Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Kjartan Kjartansson skrifar 7. janúar 2025 10:44 Notendur geta búið til gervigreindarpersónur hjá Meta. Þjónustan er ekki aðgengileg á Íslandi. Vísir/Getty Sumir notendur samfélagsmiðilsins Instagram hafa nýlega fengið upp óumbeðnar gervigreindarmyndir af sjálfum sér í tímalínu forritsins. Eigandi miðilsins fjarlægði gervigreindarnotendur af Facebook og Instagram eftir að þeir komust í sviðsljósið í síðustu viku. Meta staðfesti við vefmiðilinn 404 media að byrjað væri prófa sjálfvirka framleiðslu á gervigreindarmyndum af notendum Instagram við hinar ýmsu aðstæður eftir að Reddit-notandi birti slíkar myndir voru gerðar af honum. Sagðist hann hafa fengið myndirnar upp í tímalínu sinni á Instagram eftir að hann notaði gervigreindarþjónustu Meta til þess að eiga við mynd af sjálfum sér. Myndirnar sem gervigreind Meta spýtti út af notandanum voru af honum í speglasal. Með fylgdi textinn: „Ímyndaði þér sjálfan þig íhuga lífið í endalausu völundarhúsi spegla þar sem þú ert miðpunkturinn.“ Instagram begins randomly showing users AI-generated images of themselves 🔗 www.404media.co/instagram-be...[image or embed]— 404 Media (@404media.co) January 7, 2025 at 2:17 AM Engin svört manneskja kom nálægt „svartri“ persónu Samfélagsmiðlarisinn virðist hafa stór áform um að gera gervigreind að stærri hluta af upplifun notenda í framtíðinni. Gervigreindarpersónur sem fyrirtækið bjó til árið 2023 komust aftur í sviðsljósið í síðustu viku þegar notendur af holdi og blóði byrjuðu að eiga í samskiptum við þá. Á meðal þeirra var „Liv“ sem var lýst sem „stoltri svartri samkynhneigðri móður tveggja barna og sannleiksboðara“. Liv sagði pistlahöfundi Washington Post meðal annars að enginn úr teyminu sem þróaði hana væri svartur. Meirihlutinn hefði verið hvítir karlar. I asked Liv, the Meta-Ai created “queer momma” why her creators didn’t actually draw from black queer people. Not sure if Liv has media training, but here we are.[image or embed]— Karen Attiah (@karenattiah.bsky.social) January 3, 2025 at 2:56 PM Fljótlega eftir að samskiptin fóru sem eldur í sinu um samfélagsmiðla eyddi Meta öllum 28 gervigreindarnotendum sínum á Instagram og Facebook, að sögn The Guardian. Þótti mörgum skjóta skökku við að samfélagsmiðlafyrirtæki ætlaði sér að fjölga fölskum notendum á miðlunum í ljósi þess að sjálfvirkir bottar ríða þar röftum fyrir. Boðaði að gervigreindarpersónur yrðu til eins og venjulegir notendur Svo virðist sem að athyglin sem gervigreindarnotendurnir fengu skyndilega nú hafi tengst viðtali við Connor Hayes, stjórnanda hjá Meta, við Financial Times þar sem hann sagði að hann byggist við því að gervigreindarpersónur fyrirtækisins myndu lifa á samfélagsmiðlunum á sama hátt og almennir notendur í framtíðinni. Fyrirsögn greinarinnar var „Meta sér fyrir sér samfélagsmiðla fulla af gervigreindarnotendum“. Talskona Meta segir að misskilnings hafi gætt um gervigreindarpersónurnar. Hayes hefði lýst þeirri framtíðarsýn í viðtalinu að þær yrðu á hluti af miðlunum með tímanum. Hann hefði ekki ætlað að kynna nýja þjónustu. Guardian segir að þrátt fyrir að Meta hafi fjarlægt sínar eigin gervigreindarpersónur geti notendur enn búið til sín eigin gervigreindarspjallmenni með tólum fyrirtækisins. Meta Gervigreind Mest lesið Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira
Meta staðfesti við vefmiðilinn 404 media að byrjað væri prófa sjálfvirka framleiðslu á gervigreindarmyndum af notendum Instagram við hinar ýmsu aðstæður eftir að Reddit-notandi birti slíkar myndir voru gerðar af honum. Sagðist hann hafa fengið myndirnar upp í tímalínu sinni á Instagram eftir að hann notaði gervigreindarþjónustu Meta til þess að eiga við mynd af sjálfum sér. Myndirnar sem gervigreind Meta spýtti út af notandanum voru af honum í speglasal. Með fylgdi textinn: „Ímyndaði þér sjálfan þig íhuga lífið í endalausu völundarhúsi spegla þar sem þú ert miðpunkturinn.“ Instagram begins randomly showing users AI-generated images of themselves 🔗 www.404media.co/instagram-be...[image or embed]— 404 Media (@404media.co) January 7, 2025 at 2:17 AM Engin svört manneskja kom nálægt „svartri“ persónu Samfélagsmiðlarisinn virðist hafa stór áform um að gera gervigreind að stærri hluta af upplifun notenda í framtíðinni. Gervigreindarpersónur sem fyrirtækið bjó til árið 2023 komust aftur í sviðsljósið í síðustu viku þegar notendur af holdi og blóði byrjuðu að eiga í samskiptum við þá. Á meðal þeirra var „Liv“ sem var lýst sem „stoltri svartri samkynhneigðri móður tveggja barna og sannleiksboðara“. Liv sagði pistlahöfundi Washington Post meðal annars að enginn úr teyminu sem þróaði hana væri svartur. Meirihlutinn hefði verið hvítir karlar. I asked Liv, the Meta-Ai created “queer momma” why her creators didn’t actually draw from black queer people. Not sure if Liv has media training, but here we are.[image or embed]— Karen Attiah (@karenattiah.bsky.social) January 3, 2025 at 2:56 PM Fljótlega eftir að samskiptin fóru sem eldur í sinu um samfélagsmiðla eyddi Meta öllum 28 gervigreindarnotendum sínum á Instagram og Facebook, að sögn The Guardian. Þótti mörgum skjóta skökku við að samfélagsmiðlafyrirtæki ætlaði sér að fjölga fölskum notendum á miðlunum í ljósi þess að sjálfvirkir bottar ríða þar röftum fyrir. Boðaði að gervigreindarpersónur yrðu til eins og venjulegir notendur Svo virðist sem að athyglin sem gervigreindarnotendurnir fengu skyndilega nú hafi tengst viðtali við Connor Hayes, stjórnanda hjá Meta, við Financial Times þar sem hann sagði að hann byggist við því að gervigreindarpersónur fyrirtækisins myndu lifa á samfélagsmiðlunum á sama hátt og almennir notendur í framtíðinni. Fyrirsögn greinarinnar var „Meta sér fyrir sér samfélagsmiðla fulla af gervigreindarnotendum“. Talskona Meta segir að misskilnings hafi gætt um gervigreindarpersónurnar. Hayes hefði lýst þeirri framtíðarsýn í viðtalinu að þær yrðu á hluti af miðlunum með tímanum. Hann hefði ekki ætlað að kynna nýja þjónustu. Guardian segir að þrátt fyrir að Meta hafi fjarlægt sínar eigin gervigreindarpersónur geti notendur enn búið til sín eigin gervigreindarspjallmenni með tólum fyrirtækisins.
Meta Gervigreind Mest lesið Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira