Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Atli Ísleifsson skrifar 23. desember 2024 14:39 Eyjólfur Ármannsson, nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur áður talað um að bókun 35 stangaðist á við stjórnarskrá landsins. Vísir/Rúnar Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist munu greiða atkvæði með frumvarpi ríkisstjórnar um samþykkt bókunar 35 þegar til þess kemur. Þetta sagði Eyjólfur í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi, en samkomulag er á milli ríkisstjórnarflokkanna um samþykkt slíks frumvarps. Eyjólfur hefur áður sagt að bókun 35 gengi gegn stjórnarskrá og að breytingar á henni væru nauðsynlegar ef hún yrði samþykkt. Lengi hefur verið deilt um frumvarp um bókun 35 sem gengur út á að ef lagasetning sem byggir á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og önnur lög stangast á þá gildi þau fyrri, nema þá ef Alþingi hafi tekið skýrt fram að svo sé ekki. Andstæðingar bókunar hafa í þessu samhengi talað um fullveldisafsal á meðan stuðningsmenn telja frumvarpið tryggja samræmi í lögum og að almenningur njóti þá þess réttar sem kveðið er á um í EES-samningnum. Utanríkisráðherra hefur áður lagt fram lagafrumvarp um bókun 35 sem hafi þó ekki náð fram að ganga. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag að ríkisstjórnin ætli að einbeita sér að því að samþykkja bókun 35 þar sem ráðherra ætli að leggja fram ályktun um bókunina. Hún sagði að þessu myndi eflaust fylgja miklar umræður en það væri einhugur innan ríkisstjórnar að fara þessa leið. Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Virðir það samkomulag Aðspurður um hvernig það snerti sig – stjórnarfrumvarp um samþykkt bókunar 35 – segist Eyjólfur vísa í það sem hann hafi áður sagt í þinginu um það mál. „Ég tel að bókun 35 hafi ekki verið lögledd. Hún var ekki lögleidd þegar við gengum inn í Evrópska efnahagssvæðið og við höfum verið án þessa lögleiðingar í þrjátíu ár. Ég hef nálgast þetta frá sögulegu forsendum og líka lagalegum forsendum. Ég bara vísa til þess sem ég segi. Þetta er inni í sáttmála ríkisstjórnarinnar og ég virði það samkomulag. Að sjálfsögðu.“ Þannig að þegar kemur til atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi þá munt þú greiða atkvæði með tillögunni? „Já, ég mun styðja ríkisstjórnina í því máli. Við íslenska þjóðin getum vel lifað við þetta en við erum ekki að ganga inn í Evrópusambandið hvað þetta varðar. Við munum ekki ganga inn í Evrópusambandið í gegnum EES-samninginn. Það er alveg klárt mál,“ segir Eyjólfur. En svo er á dagskránni að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort eigi að taka viðræðurnar upp að nýju. Þú hlýtur þá að samþykkja það líka? „Ég mun samþykkja þjóðaratkvæðagreiðslu, að sjálfsögðu. Þjóðin ræður. Það er atkvæðagreiðsla sem verður þar. Það er ekki í mínum höndum þá,“ segir Eyjólfur. Jarðgangnagerð sé ekki lúxus Eyjólfur var einnig spurður um samgöngur og jarðgangnagerð, en í stjórnarsáttmála segir að til standi að ráðast í átak í jarðgangagerð. Hvernig sérðu forgangsröðun í þeim efnum og sérðu það fyrir að það sé hægt að bora á fleiri en einum stað í einu? „Ég hef ekki myndað mér skoðun varðandi forgangsröðun. Ég get vel séð fyrir mér að það verði borað á tveimur stöðum í einu. Ég hef talað fyrir því í kosningabaráttunni víða, en ríkisstjórnarsáttmálinn talar um það að við verðum að bora ein jarðgöng í einu. Við verðum líka að athuga að jarðgangnagerð í samgöngum á Íslandi á ekki að vera lúxus.“ Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir á fyrsta fundi nýrrar ríkisstjórnar hafi ráðherrar farið yfir stefnuyfirlýsingu sína og skipulagt hvernig þau hefja og skipuleggja störf sín í ráðuneytunum. Þau hafi þurft að ræða heilmikið til ríkisstjórnin geti stillt saman strengi sína. 23. desember 2024 13:11 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Þetta sagði Eyjólfur í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi, en samkomulag er á milli ríkisstjórnarflokkanna um samþykkt slíks frumvarps. Eyjólfur hefur áður sagt að bókun 35 gengi gegn stjórnarskrá og að breytingar á henni væru nauðsynlegar ef hún yrði samþykkt. Lengi hefur verið deilt um frumvarp um bókun 35 sem gengur út á að ef lagasetning sem byggir á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og önnur lög stangast á þá gildi þau fyrri, nema þá ef Alþingi hafi tekið skýrt fram að svo sé ekki. Andstæðingar bókunar hafa í þessu samhengi talað um fullveldisafsal á meðan stuðningsmenn telja frumvarpið tryggja samræmi í lögum og að almenningur njóti þá þess réttar sem kveðið er á um í EES-samningnum. Utanríkisráðherra hefur áður lagt fram lagafrumvarp um bókun 35 sem hafi þó ekki náð fram að ganga. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag að ríkisstjórnin ætli að einbeita sér að því að samþykkja bókun 35 þar sem ráðherra ætli að leggja fram ályktun um bókunina. Hún sagði að þessu myndi eflaust fylgja miklar umræður en það væri einhugur innan ríkisstjórnar að fara þessa leið. Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Virðir það samkomulag Aðspurður um hvernig það snerti sig – stjórnarfrumvarp um samþykkt bókunar 35 – segist Eyjólfur vísa í það sem hann hafi áður sagt í þinginu um það mál. „Ég tel að bókun 35 hafi ekki verið lögledd. Hún var ekki lögleidd þegar við gengum inn í Evrópska efnahagssvæðið og við höfum verið án þessa lögleiðingar í þrjátíu ár. Ég hef nálgast þetta frá sögulegu forsendum og líka lagalegum forsendum. Ég bara vísa til þess sem ég segi. Þetta er inni í sáttmála ríkisstjórnarinnar og ég virði það samkomulag. Að sjálfsögðu.“ Þannig að þegar kemur til atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi þá munt þú greiða atkvæði með tillögunni? „Já, ég mun styðja ríkisstjórnina í því máli. Við íslenska þjóðin getum vel lifað við þetta en við erum ekki að ganga inn í Evrópusambandið hvað þetta varðar. Við munum ekki ganga inn í Evrópusambandið í gegnum EES-samninginn. Það er alveg klárt mál,“ segir Eyjólfur. En svo er á dagskránni að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort eigi að taka viðræðurnar upp að nýju. Þú hlýtur þá að samþykkja það líka? „Ég mun samþykkja þjóðaratkvæðagreiðslu, að sjálfsögðu. Þjóðin ræður. Það er atkvæðagreiðsla sem verður þar. Það er ekki í mínum höndum þá,“ segir Eyjólfur. Jarðgangnagerð sé ekki lúxus Eyjólfur var einnig spurður um samgöngur og jarðgangnagerð, en í stjórnarsáttmála segir að til standi að ráðast í átak í jarðgangagerð. Hvernig sérðu forgangsröðun í þeim efnum og sérðu það fyrir að það sé hægt að bora á fleiri en einum stað í einu? „Ég hef ekki myndað mér skoðun varðandi forgangsröðun. Ég get vel séð fyrir mér að það verði borað á tveimur stöðum í einu. Ég hef talað fyrir því í kosningabaráttunni víða, en ríkisstjórnarsáttmálinn talar um það að við verðum að bora ein jarðgöng í einu. Við verðum líka að athuga að jarðgangnagerð í samgöngum á Íslandi á ekki að vera lúxus.“
Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir á fyrsta fundi nýrrar ríkisstjórnar hafi ráðherrar farið yfir stefnuyfirlýsingu sína og skipulagt hvernig þau hefja og skipuleggja störf sín í ráðuneytunum. Þau hafi þurft að ræða heilmikið til ríkisstjórnin geti stillt saman strengi sína. 23. desember 2024 13:11 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir á fyrsta fundi nýrrar ríkisstjórnar hafi ráðherrar farið yfir stefnuyfirlýsingu sína og skipulagt hvernig þau hefja og skipuleggja störf sín í ráðuneytunum. Þau hafi þurft að ræða heilmikið til ríkisstjórnin geti stillt saman strengi sína. 23. desember 2024 13:11