Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2025 07:25 Lögregla hefur eftir vitnum að maðurinn hafi hrint fólki og hrækt á það. Vísir/Egill Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af manni sem sagður var ógna fólki nærri Hallgrímskirkju. Vitni sögðu hann hafa hrint fólki og hrækt á það. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem segir frá verkefnum gærkvöldsins og næturinnar. Fram kemur að lögregla hafi fundið manninn og flutt hann á lögreglustöð þar sem honum hafi verið sleppt að framburði loknum. Í tilkynningunni segir að fjórir hafi gist fangageymslur undir morgun og að nóg hafi verið að gera hjá lögreglu á gamlársdag. „Mjög margar tilkynningar um aðstoðarbeiðnir vegna fólks í annarlegu ástandi, óæskilegar hópamyndanir ungmenna með flugelda, ökumenn undir áhrifum áfengis eða fíkniefna í umferðinni, ágreininga og heimilisofbeldi á heimilum, tónlistarhávaða o.fl.,“ segir í tilkynningunni. Strandaglópar við Gróttuvita Fram kemur að fimm ferðamönnum hafi verið bjargað frá Gróttuvita en þau hafi ekki komist aftur í land þegar það flæddi að. Björgunarsveit var kölluð út sem flutti fólkið í land. Þá segir að nokkrir dyraverðir hafi verið handteknir á skemmtistað í Reykjavík vegna líkamsárásar í tveimur aðskildum málum. Þeir fluttir á lögreglustöðina á Hverfisgötu en látnir lausir að loknum framburði. Herbergið í rúst Á svæði lögreglustöðvar 2, sem nær yfir Hafnarfjörð og Garðabæ, var tilkynnt um að flugeldar hafi sprungið í íbúð. Ólögráða ungmenni hafi þar verið að prófa kveikjara og óvart kveikt í flugelda innandyra. „Herbergið í rúst eftir sprenginguna og notkun slökkvitækis samkvæmt lýsingu en engin slys á fólki.“ Þá segir að tilkynnt hafi verið um hóp stráka sem hafi beint flugeldum að rúðum í íbúðarhverfi. „Rúðan brotnaði við skoteldinn og hlupu þá strákarnir í burtu. Kannað verður hvort öryggismyndavélar hafi náð upptökum af atvikinu sem gæti borið kennsl á drengina.“ Sömuleiðis var lögregla kölluð út vegna manna sem voru að kasta sprengjum í bíla og gangandi vegfarendur og ungmenni sem voru að kasta flugeldum í opið bál. Loks segir að tilkynnt hafi verið um drengi vera að skjóta rakettum inn í grunnskóla í þeim tilgangi að valda skemmdum. Lögreglumál Reykjavík Hallgrímskirkja Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem segir frá verkefnum gærkvöldsins og næturinnar. Fram kemur að lögregla hafi fundið manninn og flutt hann á lögreglustöð þar sem honum hafi verið sleppt að framburði loknum. Í tilkynningunni segir að fjórir hafi gist fangageymslur undir morgun og að nóg hafi verið að gera hjá lögreglu á gamlársdag. „Mjög margar tilkynningar um aðstoðarbeiðnir vegna fólks í annarlegu ástandi, óæskilegar hópamyndanir ungmenna með flugelda, ökumenn undir áhrifum áfengis eða fíkniefna í umferðinni, ágreininga og heimilisofbeldi á heimilum, tónlistarhávaða o.fl.,“ segir í tilkynningunni. Strandaglópar við Gróttuvita Fram kemur að fimm ferðamönnum hafi verið bjargað frá Gróttuvita en þau hafi ekki komist aftur í land þegar það flæddi að. Björgunarsveit var kölluð út sem flutti fólkið í land. Þá segir að nokkrir dyraverðir hafi verið handteknir á skemmtistað í Reykjavík vegna líkamsárásar í tveimur aðskildum málum. Þeir fluttir á lögreglustöðina á Hverfisgötu en látnir lausir að loknum framburði. Herbergið í rúst Á svæði lögreglustöðvar 2, sem nær yfir Hafnarfjörð og Garðabæ, var tilkynnt um að flugeldar hafi sprungið í íbúð. Ólögráða ungmenni hafi þar verið að prófa kveikjara og óvart kveikt í flugelda innandyra. „Herbergið í rúst eftir sprenginguna og notkun slökkvitækis samkvæmt lýsingu en engin slys á fólki.“ Þá segir að tilkynnt hafi verið um hóp stráka sem hafi beint flugeldum að rúðum í íbúðarhverfi. „Rúðan brotnaði við skoteldinn og hlupu þá strákarnir í burtu. Kannað verður hvort öryggismyndavélar hafi náð upptökum af atvikinu sem gæti borið kennsl á drengina.“ Sömuleiðis var lögregla kölluð út vegna manna sem voru að kasta sprengjum í bíla og gangandi vegfarendur og ungmenni sem voru að kasta flugeldum í opið bál. Loks segir að tilkynnt hafi verið um drengi vera að skjóta rakettum inn í grunnskóla í þeim tilgangi að valda skemmdum.
Lögreglumál Reykjavík Hallgrímskirkja Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Sjá meira