Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2025 08:13 Sigurvegararnir voru að vonum ánægðir með úrslitin. Getty Það var mikið um dýrðir þegar Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í gær en meðal sigurvegara kvöldsins voru Demi Moore, Zoe Saldana, Adrien Brody og Kieran Culkin. Leikkonan Zendaya þótti bera af á rauða dreglinum.Getty/FilmMagic/Taylor Hill The Brutalist var valin besta dramamynd ársins og Emilia Pérez besta myndin í flokki gaman- og söngleikjamynda. Þá hlaut Peter Straughan verðlaun fyrir besta handritið fyrir Conclave og Viola Davis heiðursverðlaunin sem kennd eru við Cecil B. DeMille. Brody var verðlaunaður fyrir leik sinn í The Brutalist, Zaldana fyrir besta leik í aukahlutverki í Emilia Pérez og Culkin fyrir besta leik í aukahlutverki í myndinni A Real Pain. Fernanda Torres, sem var verðlaunuð fyrir frammistöðu sína í I'm Still Here, vann óvæntan sigur en aðrar leikkonur sem tilnefndar voru fyrir leik í aðalhlutverki í dramamynd voru Angelina Jolie, Nicole Kidman, Tilda Swinton, Kate Winslet og Pamela Anderson. Torres er fyrsta brasilíska leikkonan til að vinna til verðlaunanna í umræddum flokki en í þakkarræðu sinni minntist hún þess að fyrir 25 árum hefði móðir hennar, Fernanda Montenegro, nú 95 ára, verið tilnefnd til Golden Globe fyrir hlutverk sitt í Central Station. Viola Davis og Fernanda Torres brosa sínu blíðasta baksviðs.Getty/Michael Kovac Montenegro, sem var einnig tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir umrætt hlutverk, kemur einnig fram í I'm Still Here, sem persóna Torres á efri árum. Demi Moore þótti hins vegar flytja eina bestu ræðu kvöldsins, þar sem hún benti á að þetta væri í fyrsta sinn sem hún ynni til verðlauna sem leikkona á yfir 40 ára ferli. Moore var verðlaunuð fyrir hlutverk sitt í myndinni The Substance, sem hefur vakið bæði athygli og óhug. Þegar kemur að sjónvarpsþáttum var Jodie Foster verðlaunuð fyrir frammistöðu sína í þáttunum True Detective: Night Country og Jeremy Allen White fyrir hlutverk sitt í The Bear. Þá var Colin Farrell verðlaunaður fyrir The Penguin og Jessica Gunning fyrir Baby Reindeer. Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Golden Globe-verðlaunin Mest lesið Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Lífið Svona var stemningin á Nasa Lífið Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Gagnrýni Eyddu rúmlega tveimur milljónum á mánuði Lífið Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Lífið Hjartnæm orð Demi Moore um Bruce Willis vekja athygli Lífið Eigum að sitja saman á kvöldin en ekki í sitthvoru horninu Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Hlustendaverðlaunin 2025: Ekki annað hægt en að vera í stuði á trylltum tónleikum Lífið Geoff á Prikinu selur miðbæjarperlu Lífið Fleiri fréttir Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Svona var stemningin á Nasa Eigum að sitja saman á kvöldin en ekki í sitthvoru horninu Geoff á Prikinu selur miðbæjarperlu Hlustendaverðlaunin 2025: Ekki annað hægt en að vera í stuði á trylltum tónleikum Góð hönnun getur bætt bæði andlega og líkamlega líðan Björk á forsíðu National Geographic Þróar app sem tengir fólk saman í raunveruleikanum Hlustendaverðlaunin 2025: Tónlistaratriðin sem slógu í gegn Herra Hnetusmjör ótvíræður sigurvegari Hlustendaverðlaunanna Bein útsending: Hlustendaverðlaunin 2025 Hjartnæm orð Demi Moore um Bruce Willis vekja athygli Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Heillaði bónda og útfararstjóra upp úr skónum Birgitta Líf grínast: Segir risamynd af sér fylgja með í kaupunum Eyddu rúmlega tveimur milljónum á mánuði Lífsins gæfa að eignast litla systur með Downs Íslendingar í þriðja sæti yfir hamingjusömustu þjóðirnar Ungfrú Ísland: Kjóstu Netstúlkuna 2025 Á mjög heiðarlegt samband við sig í dag Stjörnufans í fertugsafmæli Rikka G Eftirlætis lasagna fjölskyldunnar Einn og einn Lite bjór ekki að fara að drepa þig Tíðarhringstakturinn magnaður upp á Kjarvalsstöðum Heimir selur íbúð í 101 Fermingardressið fyrir hann „Ég ætla rétt að vona að það sé ekki verið að stríða mér hérna“ Sjá meira
Leikkonan Zendaya þótti bera af á rauða dreglinum.Getty/FilmMagic/Taylor Hill The Brutalist var valin besta dramamynd ársins og Emilia Pérez besta myndin í flokki gaman- og söngleikjamynda. Þá hlaut Peter Straughan verðlaun fyrir besta handritið fyrir Conclave og Viola Davis heiðursverðlaunin sem kennd eru við Cecil B. DeMille. Brody var verðlaunaður fyrir leik sinn í The Brutalist, Zaldana fyrir besta leik í aukahlutverki í Emilia Pérez og Culkin fyrir besta leik í aukahlutverki í myndinni A Real Pain. Fernanda Torres, sem var verðlaunuð fyrir frammistöðu sína í I'm Still Here, vann óvæntan sigur en aðrar leikkonur sem tilnefndar voru fyrir leik í aðalhlutverki í dramamynd voru Angelina Jolie, Nicole Kidman, Tilda Swinton, Kate Winslet og Pamela Anderson. Torres er fyrsta brasilíska leikkonan til að vinna til verðlaunanna í umræddum flokki en í þakkarræðu sinni minntist hún þess að fyrir 25 árum hefði móðir hennar, Fernanda Montenegro, nú 95 ára, verið tilnefnd til Golden Globe fyrir hlutverk sitt í Central Station. Viola Davis og Fernanda Torres brosa sínu blíðasta baksviðs.Getty/Michael Kovac Montenegro, sem var einnig tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir umrætt hlutverk, kemur einnig fram í I'm Still Here, sem persóna Torres á efri árum. Demi Moore þótti hins vegar flytja eina bestu ræðu kvöldsins, þar sem hún benti á að þetta væri í fyrsta sinn sem hún ynni til verðlauna sem leikkona á yfir 40 ára ferli. Moore var verðlaunuð fyrir hlutverk sitt í myndinni The Substance, sem hefur vakið bæði athygli og óhug. Þegar kemur að sjónvarpsþáttum var Jodie Foster verðlaunuð fyrir frammistöðu sína í þáttunum True Detective: Night Country og Jeremy Allen White fyrir hlutverk sitt í The Bear. Þá var Colin Farrell verðlaunaður fyrir The Penguin og Jessica Gunning fyrir Baby Reindeer.
Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Golden Globe-verðlaunin Mest lesið Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Lífið Svona var stemningin á Nasa Lífið Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Gagnrýni Eyddu rúmlega tveimur milljónum á mánuði Lífið Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Lífið Hjartnæm orð Demi Moore um Bruce Willis vekja athygli Lífið Eigum að sitja saman á kvöldin en ekki í sitthvoru horninu Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Hlustendaverðlaunin 2025: Ekki annað hægt en að vera í stuði á trylltum tónleikum Lífið Geoff á Prikinu selur miðbæjarperlu Lífið Fleiri fréttir Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Svona var stemningin á Nasa Eigum að sitja saman á kvöldin en ekki í sitthvoru horninu Geoff á Prikinu selur miðbæjarperlu Hlustendaverðlaunin 2025: Ekki annað hægt en að vera í stuði á trylltum tónleikum Góð hönnun getur bætt bæði andlega og líkamlega líðan Björk á forsíðu National Geographic Þróar app sem tengir fólk saman í raunveruleikanum Hlustendaverðlaunin 2025: Tónlistaratriðin sem slógu í gegn Herra Hnetusmjör ótvíræður sigurvegari Hlustendaverðlaunanna Bein útsending: Hlustendaverðlaunin 2025 Hjartnæm orð Demi Moore um Bruce Willis vekja athygli Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Heillaði bónda og útfararstjóra upp úr skónum Birgitta Líf grínast: Segir risamynd af sér fylgja með í kaupunum Eyddu rúmlega tveimur milljónum á mánuði Lífsins gæfa að eignast litla systur með Downs Íslendingar í þriðja sæti yfir hamingjusömustu þjóðirnar Ungfrú Ísland: Kjóstu Netstúlkuna 2025 Á mjög heiðarlegt samband við sig í dag Stjörnufans í fertugsafmæli Rikka G Eftirlætis lasagna fjölskyldunnar Einn og einn Lite bjór ekki að fara að drepa þig Tíðarhringstakturinn magnaður upp á Kjarvalsstöðum Heimir selur íbúð í 101 Fermingardressið fyrir hann „Ég ætla rétt að vona að það sé ekki verið að stríða mér hérna“ Sjá meira