Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Atli Ísleifsson skrifar 27. desember 2024 08:46 Mikið uppnám varð í suðurkóreska þinginu í morgun og mótmæltu stjórnarþingmenn harðlega. Var þingforsetinn sakaður um valdníðslu. AP Suðurkóreska þingið hefur samþykkt að ákæra Han Duck-soo, starfandi forseta landsins, til embættismissis. Þetta gerist tveimur vikum eftir að samþykkt var að gera slíkt hið sama við forsetann Yoon Suk Yeol. Þetta var ákveðið þegar suðurkóreska þingið kom saman í fyrr í dag. Alls greiddu 192 þingmenn atkvæði með að ákæra Han, en 151 hið minnsta þurfti til að ákæran næði fram að ganga. Forsætisráðherrann Han Duck-soo tók við stöðu starfandi forseta þegar forsetinn Yoon var ákærður til embættismissis í byrjun mánaðar í kjölfar ákvörðunar sinnar um að koma á herlögum í landinu. Í frétt BBC segir að Han hafi verið ætlað að leiða landið í gegnum það pólitíska öngþveiti sem hefur ríkt í landinu síðustu vikurnar. Stjórnarandstæðingar sökuðu hann hins vegar að um að neita því að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir til að hægt væri að framfylgja ákæruferlinu á hendur Yoon með fullnægjandi hætti. Stjórnarþingmenn mótmæltu harðlega Mikið uppnám varð í suðurkóreska þinginu í morgun og mótmæltu stjórnarþingmenn harðlega þegar þingforsetinn Woo Won-shik tilkynnti að einungis þyrfti atkvæði 151 þingmanna til að samþykkja ákæru á hendur Han. Þegar Yoon var ákærður til embættismissis þurfti atkvæði tvö hundruð þingmanna, en ákvörðun þingforsetans í morgun þýddi að engir stjórnarþingmenn þurftu að greiða atkvæði með ákæru til að málið næði fram að ganga. Forsætisráðherrann Han Duck-soo tók við skyldum forseta landsins fyrr í mánuðinum þegar þingið ákvað að ákæra forsetann Yoon Suk Yeol til embættismissis.EPA Stjórnarþingmenn létu ýmis orð falla á þinginu í morgun og sögðu að ógilda ætti atkvæðagreiðsluna og sökuðu þingforsetann um valdníðslu og hvöttu hann til að segja af sér. Flestir stjórnarþingmenn sniðgengu atkvæðagreiðsluna. Han verður nú leystur frá störfum af þinginu, en líkt og í tilfelli Yoon þá þarf stjórnlagadómstóll landsins að staðfesta ákæruna og hefur hann 180 daga til að taka ákvörðun í málinu. Kom í veg fyrir skipun dómara Stjórnarandstöðuþingmenn lögðu fyrst fram tillögu í gær um að ákæra skyldi Han eftir að hann stöðvaði skipun þriggja dómara sem þingið hafði samþykkt að skyldu taka mál Yoon fyrir. Níu dómarar eiga alla jafnan sæti í stjórnlagadómstól Suður-Kóreu og þurfa að sex dómarar hið minnsta að staðfesta ákæru á hendur Yoon til að hún nái fram að ganga. Sem stendur eiga hins vegar bara sex dómarar sæti í dómstólnum sem þýðir að einungis einn þeirra gæti lagst gegn ákærunni til að koma í veg fyrir að Yoon yrði hrakinn úr embætti. Vonuðust stjórnarandstöðuþingmenn til að með fullskipa dóminn myndi það auka líkur á að Yoon yrði ákærður til embættismissis. Fjármálaráðherrann Choi Sang-mok mun nú taka við af Han sem starfandi forseti landsins, Suður-Kórea Tengdar fréttir Reyna að tryggja stöðugleika í Suður-Kóreu Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokks Suður-Kóreu, Lee Jae-myung, hefur heitið að vinna með starfandi forseta landsins svo hægt sé að tryggja stöðugleika eftir að forsetanum var vísað frá í gær. 15. desember 2024 09:33 Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Þingið í Suður-Kóreu hefur samþykkt að ákæra forseta landsins Yoon Suk Yeol fyrir embættisafglöp. Þingið greiddi atkvæði um það í morgun og var tillagan samþykkt með miklum meirihluta, 204 gegn 85. 