Þarf að taka hápólitískar ákvarðanir vegna Sundabrautar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. janúar 2025 14:01 Helga Jóna Jónasdóttir verkefnastjóri hjá Vegagerðinni. Vísir Framkvæmdir við Sundabraut verða boðnar út á Evrópska efnahagssvæðinu að sögn verkefnisstjóra hjá Vegagerðinni. Ef allt gangi upp verði Sundabraut komin í gagnið árið 2032. Margir komi að ákvörðunartöku og mismunandi hagsmunir sem þurfi að taka tillit til í ferlinu Nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur gefið út að hann ætlar að leggja áherslu á að framkvæmdir við Sundabraut hefjist sem fyrst. Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur sett Sundabraut í forgang. Ekki ólíklegt að verkefnið komi til umræðu á vinnufundi ríkisstjórnarinnar sem nú stendur yfir á Þingvöllum.Vísir/Rax Stærsta samgönguverkefni Vegagerðarinnar Vegagerðin hefur í samvinnu við Reykjavík, unnið að undirbúningi Sundabrautar frá Sæbraut að Kjalarnesi. Fram kemur á vef stofnunarinnar að markmið framkvæmdarinnar sé að bæta samgöngur og auka umferðaröryggi. Áætlað sé að framkvæmdir fari fram á árunum 2026-2031. Helga Jóna Jónasdóttir verkefnisstjóri Sundabrautar hjá Vegagerðinni segir að nú sé unnið að mati á umhverfisáhrifum. „Það hyllir undir lok þessarar vinnu á vormánuðum. Afraksturinn verður þá kynntur í formi umhverfismatsskýrslu og drögum að aðalskipulagi Reykjavíkurborgar,“ segir Helga. Sundarbraut merkt með gulri og rauðri línu.Vísir Umhverfismatsskýrslan verði síðan auglýst og ljúki með niðurstöðu Skipulagsstofnunar. Verið sé að horfa til tveggja valkosta. „Stærðargráðan er um og yfir hundrað milljarða króna. Þetta er stærsta einstaka samgönguverkefni sem Vegagerðin hefur ráðist í. Framkvæmdin verður boðin út á evrópska efnahagssvæðinu. Verkefnið verður boðið út sem samvinnuverkefni. Þar sem einkaaðili tekur að sér fjármögnun, framkvæmd, hönnun og rekstur til einhverra áratuga. Hann þiggur fyrir það endurgjald í formi veggjalda. Við erum að kanna að þvera Klettsvík, sem er svæðið milli Sundahafnar og Gufuness, með brú eða jarðgöngum,“ segir hún. Þurfi víðtækt samráð Helga segir að framkvæmdir geti mögulega hafist á næsta eða þarnæsta ári og ljúki mögulega árið 2032. Helga segir verkefnið hafa áhrif víða og margir komi að flókinni ákvörðunartöku. „Það eru margir snertifletir við íbúa og hagsmunaðila þannig að það þarf að vanda alla ákvörðunartöku. Það er alveg ljóst að hagsmunir aðila fara ekki alltaf saman. Það eru hápólitískar ákvarðanir sem ríki, borg og sveitarfélög þurfa að taka í framhaldinu í samráði við íbúa og aðra hagsmunaaðila,“ segir Helga. Sundabraut Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgöngur Vegagerð Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur gefið út að hann ætlar að leggja áherslu á að framkvæmdir við Sundabraut hefjist sem fyrst. Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur sett Sundabraut í forgang. Ekki ólíklegt að verkefnið komi til umræðu á vinnufundi ríkisstjórnarinnar sem nú stendur yfir á Þingvöllum.Vísir/Rax Stærsta samgönguverkefni Vegagerðarinnar Vegagerðin hefur í samvinnu við Reykjavík, unnið að undirbúningi Sundabrautar frá Sæbraut að Kjalarnesi. Fram kemur á vef stofnunarinnar að markmið framkvæmdarinnar sé að bæta samgöngur og auka umferðaröryggi. Áætlað sé að framkvæmdir fari fram á árunum 2026-2031. Helga Jóna Jónasdóttir verkefnisstjóri Sundabrautar hjá Vegagerðinni segir að nú sé unnið að mati á umhverfisáhrifum. „Það hyllir undir lok þessarar vinnu á vormánuðum. Afraksturinn verður þá kynntur í formi umhverfismatsskýrslu og drögum að aðalskipulagi Reykjavíkurborgar,“ segir Helga. Sundarbraut merkt með gulri og rauðri línu.Vísir Umhverfismatsskýrslan verði síðan auglýst og ljúki með niðurstöðu Skipulagsstofnunar. Verið sé að horfa til tveggja valkosta. „Stærðargráðan er um og yfir hundrað milljarða króna. Þetta er stærsta einstaka samgönguverkefni sem Vegagerðin hefur ráðist í. Framkvæmdin verður boðin út á evrópska efnahagssvæðinu. Verkefnið verður boðið út sem samvinnuverkefni. Þar sem einkaaðili tekur að sér fjármögnun, framkvæmd, hönnun og rekstur til einhverra áratuga. Hann þiggur fyrir það endurgjald í formi veggjalda. Við erum að kanna að þvera Klettsvík, sem er svæðið milli Sundahafnar og Gufuness, með brú eða jarðgöngum,“ segir hún. Þurfi víðtækt samráð Helga segir að framkvæmdir geti mögulega hafist á næsta eða þarnæsta ári og ljúki mögulega árið 2032. Helga segir verkefnið hafa áhrif víða og margir komi að flókinni ákvörðunartöku. „Það eru margir snertifletir við íbúa og hagsmunaðila þannig að það þarf að vanda alla ákvörðunartöku. Það er alveg ljóst að hagsmunir aðila fara ekki alltaf saman. Það eru hápólitískar ákvarðanir sem ríki, borg og sveitarfélög þurfa að taka í framhaldinu í samráði við íbúa og aðra hagsmunaaðila,“ segir Helga.
Sundabraut Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgöngur Vegagerð Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira