Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2025 08:13 Sigurvegararnir voru að vonum ánægðir með úrslitin. Getty Það var mikið um dýrðir þegar Golden Globe verðlaunahátíðin fór fram í gær en meðal sigurvegara kvöldsins voru Demi Moore, Zoe Saldana, Adrien Brody og Kieran Culkin. Leikkonan Zendaya þótti bera af á rauða dreglinum.Getty/FilmMagic/Taylor Hill The Brutalist var valin besta dramamynd ársins og Emilia Pérez besta myndin í flokki gaman- og söngleikjamynda. Þá hlaut Peter Straughan verðlaun fyrir besta handritið fyrir Conclave og Viola Davis heiðursverðlaunin sem kennd eru við Cecil B. DeMille. Brody var verðlaunaður fyrir leik sinn í The Brutalist, Zaldana fyrir besta leik í aukahlutverki í Emilia Pérez og Culkin fyrir besta leik í aukahlutverki í myndinni A Real Pain. Fernanda Torres, sem var verðlaunuð fyrir frammistöðu sína í I'm Still Here, vann óvæntan sigur en aðrar leikkonur sem tilnefndar voru fyrir leik í aðalhlutverki í dramamynd voru Angelina Jolie, Nicole Kidman, Tilda Swinton, Kate Winslet og Pamela Anderson. Torres er fyrsta brasilíska leikkonan til að vinna til verðlaunanna í umræddum flokki en í þakkarræðu sinni minntist hún þess að fyrir 25 árum hefði móðir hennar, Fernanda Montenegro, nú 95 ára, verið tilnefnd til Golden Globe fyrir hlutverk sitt í Central Station. Viola Davis og Fernanda Torres brosa sínu blíðasta baksviðs.Getty/Michael Kovac Montenegro, sem var einnig tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir umrætt hlutverk, kemur einnig fram í I'm Still Here, sem persóna Torres á efri árum. Demi Moore þótti hins vegar flytja eina bestu ræðu kvöldsins, þar sem hún benti á að þetta væri í fyrsta sinn sem hún ynni til verðlauna sem leikkona á yfir 40 ára ferli. Moore var verðlaunuð fyrir hlutverk sitt í myndinni The Substance, sem hefur vakið bæði athygli og óhug. Þegar kemur að sjónvarpsþáttum var Jodie Foster verðlaunuð fyrir frammistöðu sína í þáttunum True Detective: Night Country og Jeremy Allen White fyrir hlutverk sitt í The Bear. Þá var Colin Farrell verðlaunaður fyrir The Penguin og Jessica Gunning fyrir Baby Reindeer. Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Golden Globe-verðlaunin Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Sjá meira
Leikkonan Zendaya þótti bera af á rauða dreglinum.Getty/FilmMagic/Taylor Hill The Brutalist var valin besta dramamynd ársins og Emilia Pérez besta myndin í flokki gaman- og söngleikjamynda. Þá hlaut Peter Straughan verðlaun fyrir besta handritið fyrir Conclave og Viola Davis heiðursverðlaunin sem kennd eru við Cecil B. DeMille. Brody var verðlaunaður fyrir leik sinn í The Brutalist, Zaldana fyrir besta leik í aukahlutverki í Emilia Pérez og Culkin fyrir besta leik í aukahlutverki í myndinni A Real Pain. Fernanda Torres, sem var verðlaunuð fyrir frammistöðu sína í I'm Still Here, vann óvæntan sigur en aðrar leikkonur sem tilnefndar voru fyrir leik í aðalhlutverki í dramamynd voru Angelina Jolie, Nicole Kidman, Tilda Swinton, Kate Winslet og Pamela Anderson. Torres er fyrsta brasilíska leikkonan til að vinna til verðlaunanna í umræddum flokki en í þakkarræðu sinni minntist hún þess að fyrir 25 árum hefði móðir hennar, Fernanda Montenegro, nú 95 ára, verið tilnefnd til Golden Globe fyrir hlutverk sitt í Central Station. Viola Davis og Fernanda Torres brosa sínu blíðasta baksviðs.Getty/Michael Kovac Montenegro, sem var einnig tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir umrætt hlutverk, kemur einnig fram í I'm Still Here, sem persóna Torres á efri árum. Demi Moore þótti hins vegar flytja eina bestu ræðu kvöldsins, þar sem hún benti á að þetta væri í fyrsta sinn sem hún ynni til verðlauna sem leikkona á yfir 40 ára ferli. Moore var verðlaunuð fyrir hlutverk sitt í myndinni The Substance, sem hefur vakið bæði athygli og óhug. Þegar kemur að sjónvarpsþáttum var Jodie Foster verðlaunuð fyrir frammistöðu sína í þáttunum True Detective: Night Country og Jeremy Allen White fyrir hlutverk sitt í The Bear. Þá var Colin Farrell verðlaunaður fyrir The Penguin og Jessica Gunning fyrir Baby Reindeer.
Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Golden Globe-verðlaunin Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Sjá meira