Erlent

Ellefu særðir eftir skot­á­rás við skemmti­stað í New York

Atli Ísleifsson skrifar
Árásin átti sér stað klukkan 23:20 að staðartíma í gærkvöldi. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.
Árásin átti sér stað klukkan 23:20 að staðartíma í gærkvöldi. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty

Ellefu manns hið minnsta eru særðir eftir skotárás fyrir utan skemmtistað í Queens í New York í Bandaríkjunum í nótt.

Bandarískir fjölmiðlar segja árásina hafa átt sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Amazura Night Club í hverfinu Jamaíku í Queens klukkan 23:20 að staðartíma, eða 4:20 að íslenskum tíma.

Mikill viðbúnaður lögreglu og sjúkraliðs er á staðnum.

Lögregla segir í samtali við New York Post að enginn hinna særðu eigi að vera lífshættulega áverka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×