Körfubolti

Körfuboltakvöld. Fram­lenging 12. um­ferðar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það er alltaf fjör þegar þessir þrír koma saman.
Það er alltaf fjör þegar þessir þrír koma saman. Körfuboltakvöld

Framlengingin var á sínum stað í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Þar voru sérfræðingar þáttarins spurðir spjörunum úr af Stefáni Árna Pálssyni þáttastjórnanda.

Að venju sköpuðust líflegar umræður en sérfræðingar þáttarins að þessu sinni voru þeir GAZ-bræður Helgi Már Magnússon og Pavel Ermolinskij. Spurningarnar að þessu sinni voru:

  • Hvaða lið falla?
  • Ættu að vera reglur um fjölda leikmannabreytinga?
  • Hvaða lið í deildinni myndi henta ykkur best?
  • Hver tekur skotið fyrir leiknum?
  • Matarvagn fyrir utan íþróttahús, hvað er í boði?

Hér að neðan má sjá Framlengingu 12. umferðar Körfuboltakvölds.

Klippa: Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×