Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2025 08:13 Sigurvegararnir voru að vonum ánægðir með úrslitin. Getty Það var mikið um dýrðir þegar Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í gær en meðal sigurvegara kvöldsins voru Demi Moore, Zoe Saldana, Adrien Brody og Kieran Culkin. Leikkonan Zendaya þótti bera af á rauða dreglinum.Getty/FilmMagic/Taylor Hill The Brutalist var valin besta dramamynd ársins og Emilia Pérez besta myndin í flokki gaman- og söngleikjamynda. Þá hlaut Peter Straughan verðlaun fyrir besta handritið fyrir Conclave og Viola Davis heiðursverðlaunin sem kennd eru við Cecil B. DeMille. Brody var verðlaunaður fyrir leik sinn í The Brutalist, Zaldana fyrir besta leik í aukahlutverki í Emilia Pérez og Culkin fyrir besta leik í aukahlutverki í myndinni A Real Pain. Fernanda Torres, sem var verðlaunuð fyrir frammistöðu sína í I'm Still Here, vann óvæntan sigur en aðrar leikkonur sem tilnefndar voru fyrir leik í aðalhlutverki í dramamynd voru Angelina Jolie, Nicole Kidman, Tilda Swinton, Kate Winslet og Pamela Anderson. Torres er fyrsta brasilíska leikkonan til að vinna til verðlaunanna í umræddum flokki en í þakkarræðu sinni minntist hún þess að fyrir 25 árum hefði móðir hennar, Fernanda Montenegro, nú 95 ára, verið tilnefnd til Golden Globe fyrir hlutverk sitt í Central Station. Viola Davis og Fernanda Torres brosa sínu blíðasta baksviðs.Getty/Michael Kovac Montenegro, sem var einnig tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir umrætt hlutverk, kemur einnig fram í I'm Still Here, sem persóna Torres á efri árum. Demi Moore þótti hins vegar flytja eina bestu ræðu kvöldsins, þar sem hún benti á að þetta væri í fyrsta sinn sem hún ynni til verðlauna sem leikkona á yfir 40 ára ferli. Moore var verðlaunuð fyrir hlutverk sitt í myndinni The Substance, sem hefur vakið bæði athygli og óhug. Þegar kemur að sjónvarpsþáttum var Jodie Foster verðlaunuð fyrir frammistöðu sína í þáttunum True Detective: Night Country og Jeremy Allen White fyrir hlutverk sitt í The Bear. Þá var Colin Farrell verðlaunaður fyrir The Penguin og Jessica Gunning fyrir Baby Reindeer. Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Golden Globe-verðlaunin Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið Fleiri fréttir Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Sjá meira
Leikkonan Zendaya þótti bera af á rauða dreglinum.Getty/FilmMagic/Taylor Hill The Brutalist var valin besta dramamynd ársins og Emilia Pérez besta myndin í flokki gaman- og söngleikjamynda. Þá hlaut Peter Straughan verðlaun fyrir besta handritið fyrir Conclave og Viola Davis heiðursverðlaunin sem kennd eru við Cecil B. DeMille. Brody var verðlaunaður fyrir leik sinn í The Brutalist, Zaldana fyrir besta leik í aukahlutverki í Emilia Pérez og Culkin fyrir besta leik í aukahlutverki í myndinni A Real Pain. Fernanda Torres, sem var verðlaunuð fyrir frammistöðu sína í I'm Still Here, vann óvæntan sigur en aðrar leikkonur sem tilnefndar voru fyrir leik í aðalhlutverki í dramamynd voru Angelina Jolie, Nicole Kidman, Tilda Swinton, Kate Winslet og Pamela Anderson. Torres er fyrsta brasilíska leikkonan til að vinna til verðlaunanna í umræddum flokki en í þakkarræðu sinni minntist hún þess að fyrir 25 árum hefði móðir hennar, Fernanda Montenegro, nú 95 ára, verið tilnefnd til Golden Globe fyrir hlutverk sitt í Central Station. Viola Davis og Fernanda Torres brosa sínu blíðasta baksviðs.Getty/Michael Kovac Montenegro, sem var einnig tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir umrætt hlutverk, kemur einnig fram í I'm Still Here, sem persóna Torres á efri árum. Demi Moore þótti hins vegar flytja eina bestu ræðu kvöldsins, þar sem hún benti á að þetta væri í fyrsta sinn sem hún ynni til verðlauna sem leikkona á yfir 40 ára ferli. Moore var verðlaunuð fyrir hlutverk sitt í myndinni The Substance, sem hefur vakið bæði athygli og óhug. Þegar kemur að sjónvarpsþáttum var Jodie Foster verðlaunuð fyrir frammistöðu sína í þáttunum True Detective: Night Country og Jeremy Allen White fyrir hlutverk sitt í The Bear. Þá var Colin Farrell verðlaunaður fyrir The Penguin og Jessica Gunning fyrir Baby Reindeer.
Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Golden Globe-verðlaunin Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið Fleiri fréttir Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Sjá meira