Fyrsti útisigur strákanna vannst í Lúxemborg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2020 16:57 Sveinn Aron Guðjohnsen er búinn að skora fjögur mörk í þessari undankeppni. Vísir/Vilhelm Íslenska 21 árs landsliðið vann 2-0 sigur á heimamönnum í Lúxemborg í dag í undankeppni EM en þetta voru fyrstu stig íslensku strákanna á útivelli í undankeppninni. Íslensku strákarnir voru manni fleiri síðasta hálfltíma leiksins en tókst ekki að bæta við mörkin tvö sem liðið skoraði með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleiknum. Ísak Óli Ólafsson, miðvörður Sönderjyske, og Sveinn Aron Guðjohnsen, framherji OB, skoruðu mörk íslenska liðsins í fyrri hálfleiknum. Íslenska liðið hafði unnið alla fjóra heimaleiki sína í keppninni til þessa en tapað báðum útileikjunum með markatölunni 0-8 á móti Svíum og Ítölum. Nú kom því bæði fyrsta markið og fyrstu stigin á útivelli. Íslenska liðið er með 15 stig eftir sjö leiki en liðið er í harðri toppbaráttu í riðlinum við Írland, Ítalíu og Svíþjóð. Það er mikil spenna á toppnum en Ísland og Ítalía eiga leik inni eftir að leik þjóðanna síðasta föstudag var frestað eftir hópsmit innan ítalska liðsins. Íslenska liðið skoraði tvö mörk með tveggja mínútna millibili eftir hálftíma leik. Miðvörðurinn Ísak Óli Ólafsson skoraði fyrra markið á 30. mínútu eftir hornspyrnu frá Ísaki Bergmann Jóhannessyni. Sveinn Aron Guðjohnsen kom íslenska liðinu í 2-0 tveimur mínútum síðar en Sveinn Aron skoraði líka fyrsta mark leiksins í heimaleiknum á móti Lúxemborg auk þess að skora sigurmörkin í 1-0 sigrum á Írum og Svíum. Fyrirliðinn Alfons Sampsted fiskaði tvö gul spjöld á Gianni Medina með níu mínútna millibili i seinni hálfleik og Medina fékk því rautt spjald á 62. mínútu. Íslenska liðið náði ekki að bæta við mörkum manni færri. Fótbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira
Íslenska 21 árs landsliðið vann 2-0 sigur á heimamönnum í Lúxemborg í dag í undankeppni EM en þetta voru fyrstu stig íslensku strákanna á útivelli í undankeppninni. Íslensku strákarnir voru manni fleiri síðasta hálfltíma leiksins en tókst ekki að bæta við mörkin tvö sem liðið skoraði með tveggja mínútna millibili í fyrri hálfleiknum. Ísak Óli Ólafsson, miðvörður Sönderjyske, og Sveinn Aron Guðjohnsen, framherji OB, skoruðu mörk íslenska liðsins í fyrri hálfleiknum. Íslenska liðið hafði unnið alla fjóra heimaleiki sína í keppninni til þessa en tapað báðum útileikjunum með markatölunni 0-8 á móti Svíum og Ítölum. Nú kom því bæði fyrsta markið og fyrstu stigin á útivelli. Íslenska liðið er með 15 stig eftir sjö leiki en liðið er í harðri toppbaráttu í riðlinum við Írland, Ítalíu og Svíþjóð. Það er mikil spenna á toppnum en Ísland og Ítalía eiga leik inni eftir að leik þjóðanna síðasta föstudag var frestað eftir hópsmit innan ítalska liðsins. Íslenska liðið skoraði tvö mörk með tveggja mínútna millibili eftir hálftíma leik. Miðvörðurinn Ísak Óli Ólafsson skoraði fyrra markið á 30. mínútu eftir hornspyrnu frá Ísaki Bergmann Jóhannessyni. Sveinn Aron Guðjohnsen kom íslenska liðinu í 2-0 tveimur mínútum síðar en Sveinn Aron skoraði líka fyrsta mark leiksins í heimaleiknum á móti Lúxemborg auk þess að skora sigurmörkin í 1-0 sigrum á Írum og Svíum. Fyrirliðinn Alfons Sampsted fiskaði tvö gul spjöld á Gianni Medina með níu mínútna millibili i seinni hálfleik og Medina fékk því rautt spjald á 62. mínútu. Íslenska liðið náði ekki að bæta við mörkum manni færri.
Fótbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira