð. Íþróttafólkið sem endaði í tíu efstu sætunum í ár kemur frá sex mismunandi íþróttasamböndum sem er einu færra en í fyrra. Fjórir knattspyrnumenn eða konur eru á listanum. Ólympískar lyftingar eiga í fyrsta sinn fulltrúa á topp tíu. Íþróttmaður ársins 2023 ekki á lista Ríkjandi Íþróttamaður ársins er ekki meðal tíu efstu að þessu sinni en Gísli Þorgeir Kristjánsson var kjörinn í fyrra í fyrsta sinn. Þetta er annað árið í röð sem Íþróttamaður ársins kemst ekki í hóp tíu efstu árið eftir. Sex af tíu eru síðan fædd á þessari öld eða á árinu 2000 eða síðar. Elstur á topp tíu listanum er hinn 31 árs gamli Anton Sveinn McKee sem er sá eini sem eru komin yfir þrítugt. Fimm á listanum í ár voru einnig meðal tíu efstu í fyrra en það eru Anton Sveinn McKee, Glódís Perla Viggósdóttir, Snæfríður Sól Jórunnardóttir, Sóley Margrét Jónsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir. Ómar Ingi Magnússon er síðan aftur á topp tíu listanum eftir eins árs fjarveru. Anton Sveinn og Glódís Perla eru búin að vera lengst samfellt á listanum en þau er í hópi tíu efstu þriðja árið í röð. Bæði eru þau inn á topp tíu listanum í fimmta sinn samanlagt. Fjórir nýliðar Fjögur eru síðan nýliðar í hópi þeirra tíu efstu eða það eru Albert Guðmundsson, Ásta Kristinsdóttir, Eygló Fanndal Sturludóttir og Orri Steinn Óskarsson. Albert fetar þar með í fótspor langafa síns og nafna sem var á listanum fyrir árið 1957 en einnig afa síns Inga Björns Alberssonar sem var á topp tíu listanum 1976 og 1977. Tvö kvennalið og eitt karlalið eru tilnefnd sem íþróttalið ársins 2024. Það eru kvennalandslið Íslands sem tryggði sig inn á EM, kvennalandslið Íslands í hópimleikum sem varð Evrópumeistari og karlalið Vals í handbolta sem varð fyrsta íslenska félagið til að verða Evrópumeistari. Þeir þjálfarar sem eru tilnefndir sem þjálfarar ársins eru Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta, Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, og Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta. Arnar og Þórir voru báðir tilnefndir í fyrra Kjörinu lýst á nýju ári Þetta verður í 69. sinn sem Íþróttamaður ársins er útnefndur af Samtökum Íþróttafréttamanna en fyrstur til að hljóta þessa viðurkenningu var Vilhjálmur Einarsson árið 1956 en hann vann það ár silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu. Kjöri Íþróttamanns ársins verður lýst í Hörpu fimmtudagskvöldið 4. janúar 2025. Kjörið fer nú fram eftir áramót annað árið í röð. Hér fyrir neðan má sjá hver eru tilnefnd fyrir frammistöðu sína á Íþróttaárinu 2024. Það er farið stuttlega yfir afrek hvers og eins. Topp tíu listinn 2024 Albert Guðmundsson, knattspyrnumaður hjá Fiorentina á ÍtalíuFór á kostum með Genoa á seinni hluta leiktíðar í Seríu A þar sem hann skoraði sjö mörk og lagði upp þrjú. Skoraði í heildina 16 mörk og lagði upp fjögur í deild og bikar. Var besti leikmaður íslenska landsliðsins í umspilinu fyrir EM 2024 þar sem hann skoraði þrennu í undanúrslitum og annað mark í úrslitaleiknum. Fór til Fiorentina en hefur verið mikið meiddur í byrjun nýs tímabils.Getty/David Balogh Anton Sveinn McKee, sundmaður úr Sundfélagi HafnarfjarðarAnton endaði í fjórða sæti í 200 metra bringusundi á Evrópumótinu í 50 metra laug í sumar og var hársbreidd frá bronsverðlaunum. Hann keppti svo á sínum fjórðu Ólympíuleikum í París og komst í undanúrslit í 200 metra bringusundinu. Það er hans besti árangur á Ólympíuleikum og besti árangur íslensks sundkarls á Ólympíuleikum í 24 ár.Sundsamband Íslands Ásta Kristinsdóttir, fimleikakona úr StjörnunniVar lykilmaður í kvennalandsliði Íslands í hópfimleikum sem varð Evrópumeistari. Hún var valinn í lið mótsins. Vann einnig Face-off keppnina í Danmörku á dögunum í fjórða sinn.Vísir/Einar Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingakona úr lyftingafélagi ReykjavíkurEygló Fanndal Sturludóttir varð Evrópumeistari 23 ára og yngri í mínus 71 kílóa flokki og sló um leið eigið Norðurlandamet í fullorðinsflokki. Eygló varð síðan í fjórða sæti á HM fullorðinna í ólympískum lyftingum og sló aftur bæði Norðurlandamet og Íslandsmet.Vísir/Bjarni Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrnukona hjá FC Bayern í ÞýskalandiÞýskur meistari með FC Bayern þar sem hún er fyrirliði og er ennig fyrirliði íslenska landsliðsins sem tryggði sér sæti á EM 2025 með glæsilegum sigri á Þýskalandi í Laugardalnum. Var í 22. sæti í kjörinu til gullknattarins, efst miðvarða og er eini miðvörðurinn á lista Guardian yfir 50 bestu leikmenn heims.vísir/Anton Orri Steinn Óskarsson, knattspyrnumaður hjá Real Sociedad á SpániFór mikinn með FC Kaupmannahöfn á seinni hluta leiktíðar og skoraði sex mörk í meistaraumspilinu. Var seldur fyrir tuttugu milljónir evra til Real Sociedad en hann er dýrasti leikmaður sem FCK hefur selt. Fór á kostum með íslenska landsliðinu í Þjóðadeildinni í haust.vísir/Hulda Margrét Ómar Ingi Magnússon, handboltamaður hjá Magdeburg í ÞýskalandiMarkahæsti leikmaður Þýskalandsmeistara Magdeburgar og þriðji markahæstur í Bundesligunni á síðustu leiktíð. Átti ekki sitt besta mót með Íslandi á Evrópumótinu í janúar en var fyrirliði íslenska liðsins í haust í forföllum Arons Pálmarssonar.Getty/Marco Wolf Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sundkona í Álaborg í DanmörkuSnæfríður Sól komst í úrslit í 200 metra skriðsundi á Evrópumótinu í 50 metra laug í sumar. Þar endaði hún óvænt í fjórða sæti og var því aðeins einu sæti frá verðlaunum. Á Ólympíuleikunum í París komst Snæfríður í undanúrslit í 200 metra skriðsundi. Hún margbætti Íslandsmet sín á árinu.ÍSÍ Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingakona úr BreiðablikiSóley varð heimsmeistari í kraflyftingum með búnaði í +84 kg flokki þegar mótið var haldið í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Hún lyfri 282 og hálft kíló í sinni þriðju og síðustu lyftu eftir mikla seiglu. Með því tryggðu hún sér jafnframt gullið í greininni og bætti við öðrum sigri með því að lyfta þyngst allra í bekkpressu eða 200 kílóum. Hún vann svo silfurverðlaun í réttstöðulyftu þar sem hún lyfti 227 og hálfu kílói. Samanlagt lyfti hún 710 kílóum sem er heimsmet 23 ára og yngri.@soleymjonsdottir Sveindís Jane Jónsdóttir, knattspyrnukona hjá Wolfsburg í ÞýskalandiÞýskur bikarmeistari með Wolfsburg á síðustu leiktíð og varð síðan í haust fyrst Íslendinga til að skora fernu í Meistaradeildinni. Einn besti leikmaður íslenska liðsins sem tryggði sér sæti á EM 2025 en hún skoraði í þremur leikjum í röð undir lok árs; gegn Serbíu í úrslitum umspilsins, Þýskalandi heima og svo 1-0 sigurmarkið gegn Póllandi úti.Getty/Boris Streubel Íþróttamaður ársins Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Schick stjarnan í sterkum sigri Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Stórundarleg hegðun O'Sullivans HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Sjá meira
