Tónlist

Segir Gunna hafa verið skip­stjórann í brúnni

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Björgvin tók að sjálfsögðu lagið um helgina á afmælistónleikum Gunna.
Björgvin tók að sjálfsögðu lagið um helgina á afmælistónleikum Gunna.

Björgvin Halldórsson segir að hæfileikar félaga hans Gunna Þórðarsonar hafi komið snemma í ljós. Gunni hafi verið skipstjórinn í brúnni í stúdíóinu og segist Björgvin hafa lært mikið af honum.

Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar var rætt við Björgvin í tilefni af áttatíu ára stórafmæli Gunna en því var fagnað með pompi og prakt í Hörpu um helgina. Þar var blásið til afmælistónleika í Eldborg og flutningur verka Gunnars í höndum þjóðþekktra tónlistarmanna.

Sjálflært náttúrubarn

Björgvin var að sjálfsögðu mættur að heiðra sinn gamla félaga í Hörpu um helgina. Í Bítinu segir hann að Gunni hafi kennt honum margt.

„Gunnar er náttúrubarn í tónlistinni, sjálflærður í rauninni,“ segir Björgvin sem segist hafa rifjað það upp í Hörpu baksviðs að á áttunda og níunda áratugnum hafi þeir félagar gert fimm til sex plötur á hverju einasta ári.

„Hann var skipstjórinn í brúnni í stúdíói, svona þegar það loksins kom stúdíó,“ segir Björgvin sem rifjar upp að þeir félagar hafi meðal annars haldið út til þess að taka upp plötu Ðe lónlí blú bojs.

Björgvin segir Gunna hafa útsett allt og verið aðalgæinn, haft puttana í öllu saman. Björgvin opnaði tónleikana um helgina með laginu Vesturgata. „Það kom mér á óvart að það voru ekki allir með á hreinu hvaða lag þetta var. Þetta er æðislegt lag, eitt af mínum uppáhalds og þau eru nú mörg eins og Vetrarsól og fleiri.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.