Sport

Tvö­faldur Ólympíu­meistari endaði árið á sögu­legan hátt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Beatrice Chebet hleypur hér sigurhringinn á Ólympíuleikunum í París með keníska fánann.
 Beatrice Chebet hleypur hér sigurhringinn á Ólympíuleikunum í París með keníska fánann. Getty/Tim Clayton

Það er ekki auðvelt að gera frábært ár enn betra þegar þú vannst tvenn Ólympíugullverðlaun fyrir aðeins nokkrum mánuðum síðan en henni Beatrice Chebet tókst það.

HIn keníska Chebet endaði árið 2024 nefnilega á sögulegu hlaupi í Barcelona á Gamlársdag.

Hún varð tvöfaldur Ólympíumeistari á leikunum í París í ágúst þegar hún vann bæði 5000 og 10.000 metra hlaupið.

Lokahlaupið Chebet á árinu 2024 var sögulegt en það má segja að hún hafi hlaupið inn í nýtt ár á heimsmetstíma.

Chebet var þá fyrsta konan í sögunni til að hlaupa 5000 metra hlaup á undir fjórtán mínútum.

Chebet sló gamla heimsmetið um nítján sekúndur eða með því að koma í mark á 13 mínútum og 54 sekúndum.

Gamla metið var í eigu hennar og Agnes Jebet sem hlupu á 14 mínútum og þrettán sekúndum. Jebet bætti það met í tíu þúsund metra hlaupi í Valencia í ár en Chebet setti metið á sama stað fyrir ári síðan.

Beatrice Chebet sagði í viðtali á heimasíðu Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, World Athletics, að allt hefði gengið upp hjá henni í hlaupinu.

„Ég taldi ég gæti hlaupið þetta á undir fjórtán mínútum og tókst það. Tvö hlaup í Barcelona og tvö met. Ég get ekki beðið um meira. Á næsta ári [þessu ári] vil ég vill ná í gullið í bæði 5000 og 10.000 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu,“ sagði Chebet.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×