Innlent

Maðurinn er Ís­lendingur á fimm­tugs­aldri

Eiður Þór Árnason skrifar
Frá aðgerðum viðbragðsaðila á gamlársdag.
Frá aðgerðum viðbragðsaðila á gamlársdag. Vísir/Anton Brink

Ökumaður bifreiðar sem fór í sjóinn við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn á gamlársdag er íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri. Hann liggur á gjörgæsludeild Landspítala.

Þetta staðfestir Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. 

Ökumaðurinn var einn í bílnum og var meðvitundarlaus þegar tókst að koma honum út. Framkvæmdar voru endurlífgunartilraunir áður en maðurinn var fluttur á sjúkrahús í mjög alvarlegu ástandi, að sögn lögreglu.

Nærri allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu, auk björgunarkafara, var kallað út eftir að tilkynning barst um málið á öðrum tímanum á gamlársdag. Búið er að ná bílnum upp úr Reykjavíkurhöfn. 

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Ástand mannsins mjög al­var­legt

Einn karlmaður var í bílnum sem fór út af bryggjunni á Ægisgarði í Reykjavík og í höfnina eftir hádegið í gær. Ástand mannsins er sagt mjög alvarlegt en hann var fluttur á Landspítalann eftir að tókst að koma honum úr bílnum.

Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina

Nærri allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu, auk björgunarkafara, var kallað út eftir að tilkynning barst um að bíll hafi farið í sjóinn við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×