Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. janúar 2025 07:03 Perlan þróunarfélagið er á lokametrunum í kaupum á Perlunni í Öskjuhlíð á ríflega þrjá og hálfan milljarð króna. Forstjóri segir aðeins eiga eftir að ganga frá formsatriðum og skrifa undir kaupsamninginn við Reykjavíkurborg. Aðsend Eigendur Perlunnar þróunarfélags eru að ganga frá kaupum á Perlunni og tveimur tönkum í Öskjuhlíð af Reykjavíkurborg. Kaupverðið er rúmlega þrír og hálfur milljarður króna. Aðilar eiga eftir að klára samninginn og svo skrifum við undir segir forstjóri þróunarfélagsins. Borgarráð ákvað í júní í fyrra að hefja söluferli á Perlunni og tveimur vatnstönkum. Lágmarksverð var tiltekið þrír og hálfur milljarður króna. Reykjavíkurborg keypti Perluna af Orkuveitunni árið 2013 en húsið var fyrst opnað við hátíðlega athöfn árið 1991. Á meðal kvaðanna sem borgin lagði á herðar áhugasamra kaupenda var að leggja fram upplýsingar um áform þeirra um eignina, veita borginni forkaupsrétt að eigninni, leyfa grunnskólabörnum að heimsækja safn sem verður rekið í Perlunni tvisvar á skólagöngu sinni og halda húsnæðinu, bílastæðinu og lóðinni opinni almenningi endurgjaldslaust eða gegn hóflegu gjaldi. Kaupferlið þrír mánuðir Viðræður um kaup á eigninni hófust svo í nóvember á síðasta ári við Perluna þróunarfélag um kaup á Perlunni og tveimur tönkum. Perlan norðursins sem er í eigu sömu aðila hefur verið leigutaki í húsnæðinu síðustu átta ár. Félagið hefur m.a. verið með jökla- og íshellasýningu í húsnæðinu, norðurljósa- og eldgosasýningar og sýningu sem kallast Öfl náttúrunnar. Á síðasta ári heimsóttu ríflega 434 þúsund gestir sýningarnar. Gunnar Gunnarsson forstjóri Perlunnar segir kaupin á lokametrunum, unnið sé að skjalagerð og síðan verði gengið frá undirskrift. Kaupverðið sé rúmlega þrír og hálfur milljarður króna. „Ástæðan fyrir því að ekki náðist að ljúka við samningsdrögin er að við vorum erlendis allan desember að vinna að nýrri sýningu í Perlunni. Við munum í ár bæta við núverandi sýningar og opna einstaka upplifunarsýningu þar sem gestir upplifa virkt eldfjall og fara þaðan 2.000 metra niður í jörðina,“ segir Gunnar. Salan á Perlunni Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Viðræður standa nú yfir á milli Reykjavíkurborgar og Perlunnar þróunarfélags ehf. um kaup á Perlunni og tveimur tönkum. Í tilkynningu frá borginni segir að Perlan þróunarfélag ehf. hafi verið leigutaki síðustu átta ár. Þá kemur fram í sömu tilkynningu að gengið verði til samningaviðræðna við hæstbjóðendur í Toppstöðina í Elliðaárdal og 125 bílastæði í bílakjallara Hörpu. 7. nóvember 2024 17:59 Eignasala fjármagnar taprekstur Kostulegt var að sjá fyrirsagnir miðlanna í kjölfar birtingu uppgjörs og fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar. Á einum miðlinum var talað um „Hagnað upp á hálfan milljarð”, og á hinum ýmist um „viðsnúning“ og að „hagræðingaraðgerðir“ væru að bera árangur. 7. nóvember 2024 09:56 Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Borgarstjóri segir að takast muni að snúa halla í afgang á rekstri borgarsjóðs strax á þessu ári. Afgangurinn verði síðan tæpir tveir milljarðar á næsta ári. Oddviti Sjálfstæðisflokksins sakar meirihlutann um að hagræða sannleikanum. 5. nóvember 2024 19:32 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira
Borgarráð ákvað í júní í fyrra að hefja söluferli á Perlunni og tveimur vatnstönkum. Lágmarksverð var tiltekið þrír og hálfur milljarður króna. Reykjavíkurborg keypti Perluna af Orkuveitunni árið 2013 en húsið var fyrst opnað við hátíðlega athöfn árið 1991. Á meðal kvaðanna sem borgin lagði á herðar áhugasamra kaupenda var að leggja fram upplýsingar um áform þeirra um eignina, veita borginni forkaupsrétt að eigninni, leyfa grunnskólabörnum að heimsækja safn sem verður rekið í Perlunni tvisvar á skólagöngu sinni og halda húsnæðinu, bílastæðinu og lóðinni opinni almenningi endurgjaldslaust eða gegn hóflegu gjaldi. Kaupferlið þrír mánuðir Viðræður um kaup á eigninni hófust svo í nóvember á síðasta ári við Perluna þróunarfélag um kaup á Perlunni og tveimur tönkum. Perlan norðursins sem er í eigu sömu aðila hefur verið leigutaki í húsnæðinu síðustu átta ár. Félagið hefur m.a. verið með jökla- og íshellasýningu í húsnæðinu, norðurljósa- og eldgosasýningar og sýningu sem kallast Öfl náttúrunnar. Á síðasta ári heimsóttu ríflega 434 þúsund gestir sýningarnar. Gunnar Gunnarsson forstjóri Perlunnar segir kaupin á lokametrunum, unnið sé að skjalagerð og síðan verði gengið frá undirskrift. Kaupverðið sé rúmlega þrír og hálfur milljarður króna. „Ástæðan fyrir því að ekki náðist að ljúka við samningsdrögin er að við vorum erlendis allan desember að vinna að nýrri sýningu í Perlunni. Við munum í ár bæta við núverandi sýningar og opna einstaka upplifunarsýningu þar sem gestir upplifa virkt eldfjall og fara þaðan 2.000 metra niður í jörðina,“ segir Gunnar.
Salan á Perlunni Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Viðræður standa nú yfir á milli Reykjavíkurborgar og Perlunnar þróunarfélags ehf. um kaup á Perlunni og tveimur tönkum. Í tilkynningu frá borginni segir að Perlan þróunarfélag ehf. hafi verið leigutaki síðustu átta ár. Þá kemur fram í sömu tilkynningu að gengið verði til samningaviðræðna við hæstbjóðendur í Toppstöðina í Elliðaárdal og 125 bílastæði í bílakjallara Hörpu. 7. nóvember 2024 17:59 Eignasala fjármagnar taprekstur Kostulegt var að sjá fyrirsagnir miðlanna í kjölfar birtingu uppgjörs og fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar. Á einum miðlinum var talað um „Hagnað upp á hálfan milljarð”, og á hinum ýmist um „viðsnúning“ og að „hagræðingaraðgerðir“ væru að bera árangur. 7. nóvember 2024 09:56 Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Borgarstjóri segir að takast muni að snúa halla í afgang á rekstri borgarsjóðs strax á þessu ári. Afgangurinn verði síðan tæpir tveir milljarðar á næsta ári. Oddviti Sjálfstæðisflokksins sakar meirihlutann um að hagræða sannleikanum. 5. nóvember 2024 19:32 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira
Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Viðræður standa nú yfir á milli Reykjavíkurborgar og Perlunnar þróunarfélags ehf. um kaup á Perlunni og tveimur tönkum. Í tilkynningu frá borginni segir að Perlan þróunarfélag ehf. hafi verið leigutaki síðustu átta ár. Þá kemur fram í sömu tilkynningu að gengið verði til samningaviðræðna við hæstbjóðendur í Toppstöðina í Elliðaárdal og 125 bílastæði í bílakjallara Hörpu. 7. nóvember 2024 17:59
Eignasala fjármagnar taprekstur Kostulegt var að sjá fyrirsagnir miðlanna í kjölfar birtingu uppgjörs og fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar. Á einum miðlinum var talað um „Hagnað upp á hálfan milljarð”, og á hinum ýmist um „viðsnúning“ og að „hagræðingaraðgerðir“ væru að bera árangur. 7. nóvember 2024 09:56
Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Borgarstjóri segir að takast muni að snúa halla í afgang á rekstri borgarsjóðs strax á þessu ári. Afgangurinn verði síðan tæpir tveir milljarðar á næsta ári. Oddviti Sjálfstæðisflokksins sakar meirihlutann um að hagræða sannleikanum. 5. nóvember 2024 19:32