14. desember 2024 07:43 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Þetta var ákveðið þegar suðurkóreska þingið kom saman í fyrr í dag. Alls greiddu 192 þingmenn atkvæði með að ákæra Han, en 151 hið minnsta þurfti til að ákæran næði fram að ganga. Forsætisráðherrann Han Duck-soo tók við stöðu starfandi forseta þegar forsetinn Yoon var ákærður til embættismissis í byrjun mánaðar í kjölfar ákvörðunar sinnar um að koma á herlögum í landinu. Í frétt BBC segir að Han hafi verið ætlað að leiða landið í gegnum það pólitíska öngþveiti sem hefur ríkt í landinu síðustu vikurnar. Stjórnarandstæðingar sökuðu hann hins vegar að um að neita því að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir til að hægt væri að framfylgja ákæruferlinu á hendur Yoon með fullnægjandi hætti. Stjórnarþingmenn mótmæltu harðlega Mikið uppnám varð í suðurkóreska þinginu í morgun og mótmæltu stjórnarþingmenn harðlega þegar þingforsetinn Woo Won-shik tilkynnti að einungis þyrfti atkvæði 151 þingmanna til að samþykkja ákæru á hendur Han. Þegar Yoon var ákærður til embættismissis þurfti atkvæði tvö hundruð þingmanna, en ákvörðun þingforsetans í morgun þýddi að engir stjórnarþingmenn þurftu að greiða atkvæði með ákæru til að málið næði fram að ganga. Forsætisráðherrann Han Duck-soo tók við skyldum forseta landsins fyrr í mánuðinum þegar þingið ákvað að ákæra forsetann Yoon Suk Yeol til embættismissis.EPA Stjórnarþingmenn létu ýmis orð falla á þinginu í morgun og sögðu að ógilda ætti atkvæðagreiðsluna og sökuðu þingforsetann um valdníðslu og hvöttu hann til að segja af sér. Flestir stjórnarþingmenn sniðgengu atkvæðagreiðsluna. Han verður nú leystur frá störfum af þinginu, en líkt og í tilfelli Yoon þá þarf stjórnlagadómstóll landsins að staðfesta ákæruna og hefur hann 180 daga til að taka ákvörðun í málinu. Kom í veg fyrir skipun dómara Stjórnarandstöðuþingmenn lögðu fyrst fram tillögu í gær um að ákæra skyldi Han eftir að hann stöðvaði skipun þriggja dómara sem þingið hafði samþykkt að skyldu taka mál Yoon fyrir. Níu dómarar eiga alla jafnan sæti í stjórnlagadómstól Suður-Kóreu og þurfa að sex dómarar hið minnsta að staðfesta ákæru á hendur Yoon til að hún nái fram að ganga. Sem stendur eiga hins vegar bara sex dómarar sæti í dómstólnum sem þýðir að einungis einn þeirra gæti lagst gegn ákærunni til að koma í veg fyrir að Yoon yrði hrakinn úr embætti. Vonuðust stjórnarandstöðuþingmenn til að með fullskipa dóminn myndi það auka líkur á að Yoon yrði ákærður til embættismissis. Fjármálaráðherrann Choi Sang-mok mun nú taka við af Han sem starfandi forseti landsins,
Suður-Kórea Tengdar fréttir Reyna að tryggja stöðugleika í Suður-Kóreu Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokks Suður-Kóreu, Lee Jae-myung, hefur heitið að vinna með starfandi forseta landsins svo hægt sé að tryggja stöðugleika eftir að forsetanum var vísað frá í gær. 15. desember 2024 09:33 Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Þingið í Suður-Kóreu hefur samþykkt að ákæra forseta landsins Yoon Suk Yeol fyrir embættisafglöp. Þingið greiddi atkvæði um það í morgun og var tillagan samþykkt með miklum meirihluta, 204 gegn 85. 14. desember 2024 07:43 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Reyna að tryggja stöðugleika í Suður-Kóreu Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokks Suður-Kóreu, Lee Jae-myung, hefur heitið að vinna með starfandi forseta landsins svo hægt sé að tryggja stöðugleika eftir að forsetanum var vísað frá í gær. 15. desember 2024 09:33
Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Þingið í Suður-Kóreu hefur samþykkt að ákæra forseta landsins Yoon Suk Yeol fyrir embættisafglöp. Þingið greiddi atkvæði um það í morgun og var tillagan samþykkt með miklum meirihluta, 204 gegn 85. 14. desember 2024 07:43