Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. janúar 2025 22:01 Gull er alltaf eftirsótt og er talið halda virði sín betur en aðrir hlutir. Víða um austurhluta eru gullnámur í eigu hernaðarhópa. Mynd tengist frétt ekki beint. Getty Þrír kínverskir ríkisborgar voru handteknir með tólf gullstangir og 800 þúsund Bandaríkjadali (um 113 milljónir íslenskra króna) í seðlum í Austur-Kongó. BBC greinir frá málinu, Jacques Purusi, ríkisstjóri Suður-Kivu-héraðs í austurhluta landsins, greindi frá því að mennirnir hefðu falið gullstangirnar og peningaseðlana undir sætum bílanna sem þeir ferðuðust um á. Hann greindi einnig frá því að aðgerðum lögreglu hefði verið haldið leyndum eftir að annar hópur Kínverja, sem var sakaður um að reka ólöglega gullnámu á svæðinu, var leystur úr haldi í síðasta mánuði. Ekki kemur fram nákvæmlega hve mikið af gulli mennirnir voru með, þ.e. stærð gullstanganna. Hefðbundin eins kílóa gullstöng er metin á 85 þúsund Bandaríkjadali sem myndi þýða að tólf slíkar væru virði rúmlega einnar milljónar Bandaríkjadala (um 141 milljón króna). Auðæfum Kongó rænt svo áratugum skiptir Austurhluti Kongó er afar ríkur af gulli, demöntum og ýmiss konar steinefnum sem eru notuð í batterý fyrir bæði síma og rafbíla. Þessum miklu auðævum landsins hefur verið rænt af erlendum hópum frá því á 19. öld og er ein helsta ástæðan fyrir óstöðugleika á svæðinu. Sjálfstæðar hersveitir ráða yfir mörgum námum í austurhluta Kongó og hafa leiðtogar þeirra auðgast með því að selja málma og gull til milliliða. Purusi sagði við fjölmiðla að sumir þessara eðalmálmasala séu í samskiptum við áhrifafólk í höfuðborginni Kinshasa og það sé ástæðan fyrir því að þessi nýjasta lögregluaðgerð var framkvæmd leynilega. Handtakan byggð á ábendingu og fannst fengurinn eftir mikla leit í bílum mannanna skammt frá landamærunum að Rúanda. Menn sigta jarðveginn í leit að gulli í norðausturhluta Kongó.Getty Sautján Kínverjum sleppt úr haldi Ríkisstjórinn sagði blaðamönnum í síðasta mánuði að hann hefði verið hneykslaður að heyra að sautján Kínverjar, sem höfðu verið handteknir vegna gruns um að þeir rækju ólöglega gullnámu, hefðu verið frelsaðir og þeim leyft að snúa aftur til Kína. Þetta græfi undan tilraunum yfirvalda til að hreinsa til í þessum iðnaði landsins. Reuters hafði eftir Purusi að mennirnir hefðu skuldað tíu milljónir Bandaríkjadala (um það bil 1,4 milljarðar) í skatta og sektir til ríkisstjórnar Kongó. Kínverjar hafa ekki svarað ásökunum. Gull er gull, hver sem á því heldur.Getty Austur-Kongó Kína Námuvinnsla Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
BBC greinir frá málinu, Jacques Purusi, ríkisstjóri Suður-Kivu-héraðs í austurhluta landsins, greindi frá því að mennirnir hefðu falið gullstangirnar og peningaseðlana undir sætum bílanna sem þeir ferðuðust um á. Hann greindi einnig frá því að aðgerðum lögreglu hefði verið haldið leyndum eftir að annar hópur Kínverja, sem var sakaður um að reka ólöglega gullnámu á svæðinu, var leystur úr haldi í síðasta mánuði. Ekki kemur fram nákvæmlega hve mikið af gulli mennirnir voru með, þ.e. stærð gullstanganna. Hefðbundin eins kílóa gullstöng er metin á 85 þúsund Bandaríkjadali sem myndi þýða að tólf slíkar væru virði rúmlega einnar milljónar Bandaríkjadala (um 141 milljón króna). Auðæfum Kongó rænt svo áratugum skiptir Austurhluti Kongó er afar ríkur af gulli, demöntum og ýmiss konar steinefnum sem eru notuð í batterý fyrir bæði síma og rafbíla. Þessum miklu auðævum landsins hefur verið rænt af erlendum hópum frá því á 19. öld og er ein helsta ástæðan fyrir óstöðugleika á svæðinu. Sjálfstæðar hersveitir ráða yfir mörgum námum í austurhluta Kongó og hafa leiðtogar þeirra auðgast með því að selja málma og gull til milliliða. Purusi sagði við fjölmiðla að sumir þessara eðalmálmasala séu í samskiptum við áhrifafólk í höfuðborginni Kinshasa og það sé ástæðan fyrir því að þessi nýjasta lögregluaðgerð var framkvæmd leynilega. Handtakan byggð á ábendingu og fannst fengurinn eftir mikla leit í bílum mannanna skammt frá landamærunum að Rúanda. Menn sigta jarðveginn í leit að gulli í norðausturhluta Kongó.Getty Sautján Kínverjum sleppt úr haldi Ríkisstjórinn sagði blaðamönnum í síðasta mánuði að hann hefði verið hneykslaður að heyra að sautján Kínverjar, sem höfðu verið handteknir vegna gruns um að þeir rækju ólöglega gullnámu, hefðu verið frelsaðir og þeim leyft að snúa aftur til Kína. Þetta græfi undan tilraunum yfirvalda til að hreinsa til í þessum iðnaði landsins. Reuters hafði eftir Purusi að mennirnir hefðu skuldað tíu milljónir Bandaríkjadala (um það bil 1,4 milljarðar) í skatta og sektir til ríkisstjórnar Kongó. Kínverjar hafa ekki svarað ásökunum. Gull er gull, hver sem á því heldur.Getty
Austur-Kongó Kína Námuvinnsla Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira