Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. desember 2024 12:35 Oddný Björk gerir fastlega ráð fyrir að auglýst dagsetning landsfunar haldi. Hún ætlar að bóka flug og hótel eftir áramót, og halda galvösk til fundar. Fulltrúi Sjálfstæðismanna á Seyðisfirði telur möguleikann á vondu veðri í febrúar ekki vera ástæðu til að fresta landsfundi, þrátt fyrir að eiga langt ferðalag fyrir höndum. Hún telji annað búa að baki hugmyndum um frestun. Bæjarstjóri Ölfuss segir frestun gáfulegasta kostinn. Um helgina hefur verið fjallað um hugmyndir um að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem fyrirhugaður er í lok febrúar. Meðal ástæðna sem nefndar hafa verið er möguleikinn á slæmri færð á þeim tíma árs, með tilheyrandi vandræðum fyrir flokksmenn á landsbyggðinni. Oddný Björk Daníelsdóttir er formaður sjálfstæðisfélagsins Skjaldar á Seyðisfirði. Hún segir litlu máli skipta, með tilliti til veðurs, hvenær fundur fari fram. „Hérna frá Seyðisfirði getur alveg verið ófært yfir Fjarðarheiðina eins og í júní eða í febrúar,“ segir Oddný Björk. Gera ráðstafanir ef í harðbakkann slær Oddný segir að Sjálfstæðismenn á Austurlandi muni mæta á fundinn með öll sín sæti. „Við lesum bara í veðrið og leggjum þá bara fyrr af stað eða gerum ráð fyrir að vera lengur á leiðinni.“ Oddný Björk er formaður Skjaldar, sjálfstæðisfélagsins á Seyðisfirði. Hún sér ekki ástæði til að fresta fundinum, þrátt fyrir að í febrúar geti verið allra veðra von og hún búi í um 650 kílómetra akstursfjarlægð frá fundarstað. Oddný gerir ráð fyrir því að fundurinn verði um mánaðamótin febrúar/mars, líkt og lagt var upp með. „Og ætla bara að bóka flug og hótel eftir áramótin og mæta.“ Tvær dagsetningar hafi komið til greina þegar blásið var til landsfundar. Lok febrúar 2025 eða lok nóvember á þessu ári. „Það er eitthvað annað sem býr að baki en veðrið. Ég veit ekki til þess að það hafi verið rætt við fólk sem býr hvað lengst frá höfuðborgarsvæðinu, hvað okkur þætti um þessar dagsetningar,“ segir Oddný Björk. Vert er að taka fram að fleira en veður hefur verið nefnt í því samhengi að heppilegt sé að fresta fundinum. Nýkjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Jens Garðar Helgason, sagði til að mynda um helgina að tímasetning fundarins hefði verið valin með það í huga að fara fram í aðdraganda prófkjöra og svo alþingiskosninga, sem blásið var til fyrr en fullt kjörtímabil gerði ráð fyrir. Jón Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra flokksins, kvaddi sér hins vegar hljóðs í gær og sagði tillögu um frestun eðlilega, sér í lagi í ljósi þess hvernig veður og vindar geti látið í febrúar. Gagnrýnendur tillögunnar væru aðeins af höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægt væri að fólk kæmist klakklaust á fundinn, og bað Jón fólk um að spara stóru orðin. Engin ástæða til að halda fund í febrúar Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sjálfstæðismanna í Ölfusi, er á öndverðum meiði við Oddnýju og telur frestun rétta, svo fundurinn megi snúast um sveitarstjórnarkosningar í maí 2026. Veðrið spili þó einnig inn í. „Fyrir fólk á landsbyggðinni þá er febrúar auðvitað ekki jafn heppilegur til fundarhalds í Reykjavík og til dæmis í maí,“ segir Elliði. Honum þyki broslegt þegar þingmenn af höfuðborgarsvæðinu geri lítið úr því sjónarmiði. Sú sé þó ekki raunin í tilfelli Oddnýjar á Seyðisfirði, en Elliði segist að sjálfsögðu bera virðingu fyrir sjónarmiðum þeirra sem telji að landsfund þurfi sem fyrst, til að bregðast við þeirri staðreynd að flokkurinn hafi hlotið sína lökustu kosningu í sögunni í afstöðnum þingkosningum, og dúsi nú í stjórnarandstöðu í fyrsta sinn frá árinu 2013. Sjá einnig: Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta „Ég veit það líka að auðvitað myndum við landsbyggðarmenn bíta á jaxlinn og mæta á fund í febrúar ef til hans verður boðað. En ég sé engin rök hníga til þess að það sé eitthvað krísuástand sem við þurfum að taka þessar ákvarðanir í.“ Sveitarstjórnarmálin fái meira rými „Að mörgu leyti finnst mér betra að fá ákveðið bil á milli þingkosninga og landsfundar. Að við áttum okkur á stöðunni, sjáum nýtt fólk virka í starfi og höfum allan tímann fyrir okkur,“ segir Elliði. Elliði Vignisson er bæjarstjóri í Ölfusi.Vísir/Egill Líkt og áður sagði er það skoðun Elliða að sveitarstjórnarmálin eigi að fá mikið vægi á næsta landsfundi. „Bakbeinið í Sjálfstæðisflokknum eru sveitarstjórnarmálin. Við erum með 113 kjörna fulltrúa í 35 sveitarfélögum. Við erum í meirihluta í 24 sveitarfélögum og hreinan meirihluta í sjö. Það eru 500 manns starfandi í sveitarstjórnum um allt land. Það er alveg kominn tími til þess að flokkurinn veiti sveitarstjórnarmálum það svigrúm sem þau þurfa. Við eigum ekki að skirrast við það í aðdraganda sveitarstjórnarskosninga að láta landsfundinn okkar snúast um þau. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Formaður utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir gagnrýni flokksfélaga á mögulega frestun landsfundar flokksins fram í haust. Allt tal um baktjaldamakk sé þvæla og jafnvel grunnskólabörn viti hvernig tíðarfarið sé í febrúar. 29. desember 2024 10:51 Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Hugmyndir um að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins hafa vakið upp harðar umræður innan flokksins. Fyrrverandi ráðherra og formannsframbjóðandi segir mikilvægt að tímasetning fundarins standist, en nýr þingmaður telur skynsamlegast að fresta honum. 28. desember 2024 22:17 „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Stjórnarmaður SUS gefur lítið fyrir hugmyndir um að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins fram á haust af veðurfarslegum ástæðum. Lygasagan um paradísina sem er íslenskt haustveður sé ekki nógu góð. 28. desember 2024 14:38 Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Svo virðist sem ólga ríki meðal Sjálfstæðismanna vegna mögulegrar frestunar landsfundar sem til stóð að yrði haldinn í febrúar. Formanni Varðar og Samtaka eldri Sjálfstæðismanna er brugðið yfir fréttunum og segja þau enga ástæðu til að fresta þegar frestuðum landsfundi. 27. desember 2024 20:07 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sjá meira
Um helgina hefur verið fjallað um hugmyndir um að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem fyrirhugaður er í lok febrúar. Meðal ástæðna sem nefndar hafa verið er möguleikinn á slæmri færð á þeim tíma árs, með tilheyrandi vandræðum fyrir flokksmenn á landsbyggðinni. Oddný Björk Daníelsdóttir er formaður sjálfstæðisfélagsins Skjaldar á Seyðisfirði. Hún segir litlu máli skipta, með tilliti til veðurs, hvenær fundur fari fram. „Hérna frá Seyðisfirði getur alveg verið ófært yfir Fjarðarheiðina eins og í júní eða í febrúar,“ segir Oddný Björk. Gera ráðstafanir ef í harðbakkann slær Oddný segir að Sjálfstæðismenn á Austurlandi muni mæta á fundinn með öll sín sæti. „Við lesum bara í veðrið og leggjum þá bara fyrr af stað eða gerum ráð fyrir að vera lengur á leiðinni.“ Oddný Björk er formaður Skjaldar, sjálfstæðisfélagsins á Seyðisfirði. Hún sér ekki ástæði til að fresta fundinum, þrátt fyrir að í febrúar geti verið allra veðra von og hún búi í um 650 kílómetra akstursfjarlægð frá fundarstað. Oddný gerir ráð fyrir því að fundurinn verði um mánaðamótin febrúar/mars, líkt og lagt var upp með. „Og ætla bara að bóka flug og hótel eftir áramótin og mæta.“ Tvær dagsetningar hafi komið til greina þegar blásið var til landsfundar. Lok febrúar 2025 eða lok nóvember á þessu ári. „Það er eitthvað annað sem býr að baki en veðrið. Ég veit ekki til þess að það hafi verið rætt við fólk sem býr hvað lengst frá höfuðborgarsvæðinu, hvað okkur þætti um þessar dagsetningar,“ segir Oddný Björk. Vert er að taka fram að fleira en veður hefur verið nefnt í því samhengi að heppilegt sé að fresta fundinum. Nýkjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Jens Garðar Helgason, sagði til að mynda um helgina að tímasetning fundarins hefði verið valin með það í huga að fara fram í aðdraganda prófkjöra og svo alþingiskosninga, sem blásið var til fyrr en fullt kjörtímabil gerði ráð fyrir. Jón Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra flokksins, kvaddi sér hins vegar hljóðs í gær og sagði tillögu um frestun eðlilega, sér í lagi í ljósi þess hvernig veður og vindar geti látið í febrúar. Gagnrýnendur tillögunnar væru aðeins af höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægt væri að fólk kæmist klakklaust á fundinn, og bað Jón fólk um að spara stóru orðin. Engin ástæða til að halda fund í febrúar Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sjálfstæðismanna í Ölfusi, er á öndverðum meiði við Oddnýju og telur frestun rétta, svo fundurinn megi snúast um sveitarstjórnarkosningar í maí 2026. Veðrið spili þó einnig inn í. „Fyrir fólk á landsbyggðinni þá er febrúar auðvitað ekki jafn heppilegur til fundarhalds í Reykjavík og til dæmis í maí,“ segir Elliði. Honum þyki broslegt þegar þingmenn af höfuðborgarsvæðinu geri lítið úr því sjónarmiði. Sú sé þó ekki raunin í tilfelli Oddnýjar á Seyðisfirði, en Elliði segist að sjálfsögðu bera virðingu fyrir sjónarmiðum þeirra sem telji að landsfund þurfi sem fyrst, til að bregðast við þeirri staðreynd að flokkurinn hafi hlotið sína lökustu kosningu í sögunni í afstöðnum þingkosningum, og dúsi nú í stjórnarandstöðu í fyrsta sinn frá árinu 2013. Sjá einnig: Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta „Ég veit það líka að auðvitað myndum við landsbyggðarmenn bíta á jaxlinn og mæta á fund í febrúar ef til hans verður boðað. En ég sé engin rök hníga til þess að það sé eitthvað krísuástand sem við þurfum að taka þessar ákvarðanir í.“ Sveitarstjórnarmálin fái meira rými „Að mörgu leyti finnst mér betra að fá ákveðið bil á milli þingkosninga og landsfundar. Að við áttum okkur á stöðunni, sjáum nýtt fólk virka í starfi og höfum allan tímann fyrir okkur,“ segir Elliði. Elliði Vignisson er bæjarstjóri í Ölfusi.Vísir/Egill Líkt og áður sagði er það skoðun Elliða að sveitarstjórnarmálin eigi að fá mikið vægi á næsta landsfundi. „Bakbeinið í Sjálfstæðisflokknum eru sveitarstjórnarmálin. Við erum með 113 kjörna fulltrúa í 35 sveitarfélögum. Við erum í meirihluta í 24 sveitarfélögum og hreinan meirihluta í sjö. Það eru 500 manns starfandi í sveitarstjórnum um allt land. Það er alveg kominn tími til þess að flokkurinn veiti sveitarstjórnarmálum það svigrúm sem þau þurfa. Við eigum ekki að skirrast við það í aðdraganda sveitarstjórnarskosninga að láta landsfundinn okkar snúast um þau.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Formaður utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir gagnrýni flokksfélaga á mögulega frestun landsfundar flokksins fram í haust. Allt tal um baktjaldamakk sé þvæla og jafnvel grunnskólabörn viti hvernig tíðarfarið sé í febrúar. 29. desember 2024 10:51 Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Hugmyndir um að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins hafa vakið upp harðar umræður innan flokksins. Fyrrverandi ráðherra og formannsframbjóðandi segir mikilvægt að tímasetning fundarins standist, en nýr þingmaður telur skynsamlegast að fresta honum. 28. desember 2024 22:17 „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Stjórnarmaður SUS gefur lítið fyrir hugmyndir um að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins fram á haust af veðurfarslegum ástæðum. Lygasagan um paradísina sem er íslenskt haustveður sé ekki nógu góð. 28. desember 2024 14:38 Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Svo virðist sem ólga ríki meðal Sjálfstæðismanna vegna mögulegrar frestunar landsfundar sem til stóð að yrði haldinn í febrúar. Formanni Varðar og Samtaka eldri Sjálfstæðismanna er brugðið yfir fréttunum og segja þau enga ástæðu til að fresta þegar frestuðum landsfundi. 27. desember 2024 20:07 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sjá meira
„Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Formaður utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir gagnrýni flokksfélaga á mögulega frestun landsfundar flokksins fram í haust. Allt tal um baktjaldamakk sé þvæla og jafnvel grunnskólabörn viti hvernig tíðarfarið sé í febrúar. 29. desember 2024 10:51
Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Hugmyndir um að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins hafa vakið upp harðar umræður innan flokksins. Fyrrverandi ráðherra og formannsframbjóðandi segir mikilvægt að tímasetning fundarins standist, en nýr þingmaður telur skynsamlegast að fresta honum. 28. desember 2024 22:17
„Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Stjórnarmaður SUS gefur lítið fyrir hugmyndir um að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins fram á haust af veðurfarslegum ástæðum. Lygasagan um paradísina sem er íslenskt haustveður sé ekki nógu góð. 28. desember 2024 14:38
Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Svo virðist sem ólga ríki meðal Sjálfstæðismanna vegna mögulegrar frestunar landsfundar sem til stóð að yrði haldinn í febrúar. Formanni Varðar og Samtaka eldri Sjálfstæðismanna er brugðið yfir fréttunum og segja þau enga ástæðu til að fresta þegar frestuðum landsfundi. 27. desember 2024 20:07