Innlent

Flug­ferðir hafnar að nýju í Kefla­vík

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Flugferðir til og frá Keflavíkurflugvelli hafa meira og minna legið niðri í dag vegna vindhviða og éljagangs.
Flugferðir til og frá Keflavíkurflugvelli hafa meira og minna legið niðri í dag vegna vindhviða og éljagangs. Vísir/Vilhelm

Ein flugvél er farin í loftið frá Keflavíkurflugvelli og aðrar eru að gera sig klárar, flugferðir frá vellinum hafa legið niðri síðan í morgun vegna veðurs.

Samkvæmt staðgengli upplýsingafulltrúa ISAVIA er vindinn að lægja og hann kominn niður fyrir viðmiðunarmörk. Vindurinn hafði farið upp í 30 m/s í dag.

„Icelandair eru að gera sig klára í að koma sínum vélum út, og það er ein vél frá Play farin. Það eru einhverjar seinkanir,“ segir hann.

Farþegarnir eru fluttir út í vélar með rútum, en vegna veðurs er ekki hægt að nota ranana.

Aðeins ein flugvél hefur lent á flugvellinum það sem af er degi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×