„Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA. Eru ekki allir komnir með nóg af þessu?,“ spurði Leifur Steinn einn af sérfræðingum þáttarins.
„Ef hann kemst í gang og er heill þá er hann frábær og gæti verið besti maðurinn vallarins í úrslitakeppninni,“ segir Leifur en Leonard kom til baka í NBA-deildinni í leik gegn Atlanta Hawks. Þar lék hann í nítján mínútur og gerði 12 stig.
Hér að neðan má sjá umræðuna um leikmanninn en þátturinn verður á Stöð 2 Sport 2 klukkan átta í kvöld.