Að venju er það opinberað rétt fyrir jól hvaða tíu fengu flest atkvæði en eins eru þrír tilnefndir sem þjálfari ársins og þrjú lið tilnefnd sem lið ársins. Sex konur eru á topp tíu listanum annað árið í röð en það gerðist í fyrsta sinn í sögunni í fyrra. Karlarnir voru aldrei í minnihluta fyrstu 67 árin í sögu kjörsins en konurnar hafa nú verið í meirihluta tvö ár í röð. Íþróttafólkið sem endaði í tíu efstu sætunum í ár kemur frá sex mismunandi íþróttasamböndum sem er einu færra en í fyrra. Fjórir knattspyrnumenn eða konur eru á listanum. Ólympískar lyftingar eiga í fyrsta sinn fulltrúa á topp tíu. Íþróttmaður ársins 2023 ekki á lista Ríkjandi Íþróttamaður ársins er ekki meðal tíu efstu að þessu sinni en Gísli Þorgeir Kristjánsson var kjörinn í fyrra í fyrsta sinn. Þetta er annað árið í röð sem Íþróttamaður ársins kemst ekki í hóp tíu efstu árið eftir. Sex af tíu eru síðan fædd á þessari öld eða á árinu 2000 eða síðar. Elstur á topp tíu listanum er hinn 31 árs gamli Anton Sveinn McKee sem er sá eini sem eru komin yfir þrítugt. Fimm á listanum í ár voru einnig meðal tíu efstu í fyrra en það eru Anton Sveinn McKee, Glódís Perla Viggósdóttir, Snæfríður Sól Jórunnardóttir, Sóley Margrét Jónsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir. Ómar Ingi Magnússon er síðan aftur á topp tíu listanum eftir eins árs fjarveru. Anton Sveinn og Glódís Perla eru búin að vera lengst samfellt á listanum en þau er í hópi tíu efstu þriðja árið í röð. Bæði eru þau inn á topp tíu listanum í fimmta sinn samanlagt. Fjórir nýliðar Fjögur eru síðan nýliðar í hópi þeirra tíu efstu eða það eru Albert Guðmundsson, Ásta Kristinsdóttir, Eygló Fanndal Sturludóttir og Orri Steinn Óskarsson. Albert fetar þar með í fótspor langafa síns og nafna sem var á listanum fyrir árið 1957 en einnig afa síns Inga Björns Alberssonar sem var á topp tíu listanum 1976 og 1977. Tvö kvennalið og eitt karlalið eru tilnefnd sem íþróttalið ársins 2024. Það eru kvennalandslið Íslands sem tryggði sig inn á EM, kvennalandslið Íslands í hópimleikum sem varð Evrópumeistari og karlalið Vals í handbolta sem varð fyrsta íslenska félagið til að verða Evrópumeistari. Þeir þjálfarar sem eru tilnefndir sem þjálfarar ársins eru Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta, Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, og Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta. Arnar og Þórir voru báðir tilnefndir í fyrra Kjörinu lýst á nýju ári Þetta verður í 69. sinn sem Íþróttamaður ársins er útnefndur af Samtökum Íþróttafréttamanna en fyrstur til að hljóta þessa viðurkenningu var Vilhjálmur Einarsson árið 1956 en hann vann það ár silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu. Kjöri Íþróttamanns ársins verður lýst í Hörpu fimmtudagskvöldið 4. janúar 2025. Kjörið fer nú fram eftir áramót annað árið í röð. Hér fyrir neðan má sjá hver eru tilnefnd fyrir frammistöðu sína á Íþróttaárinu 2024. Það er farið stuttlega yfir afrek hvers og eins. Topp tíu listinn 2024 Albert Guðmundsson, knattspyrnumaður hjá Fiorentina á ÍtalíuFór á kostum með Genoa á seinni hluta leiktíðar í Seríu A þar sem hann skoraði sjö mörk og lagði upp þrjú. Skoraði í heildina 16 mörk og lagði upp fjögur í deild og bikar. Var besti leikmaður íslenska landsliðsins í umspilinu fyrir EM 2024 þar sem hann skoraði þrennu í undanúrslitum og annað mark í úrslitaleiknum. Fór til Fiorentina en hefur verið mikið meiddur í byrjun nýs tímabils.Getty/David Balogh Anton Sveinn McKee, sundmaður úr Sundfélagi HafnarfjarðarAnton endaði í fjórða sæti í 200 metra bringusundi á Evrópumótinu í 50 metra laug í sumar og var hársbreidd frá bronsverðlaunum. Hann keppti svo á sínum fjórðu Ólympíuleikum í París og komst í undanúrslit í 200 metra bringusundinu. Það er hans besti árangur á Ólympíuleikum og besti árangur íslensks sundkarls á Ólympíuleikum í 24 ár.Sundsamband Íslands Ásta Kristinsdóttir, fimleikakona úr StjörnunniVar lykilmaður í kvennalandsliði Íslands í hópfimleikum sem varð Evrópumeistari. Hún var valinn í lið mótsins. Vann einnig Face-off keppnina í Danmörku á dögunum í fjórða sinn.Vísir/Einar Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingakona úr lyftingafélagi ReykjavíkurEygló Fanndal Sturludóttir varð Evrópumeistari 23 ára og yngri í mínus 71 kílóa flokki og sló um leið eigið Norðurlandamet í fullorðinsflokki. Eygló varð síðan í fjórða sæti á HM fullorðinna í ólympískum lyftingum og sló aftur bæði Norðurlandamet og Íslandsmet.Vísir/Bjarni Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrnukona hjá FC Bayern í ÞýskalandiÞýskur meistari með FC Bayern þar sem hún er fyrirliði og er ennig fyrirliði íslenska landsliðsins sem tryggði sér sæti á EM 2025 með glæsilegum sigri á Þýskalandi í Laugardalnum. Var í 22. sæti í kjörinu til gullknattarins, efst miðvarða og er eini miðvörðurinn á lista Guardian yfir 50 bestu leikmenn heims.vísir/Anton Orri Steinn Óskarsson, knattspyrnumaður hjá Real Sociedad á SpániFór mikinn með FC Kaupmannahöfn á seinni hluta leiktíðar og skoraði sex mörk í meistaraumspilinu. Var seldur fyrir tuttugu milljónir evra til Real Sociedad en hann er dýrasti leikmaður sem FCK hefur selt. Fór á kostum með íslenska landsliðinu í Þjóðadeildinni í haust.vísir/Hulda Margrét Ómar Ingi Magnússon, handboltamaður hjá Magdeburg í ÞýskalandiMarkahæsti leikmaður Þýskalandsmeistara Magdeburgar og þriðji markahæstur í Bundesligunni á síðustu leiktíð. Átti ekki sitt besta mót með Íslandi á Evrópumótinu í janúar en var fyrirliði íslenska liðsins í haust í forföllum Arons Pálmarssonar.Getty/Marco Wolf Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sundkona í Álaborg í DanmörkuSnæfríður Sól komst í úrslit í 200 metra skriðsundi á Evrópumótinu í 50 metra laug í sumar. Þar endaði hún óvænt í fjórða sæti og var því aðeins einu sæti frá verðlaunum. Á Ólympíuleikunum í París komst Snæfríður í undanúrslit í 200 metra skriðsundi. Hún margbætti Íslandsmet sín á árinu.ÍSÍ Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingakona úr BreiðablikiSóley varð heimsmeistari í kraflyftingum með búnaði í +84 kg flokki þegar mótið var haldið í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Hún lyfri 282 og hálft kíló í sinni þriðju og síðustu lyftu eftir mikla seiglu. Með því tryggðu hún sér jafnframt gullið í greininni og bætti við öðrum sigri með því að lyfta þyngst allra í bekkpressu eða 200 kílóum. Hún vann svo silfurverðlaun í réttstöðulyftu þar sem hún lyfti 227 og hálfu kílói. Samanlagt lyfti hún 710 kílóum sem er heimsmet 23 ára og yngri.@soleymjonsdottir Sveindís Jane Jónsdóttir, knattspyrnukona hjá Wolfsburg í ÞýskalandiÞýskur bikarmeistari með Wolfsburg á síðustu leiktíð og varð síðan í haust fyrst Íslendinga til að skora fernu í Meistaradeildinni. Einn besti leikmaður íslenska liðsins sem tryggði sér sæti á EM 2025 en hún skoraði í þremur leikjum í röð undir lok árs; gegn Serbíu í úrslitum umspilsins, Þýskalandi heima og svo 1-0 sigurmarkið gegn Póllandi úti.Getty/Boris Streubel
Íþróttamaður ársins Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Schick stjarnan í sterkum sigri Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Stórundarleg hegðun O'Sullivans HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Sjá meira