Innlent

Krist­rún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Ólafur Kjaran og Kristrún hafa unnið saman í tæplega þrjú ár.
Ólafur Kjaran og Kristrún hafa unnið saman í tæplega þrjú ár. Samfylkingin

Ólafur Kjaran Árnason verður aðstoðarmaður forsætisráðherra. Hann hefur starfað sem aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttur í tæplega þrjú ár. 

Hann hefur skrifað undir samning um áframhaldandi samstarf en hann hefur verið formlegur aðstoðarmaður Kristrúnar síðan hún var kosinn formaður Samfylkingarinnar. Þá aðstoðaði hann Kristrúnu í framboði hennar til formanns.

Ólafur er með meistarapróf í hagfræði frá Cambridge-háskólanum. Hann var áður sjálfstæður ráðgjafi og hefur starfað með ýmsum stjórnmálamönnum. Á síðustu árum hefur Ólafur tekið þátt í starfi Samfylkingarinnar og meðal annars setið í stjórn Ungs jafnaðarfólks, ungliðahreyfingar flokksins.

Þá hafa allir ráðherrar Viðreisnar valið sér aðstoðarmenn.

 Þorbjörg Sigríður dómsmálaráðherra hefur ráðið Jakob Birgisson uppstandara og Þórólf Heiðar lögfræðing. Þorgerður Katrín utanríkisráðherra heldur áfram samstarfi sínu með Ingileif Friðriksdóttur. Hanna Katrín atvinnuvegaráðherra réði Stefaníu Sigurðardóttur en hún var framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar. Daði Már, fjármála- og efnahagsráðherra, réði Jón Steindór, fyrrverandi þingmann Viðreisnar.


Tengdar fréttir

Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu

Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar, verður aðstoðarmaður Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra.

Jón Steindór aðstoðar Daða Má

Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Daða Más Kristóferssonar, nýs fjármála- og efnahagsráðherra. Jón Steindór tók til starfa í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×