Innlent

Rúta rann yfir rangan vegar­helming út í móa

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Rútan hafnaði utan vegar við Þjórsárbrú.
Rútan hafnaði utan vegar við Þjórsárbrú. Teitur Torkelsson

Rúta rann yfir rangan vegarhelming og hafnaði utan vegar við Þjórsárbrú. Einn lögreglubíll var kallaður til aðstoðar, en engin slys urðu á fólki og frekari viðbragðsaðilar voru ekki kallaðir til.

Þetta staðfestir Garðar Már Garðarsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Hann segir að fyrirtækið hafi kallað aðra rútu til og farþegarnir hafi verið fluttir yfir í nýju rútuna. Engin frekari hætta sé á ferðum.

Ekki er vitað hvort rútan hafi verið fjarlægð.

Teitur Torkelsson, leiðsögumaður sem átti leið hjá, segir að akstursskilyrði á svæðinu séu varasöm vegna sterkra vindhviða, slabbs og hálku.

Hann segir að rútan hafi verið á austurleið þegar hún rennur yfir á rangan vegarhelming og hafnar utan vegar.

Sem betur fer hafi enginn verið að aka í gagnstæða átt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×