Innlent

Lands­kjör­stjórn ætlar að skila í næstu viku

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum verður rætt við Kristínu Edwald formann landskjörstjórnar en nú er unnið úr tveimur kærum og tveimur umsögnum sem borist hafa vegna framkvæmdar alþingiskosninganna á dögunum. 

Hún býst við að þeirri vinnu ljúki á næstu dögum og að Alþingi fái umsögn um málin í næstu viku. 

Þá heyrum við í formanni FÍB sem kennir fákeppni og skorti á aðhaldi stjórnvalda skýra hátt verð á eldsneyti hér á landi. Það er hærra hér en víðast hvar annars staðar.

Að auki fjöllum við um sannkallað Vigdísaræði sem hefur gripið um sig í kjölfar sjónvarpsþátta um forsetann okkar fyrrverandi en sérstakt námskeið um hana er nú í boði hjá Endurmenntun HÍ.

Í íþróttapakka dagsins förum við yfir úrslitin í Bónusdeild karla og kvenna í gær. 

Klippa: Hádegisfréttir 6. janúar 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×