Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2025 09:40 Nikolaj Jacobsen fékk send viðbjóðsleg skilaboð á EM fyrir þremur árum, eftir tap Dana sem bitnaði á Íslandi. Getty/Jure Erzen Nikolaj Jacobsen, landsliðsþjálfari Danmerkur í handbolta, segist hafa fengið viðurstyggileg skilaboð í símann sinn eftir tapið gegn Frakklandi árið 2022, sem leiddi til þess að Ísland komst ekki í undanúrslit á EM. Leikmenn hans fengu einnig hryllileg skilaboð. Danmörk og Frakkland voru í milliriðli með Íslandi á mótinu og mættust í lokaumferðinni. Ef Danmörk hefði unnið leikinn, eftir að hafa verið 17-12 yfir í hálfleik, hefði Ísland komist í undanúrslit. Frakkar höfðu hins vegar að lokum betur, 30-29, og komust í undanúrslitin með Dönum sem voru þegar öruggir um sæti þar. Þessu áttu Íslendingar erfitt með að kyngja og má því miður ætla að einhver þeirra ljótu skilaboða sem Jacobsen fékk eftir leikinn hafi komið frá Íslandi. „Eftir tapið gegn Frökkum árið 2022, sem bitnaði á Íslandi, fékk ég mörg lítt falleg skilaboð. Við skulum bara orða það þannig,“ sagði Jacobsen í viðtali við Ekstra Bladet. Hvað stóð í þeim? „Það stóð að ég ætti að deyja, og að ég væri fífl. Það voru allir þessir hlutir, þrátt fyrir það að ég hefði ekkert með Ísland að gera,“ sagði Jacobsen. Vildi að Nielsen fengi krabbamein í brisi Markvörður hans, Emil Nielsen, segir í sömu grein hjá Ekstra Bladet hafa fengið ljót skilaboð í gegnum tíðina en tekist að hlæja að þeim og leiða þau hjá sér. Til að mynda á EM í Þýskalandi fyrir ári síðan. „Ég fékk ein skemmtileg skilaboð á þýsku á EM [2024]. Eða ekki skemmtileg, en það er ekki annað hægt en að hlæja að þeim. Það var einn sem að óskaði þess að ég fengi krabbamein í brisi,“ sagði Barcelona-stjarnan. Emil Nielsen og Emil Jakobsen á EM fyrir ári síðan. Nielsen fékk ljót skilaboð á mótinu.EPA-EFE/Anna Szilagyi „Þetta voru sem sagt mjög sértæk skilaboð. Það var líka þarna orð á þýsku sem ég vil ekki hafa eftir. En svona er þetta. Þetta er hluti af þessu og allt í lagi með það,“ sagði Nielsen. Leikmenn fengu líka viðbjóðsleg skilaboð Jacobsen er á öðru máli og segir ekki hægt að leiða svona hryllileg skilaboð hjá sér. „Mér finnst þetta ekki vera eitthvað sem hefur engin áhrif á mann, en það má segja að ég hafi lært af þessu. Núna getur fólk ekki lengur skrifað mér svona,“ sagði Jacobsen sem segir leikmenn sína einnig hafa fengið skilaboð eftir tapið sem bitnaði á Íslandi 2022: „Þetta var óþægilegt á sínum tíma. En það var ekki bara ég sem lenti í þessu. Margir af leikmönnum mínum fengu líka virkilega viðbjóðsleg skilaboð á netinu eftir þennan leik,“ sagði Jacobsen. Handbolti HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
Danmörk og Frakkland voru í milliriðli með Íslandi á mótinu og mættust í lokaumferðinni. Ef Danmörk hefði unnið leikinn, eftir að hafa verið 17-12 yfir í hálfleik, hefði Ísland komist í undanúrslit. Frakkar höfðu hins vegar að lokum betur, 30-29, og komust í undanúrslitin með Dönum sem voru þegar öruggir um sæti þar. Þessu áttu Íslendingar erfitt með að kyngja og má því miður ætla að einhver þeirra ljótu skilaboða sem Jacobsen fékk eftir leikinn hafi komið frá Íslandi. „Eftir tapið gegn Frökkum árið 2022, sem bitnaði á Íslandi, fékk ég mörg lítt falleg skilaboð. Við skulum bara orða það þannig,“ sagði Jacobsen í viðtali við Ekstra Bladet. Hvað stóð í þeim? „Það stóð að ég ætti að deyja, og að ég væri fífl. Það voru allir þessir hlutir, þrátt fyrir það að ég hefði ekkert með Ísland að gera,“ sagði Jacobsen. Vildi að Nielsen fengi krabbamein í brisi Markvörður hans, Emil Nielsen, segir í sömu grein hjá Ekstra Bladet hafa fengið ljót skilaboð í gegnum tíðina en tekist að hlæja að þeim og leiða þau hjá sér. Til að mynda á EM í Þýskalandi fyrir ári síðan. „Ég fékk ein skemmtileg skilaboð á þýsku á EM [2024]. Eða ekki skemmtileg, en það er ekki annað hægt en að hlæja að þeim. Það var einn sem að óskaði þess að ég fengi krabbamein í brisi,“ sagði Barcelona-stjarnan. Emil Nielsen og Emil Jakobsen á EM fyrir ári síðan. Nielsen fékk ljót skilaboð á mótinu.EPA-EFE/Anna Szilagyi „Þetta voru sem sagt mjög sértæk skilaboð. Það var líka þarna orð á þýsku sem ég vil ekki hafa eftir. En svona er þetta. Þetta er hluti af þessu og allt í lagi með það,“ sagði Nielsen. Leikmenn fengu líka viðbjóðsleg skilaboð Jacobsen er á öðru máli og segir ekki hægt að leiða svona hryllileg skilaboð hjá sér. „Mér finnst þetta ekki vera eitthvað sem hefur engin áhrif á mann, en það má segja að ég hafi lært af þessu. Núna getur fólk ekki lengur skrifað mér svona,“ sagði Jacobsen sem segir leikmenn sína einnig hafa fengið skilaboð eftir tapið sem bitnaði á Íslandi 2022: „Þetta var óþægilegt á sínum tíma. En það var ekki bara ég sem lenti í þessu. Margir af leikmönnum mínum fengu líka virkilega viðbjóðsleg skilaboð á netinu eftir þennan leik,“ sagði Jacobsen.
Handbolti HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira