Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 8. janúar 2025 07:02 Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því að Harpa Magnúsdóttir stofnaði Hoobla árið 2021 en vefvangur Hoobla telur nú um 600 sjálfstætt starfandi sérfræðinga sem um 300 fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög hafa nýtt sér þjónustuna hjá. Vísir/Vilhelm „Við erum að þjónusta bæði lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. En stundum leita einnig einyrkjar til Hoobla, til dæmis sjúkraþjálfarar og tannlæknar, sem þurfa aðstoð frá sérfræðingi vegna breytinga á reglugerðum eða gæðakröfum,“ segir Harpa Magnúsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Hoobla. 600 sjálfstætt starfandi sérfræðingar eru á skrá hjá Hoobla og hafa yfir 300 fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög nýtt sér þjónustu fyrirtækisins. Harpa nefnir bókara og endurskoðendur sem dæmi, nú þegar álagið er mikið og uppgjörstímabilið framundan. Fyrirtæki eru kannski ekki tilbúin til þess að ráða inn nýja starfsmenn. En að fá viðbótarsérfræðing eins og bókara til að vinna með teyminu tímabundið og á meðan álagið er hvað mest getur leyst heilmikinn vanda.“ Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um sjálfstætt starfandi sérfræðinga, sem um allan heim fer hratt fjölgandi. Að starfa sjálfstætt þýðir þá að fólk er ekki skuldbundið vinnuveitendum sem launþegar, heldur starfar fólk í verktöku og velur verkefni, vinnutíma, vinnuveitendur og svo framvegis í samræmi við sínar eigin þarfir eða óskir. Hoobla hópurinn stækkar hratt Mikið vatn hefur þó runnið til sjávar hjá Hoobla, frá því að Atvinnulífið tók Hörpu fyrst tali í árslok árið 2021. Þegar hugmyndafræði fjarvinnu og gigg-heims sjálfstætt starfandi sérfræðinga var að mótast, en þó ekki orðinn eins skýr heimur og fólk þekkir í dag. Því já, Covid einfaldlega breytti öllu. „Þróunin á heimsvísu hefur verið nokkuð stöðug frá því að Hoobla var stofnað árið 2021. Spár gera ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram og samkvæmt Business Research Insights er áætlað að til ársins 2032 verði árleg aukning sjálfstætt starfandi sérfræðinga í heiminum tæplega 17% á ári,“ segir Harpa og bætir við: „Hoobla er í raun vettvangurinn fyrir vinnustaði og sjálfstætt starfandi fólk að mætast. Því vinnustaðir eru oft í vandræðum með að finna rétta sérfræðinginn og sjálfstætt starfandi sérfræðingar alltaf að keppast við að koma sér á framfæri. Hjá Hoobla sameinast þessir tveir hópar.“ Harpa segir ástæðurnar fyrir því að fólk velur að starfa sjálfstætt margvíslegar. „Í Covid fóru margir að hugsa inn á við og hugsa hlutina svolítið upp á nýtt. Ekki allir voru tilbúnir til að fara aftur frá fjarvinnunni og í staðbundið starf. Sumir vildu þá prófa að starfa sjálfstætt og sjá hvernig það gengi. Sumir minnkuðu líka við sig staðbundna vinnu. Lækkuðu kannski starfshlutfallið í 50% en fóru að sinna verkefnum sem sjálfstætt starfandi með og svo framvegis.“ Alls staðar í heiminum er þróunin sú sama: Sjálfstætt starfandi sérfræðingum fjölgar hratt og að talið er mun þeim fjölga um tæp 17% árlega fram til ársins 2032. Harpa segir Hoobla hjálpa viðskiptavinum að finna sérfræðinga við hæfi á sama tíma og pressan á sérfræðinga minnkar að reyna að koma sér á framfæri.Vísir/Vilhelm Sérfræðingarnir á skrá hjá Hoobla eru sérhæfðir í: Mannauðsmálum, gæðamálum, fjármálum, stjórnun, sölu- og markaðsmálum, upplýsingatækni og stafrænni þróun, verkefnastjórnun, breytingastjórnun, stefnumótun, samfélagslegri ábyrgð og sjálfbærri þróun, samningagerð, nýsköpun, stjórnarháttum og vali stjórnarmanna, viðskiptaþróun, vöruþróun, hönnun, þróun, rekstri og bókhaldi. „Það er svo oft sem fyrirtæki eru ekki tilbúin til að ráða fleira starfsfólk og hafa jafnvel ekki burði til þess. Með því að ráða sérfræðing tímabundið til starfa geta fyrirtæki auðveldlega skalað sig hratt upp eða niður eftir því hver þörfin er hverju sinni,“ segir Harpa og bætir við: Starfshlutfallið getur verið allt frá 5-100%, stundum eru þetta tímabundin verkefni, stundum þarf að brúa ákveðið forfallabil, stundum þarf sérhæfða þekkingu til dæmis vegna þess að lagaumhverfið eða reglugerðir eru að breytast og svo framvegis.“ En hverjir geta orðið sérfræðingar hjá Hoobla? Í raun allir sem vilja starfa sjálfstætt. Þó þannig að við skráningu fer viðkomandi í gegnum eftirfarandi ferli: Starfsferill og orðspor sérfræðingsins er skoðað Mannauðsráðgjafi Hoobla tekur viðtal við sérfræðinginn og metur Eftir að verkefnum er lokið eru sótt meðmæli / stjörnugjöf frá viðskiptavinum Enginn getur þó séð nöfn sérfræðinga á vefsíðu Hoobla nema sérfræðingurinn opinberi nafn sitt sjálfur. „Vefvangur Hoobla mátar saman sérfræðinga við þau verkefni sem verið er að óska eftir að ráða tímabundið í og þá gefst sérfræðingnum kostur á að gefa tilboð í verkefni sem vinnustaðir eru að óska eftir og gerir það þá undir nafni.“ Alls kyns góð dæmi Alls kyns verkefni eða aðstæður geta komið upp hjá vinnustöðum, sem kalla á að gott væri að ráða aðila tímabundið til starfa. Og sem dæmi nefnir Harpa: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist? Oft er það þá fjármálastjórinn sem tekur við keflinu tímabundið, sem aftur leiðir til þess að einhver verkefni standa út af sem fjármálastjórinn sinnti áður og svo framvegis. Að brúa svona forfallatímabil er dæmi um eitthvað sem Hoobla hefur tekið þátt í að leysa.“ Harpa segir álagstímabil og toppa oft líka vera ástæðurnar fyrir því að fyrirtæki kalla inn sérfræðing til tímabundinna starfa. ,,Við erum til dæmis að finna mikið fyrir því núna að fyrirtæki eru að leita af bókurum fyrir álagstímabilið sem fylgir uppgjörunum. Við þekkjum það líka að stundum ráða fyrirtæki sérfræðing tímabundið eða í verkefni til að koma í veg fyrir að álagið verði of mikið á teymið sem fyrir er,“ segir Harpa og bætir við: ,,Það er líka algengt að þurfa aðstoð sérfræðinga þegar reglugerðir eru að breytast og innleiða þarf eitthvað nýtt. Þetta erum við að sjá hjá Hoobla að er þörf hjá bæði stærri og smærri aðilum. Það sama á við um sérhæfð svið eins og gæðamál. Tannlæknir á til dæmis ekkert að vera sérfræðingur í gæðamálum og ferlum og það sama á við um sveitarfélag sem þarf kannski að innleiða nýja ferla hjá sér og svo framvegis.“ Annað sem Harpa nefnir eru álagstoppar sem fela í sér gífurlega erfið mál. ,,Tökum til dæmis hópuppsagnir. Sem geta verið gífurlega erfiðar og krefjandi aðstæður fyrir mannauðsteymi að fara í gegnum. Að fá liðsinni sérfræðings til að fara í gegnum þetta tímabil getur hjálpað mikið til svo rétt sé staðið að.“ Þá nefnir Harpa streitu og kulnun. ,,Ég er að merkja nýja bylgju í samfélaginu hvað varðar kulnun og streitu eða ofálag. Það er að minnsta kosti mín upplifun. Að ráða sérfræðing til starfa tímabundið eða í lágt starfshlutfall getur vel verið leið til að sporna gegn þessari þróun enda engra hagur að keyra starfsfólk alveg í kaf.“ Á vefsíðu Hoobla kemur fram að sumir sérfræðingar séu jafnvel starfandi erlendis en eru til í að taka að sér einstaka verkefni heima. ,,Og er þá eftir að nefna landsbyggðina. Því auðvitað er Hoobla að opna þau tækifæri að landsbyggðin getur auðveldlega sótt sér sérfræðinga óháð búsetu og öfugt. Sem dæmi starfar mannauðsráðgjafi sem mannauðsfulltrúi austast á landinu í afleysingum en býr sjálfur á suðvestur horninu,“ segir Harpa og brosir. Þríeykið í Hoobla: Elías Nökkvi Gíslason, Harpa og Guðrún Gerður Steindórsdóttir. Árið 2023 hlaut Hoobla 20 milljóna króna styrk til að þróa hugbúnaðarkerfið sitt en það getur meðal annars mátað sérfræðinga við mismunandi verkefni sem viðskiptavinir eru að falast eftir að fá unnin.Vísir/Vilhelm Alls kyns tækifæri Eitt af því sem Harpa segir líka skýra út hversu öflugur sérfræðingahópur Hoobla er, er vinnumarkaðurinn sjálfur. „Stjórnandi sem hættir í góðu starfi er oft tilbúinn til að bíða eftir rétta starfinu í smá tíma. En þó þannig að viðkomandi sé að gera eitthvað á meðan. Margir skrá sig því sem sérfræðinga tímabundið hjá Hoobla og það hefur verið alveg frábært að fylgjast síðan með sumum, enda með því að vinna bara áfram sem sjálfstætt starfandi sérfræðingar vegna þess að það er að ganga svo vel,“ segir Harpa og brosir. Sjálf þekkir Harpa það af eigin raun hversu erfitt það getur verið að finna rétta sérfræðinginn til tímabundinna starfa. Enda starfaði hún áður sem mannauðstjóri. Oft hefði það nýst henni vel þá, ef vettvangur eins og Hoobla hefði verið til þá. Auðvitað er alltaf hægt að leita til þessara stærri ráðgjafafyrirtækja eða þú getur hringt í vin og spurt ráða. En á Hoobla er oft mjög gaman að upplifa það þegar sérfræðingur hlýtur draumaverkefnið sitt eða vinnustaðurinn fær draumasérfræðinginn sinn til starfa. Einfaldlega vegna þess að þessum aðilum er hjálpað að hittast í gegnum Hoobla.“ Harpa er með B.Sc. í viðskiptafræði og M.Sc. í mannauðstjórnun en hún segir fyrstu rekstrarár Hoobla hafi verið gríðarlega mikið og verðmætt lærdómsferli. „Í fyrstu var maður bara að reyna að komast inn á markaðinn og flest verkefnin sem við vorum að fá í byrjun voru lítil verkefni fyrir lítil fyrirtæki. Þetta hefur gjörbreyst og nú eru það ekkert síður stóru fyrirtækin og stóru verkefnin sem við erum að vinna úr að leysa,“ segir Harpa en bætir við: „Að þessu sögðu er það þó ekkert minna mikilvægt að benda á smærri fyrirtækin. Sem sum hver hafa ekki bolmagn til að ráða í stórar stöður eins og fjármálastjóra eða mannauðsstjóra. En geta gert það með því að vera með samning við sérfræðing um hlutastarf.“ Árið 2023 hlaut Hoobla 20 milljóna króna styrk frá Tækniþróunarsjóði. „Það er auðvitað frábært hversu öflugt og gott styrkjaumhverfið er á Íslandi. Enda má með sanni segja að ég væri ekki á þeim stað sem Hoobla er í dag, ef ekki hefði verið fyrir þennan styrk.“ Með styrknum var hægt að gefa í hugbúnaðarþróun kerfis Hoobla og við það hafi opnast mörg tækifæri. „Það eru alveg til sambærileg fyrirtæki erlendis en íslenskir sérfræðingar eru ekki að skrá sig þar eða íslensk fyrirtæki að leita þar. Og þótt oft sé verið að leita af erlendum sérfræðingum fyrir ýmiss verkefni, eru svo mörg verkefni þess eðlis að fyrirtæki og stofnanir þurfa einfaldlega á íslenskum sérfræðingi að halda.“ Harpa nefnir mörg dæmi um það hvernig viðskiptavinir eru að nýta sér þjónustu Hoobla. Allt frá stærri fyrirtækjum í smærri, stofnanir, sveitarfélög eða einyrkja. Að ráða tímabundið getur verið vegna tímabundinna veikinda, álags eða vinnutarnar, verkefnatengt, reglugerðir að breytast og svo framvegis.Vísir/Vilhelm Sjálf segir Harpa Hoobla vera ákveðið svar við þeim sérfræðingaskorti sem oft er talað um. „Fyrir lítið land eins og Ísland skiptir miklu máli að deila reynslu okkar þegar það er hægt. Ég sé mikil vaxtartækifæri fyrir því,“ segir Harpa og bætir við: „Sem dæmi nefni ég mann sem starfar hjá hugbúnaðarfyrirtæki en er líka skráður á Hoobla og tók þátt í verkefni fyrir annað hugbúnaðarfyrirtæki. Enda hafði það verkefni ekkert með starfsemi þessara fyrirtækja að gera heldur ákveðna hugmyndafræði við verkefnastjórnun þar sem hans sérfræðiþekking nýttist mjög vel.“ Harpa segist líka afar stolt af mörgum góðum reynslusögum þeirra sem starfa sem sérfræðingar hjá Hoobla. „Fólk getur dottið út af vinnumarkaði tímabundið af ýmsum ástæðum. Veikindum, kulnun og fleira. Að komast aftur inn á vinnumarkaðinn þegar fólk er búið að jafna sig getur alveg tekið á andlega, ef ekkert starf er í boði fljótlega. Sérstaklega fyrir fólk sem kannski áður starfaði í góðu stjórnendastarfi. Ég hef hins vegar fylgst með fólki í svona aðstæðum byrja að vinna sjálfstætt og séð boltann hjá þeim fara að rúlla þannig að viðkomandi fer að vaxa og dafna sem sjálfstætt starfandi sérfræðingur.“ En kemur það fyrir að fyrirtæki eru síðan að ráða sérfræðingana til starfa til sín? „Nei Hoobla er ekki ráðningaþjónusta þótt auðvitað hafi komið upp sú staða að við höfum liðsinnt í slíkum málum og fengið okkar þóknun fyrir. En skýringin á þessu er einfaldlega sú að hjá Hoobla er fólk að skrá sig sem sérfræðinga vegna þess að það velur að starfa sjálfstætt sem slíkt. Ég hef því líka séð dæmi um að fyrirtæki hafa boðið sérfræðingi starf sem viðkomandi sérfræðingur hefur hafnað þar sem hann vildi vinna sjálfstætt áfram.“ Mannauðsmál Stjórnun Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Starfsframi Tækni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Tengdar fréttir „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Þegar ég kom inn á vinnumarkaðinn fyrst hvarflaði það ekki að mörgu fólki um þrítugt að fara að vinna hjá hinu opinbera, það þótti svolítið vera eins og að setjast í „helgan stein,“ segir Baldur Gísli Jónsson yfirmaður mannauðsráðgjafar Intellecta. 2. janúar 2025 07:02 „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ „Við héldum málþing um þessi samskipti vinnuveitenda við stéttarfélögin því sú staða kemur reglulega upp að velta má fyrir sér; Hvor rétturinn er mikilvægari, vinnurétturinn eða vinnuverndin?“ segir Adriana Karolina Pétursdóttir formaður Mannauðs, samtaka mannauðsfólks á Íslandi. 18. desember 2024 06:18 Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ „Já ég var ráðin driffjöður átaksverkefnisins sem mér finnst frábær titill og ég vona að fleiri muni taka upp,“ segir Ásdís Eir Símonardóttir og hlær, en Ásdís sjálfstætt starfandi stjórnenda- og mannauðsráðgjafi. 27. nóvember 2024 07:02 Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska,“ segir Athena Neve Leex, stjórnarkona í UAK, félagi Ungra athafnakvenna, í samtali um mikilvægi fjölmenningar og inngildingar en í byrjun þessa mánaðar stóð félagið fyrir viðburði þessu máli tengt. 20. nóvember 2024 07:01 „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel,“ segir Margrét Guðmundsdóttir stjórnarkona og fyrrum forstjóri í samtali um hvernig íslenskt atvinnulíf getur nýtt sér betur reynslu þeirra sem eldri eru. Og vilja miðla þeirri reynslu til annarra. 14. nóvember 2024 07:03 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
600 sjálfstætt starfandi sérfræðingar eru á skrá hjá Hoobla og hafa yfir 300 fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög nýtt sér þjónustu fyrirtækisins. Harpa nefnir bókara og endurskoðendur sem dæmi, nú þegar álagið er mikið og uppgjörstímabilið framundan. Fyrirtæki eru kannski ekki tilbúin til þess að ráða inn nýja starfsmenn. En að fá viðbótarsérfræðing eins og bókara til að vinna með teyminu tímabundið og á meðan álagið er hvað mest getur leyst heilmikinn vanda.“ Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um sjálfstætt starfandi sérfræðinga, sem um allan heim fer hratt fjölgandi. Að starfa sjálfstætt þýðir þá að fólk er ekki skuldbundið vinnuveitendum sem launþegar, heldur starfar fólk í verktöku og velur verkefni, vinnutíma, vinnuveitendur og svo framvegis í samræmi við sínar eigin þarfir eða óskir. Hoobla hópurinn stækkar hratt Mikið vatn hefur þó runnið til sjávar hjá Hoobla, frá því að Atvinnulífið tók Hörpu fyrst tali í árslok árið 2021. Þegar hugmyndafræði fjarvinnu og gigg-heims sjálfstætt starfandi sérfræðinga var að mótast, en þó ekki orðinn eins skýr heimur og fólk þekkir í dag. Því já, Covid einfaldlega breytti öllu. „Þróunin á heimsvísu hefur verið nokkuð stöðug frá því að Hoobla var stofnað árið 2021. Spár gera ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram og samkvæmt Business Research Insights er áætlað að til ársins 2032 verði árleg aukning sjálfstætt starfandi sérfræðinga í heiminum tæplega 17% á ári,“ segir Harpa og bætir við: „Hoobla er í raun vettvangurinn fyrir vinnustaði og sjálfstætt starfandi fólk að mætast. Því vinnustaðir eru oft í vandræðum með að finna rétta sérfræðinginn og sjálfstætt starfandi sérfræðingar alltaf að keppast við að koma sér á framfæri. Hjá Hoobla sameinast þessir tveir hópar.“ Harpa segir ástæðurnar fyrir því að fólk velur að starfa sjálfstætt margvíslegar. „Í Covid fóru margir að hugsa inn á við og hugsa hlutina svolítið upp á nýtt. Ekki allir voru tilbúnir til að fara aftur frá fjarvinnunni og í staðbundið starf. Sumir vildu þá prófa að starfa sjálfstætt og sjá hvernig það gengi. Sumir minnkuðu líka við sig staðbundna vinnu. Lækkuðu kannski starfshlutfallið í 50% en fóru að sinna verkefnum sem sjálfstætt starfandi með og svo framvegis.“ Alls staðar í heiminum er þróunin sú sama: Sjálfstætt starfandi sérfræðingum fjölgar hratt og að talið er mun þeim fjölga um tæp 17% árlega fram til ársins 2032. Harpa segir Hoobla hjálpa viðskiptavinum að finna sérfræðinga við hæfi á sama tíma og pressan á sérfræðinga minnkar að reyna að koma sér á framfæri.Vísir/Vilhelm Sérfræðingarnir á skrá hjá Hoobla eru sérhæfðir í: Mannauðsmálum, gæðamálum, fjármálum, stjórnun, sölu- og markaðsmálum, upplýsingatækni og stafrænni þróun, verkefnastjórnun, breytingastjórnun, stefnumótun, samfélagslegri ábyrgð og sjálfbærri þróun, samningagerð, nýsköpun, stjórnarháttum og vali stjórnarmanna, viðskiptaþróun, vöruþróun, hönnun, þróun, rekstri og bókhaldi. „Það er svo oft sem fyrirtæki eru ekki tilbúin til að ráða fleira starfsfólk og hafa jafnvel ekki burði til þess. Með því að ráða sérfræðing tímabundið til starfa geta fyrirtæki auðveldlega skalað sig hratt upp eða niður eftir því hver þörfin er hverju sinni,“ segir Harpa og bætir við: Starfshlutfallið getur verið allt frá 5-100%, stundum eru þetta tímabundin verkefni, stundum þarf að brúa ákveðið forfallabil, stundum þarf sérhæfða þekkingu til dæmis vegna þess að lagaumhverfið eða reglugerðir eru að breytast og svo framvegis.“ En hverjir geta orðið sérfræðingar hjá Hoobla? Í raun allir sem vilja starfa sjálfstætt. Þó þannig að við skráningu fer viðkomandi í gegnum eftirfarandi ferli: Starfsferill og orðspor sérfræðingsins er skoðað Mannauðsráðgjafi Hoobla tekur viðtal við sérfræðinginn og metur Eftir að verkefnum er lokið eru sótt meðmæli / stjörnugjöf frá viðskiptavinum Enginn getur þó séð nöfn sérfræðinga á vefsíðu Hoobla nema sérfræðingurinn opinberi nafn sitt sjálfur. „Vefvangur Hoobla mátar saman sérfræðinga við þau verkefni sem verið er að óska eftir að ráða tímabundið í og þá gefst sérfræðingnum kostur á að gefa tilboð í verkefni sem vinnustaðir eru að óska eftir og gerir það þá undir nafni.“ Alls kyns góð dæmi Alls kyns verkefni eða aðstæður geta komið upp hjá vinnustöðum, sem kalla á að gott væri að ráða aðila tímabundið til starfa. Og sem dæmi nefnir Harpa: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist? Oft er það þá fjármálastjórinn sem tekur við keflinu tímabundið, sem aftur leiðir til þess að einhver verkefni standa út af sem fjármálastjórinn sinnti áður og svo framvegis. Að brúa svona forfallatímabil er dæmi um eitthvað sem Hoobla hefur tekið þátt í að leysa.“ Harpa segir álagstímabil og toppa oft líka vera ástæðurnar fyrir því að fyrirtæki kalla inn sérfræðing til tímabundinna starfa. ,,Við erum til dæmis að finna mikið fyrir því núna að fyrirtæki eru að leita af bókurum fyrir álagstímabilið sem fylgir uppgjörunum. Við þekkjum það líka að stundum ráða fyrirtæki sérfræðing tímabundið eða í verkefni til að koma í veg fyrir að álagið verði of mikið á teymið sem fyrir er,“ segir Harpa og bætir við: ,,Það er líka algengt að þurfa aðstoð sérfræðinga þegar reglugerðir eru að breytast og innleiða þarf eitthvað nýtt. Þetta erum við að sjá hjá Hoobla að er þörf hjá bæði stærri og smærri aðilum. Það sama á við um sérhæfð svið eins og gæðamál. Tannlæknir á til dæmis ekkert að vera sérfræðingur í gæðamálum og ferlum og það sama á við um sveitarfélag sem þarf kannski að innleiða nýja ferla hjá sér og svo framvegis.“ Annað sem Harpa nefnir eru álagstoppar sem fela í sér gífurlega erfið mál. ,,Tökum til dæmis hópuppsagnir. Sem geta verið gífurlega erfiðar og krefjandi aðstæður fyrir mannauðsteymi að fara í gegnum. Að fá liðsinni sérfræðings til að fara í gegnum þetta tímabil getur hjálpað mikið til svo rétt sé staðið að.“ Þá nefnir Harpa streitu og kulnun. ,,Ég er að merkja nýja bylgju í samfélaginu hvað varðar kulnun og streitu eða ofálag. Það er að minnsta kosti mín upplifun. Að ráða sérfræðing til starfa tímabundið eða í lágt starfshlutfall getur vel verið leið til að sporna gegn þessari þróun enda engra hagur að keyra starfsfólk alveg í kaf.“ Á vefsíðu Hoobla kemur fram að sumir sérfræðingar séu jafnvel starfandi erlendis en eru til í að taka að sér einstaka verkefni heima. ,,Og er þá eftir að nefna landsbyggðina. Því auðvitað er Hoobla að opna þau tækifæri að landsbyggðin getur auðveldlega sótt sér sérfræðinga óháð búsetu og öfugt. Sem dæmi starfar mannauðsráðgjafi sem mannauðsfulltrúi austast á landinu í afleysingum en býr sjálfur á suðvestur horninu,“ segir Harpa og brosir. Þríeykið í Hoobla: Elías Nökkvi Gíslason, Harpa og Guðrún Gerður Steindórsdóttir. Árið 2023 hlaut Hoobla 20 milljóna króna styrk til að þróa hugbúnaðarkerfið sitt en það getur meðal annars mátað sérfræðinga við mismunandi verkefni sem viðskiptavinir eru að falast eftir að fá unnin.Vísir/Vilhelm Alls kyns tækifæri Eitt af því sem Harpa segir líka skýra út hversu öflugur sérfræðingahópur Hoobla er, er vinnumarkaðurinn sjálfur. „Stjórnandi sem hættir í góðu starfi er oft tilbúinn til að bíða eftir rétta starfinu í smá tíma. En þó þannig að viðkomandi sé að gera eitthvað á meðan. Margir skrá sig því sem sérfræðinga tímabundið hjá Hoobla og það hefur verið alveg frábært að fylgjast síðan með sumum, enda með því að vinna bara áfram sem sjálfstætt starfandi sérfræðingar vegna þess að það er að ganga svo vel,“ segir Harpa og brosir. Sjálf þekkir Harpa það af eigin raun hversu erfitt það getur verið að finna rétta sérfræðinginn til tímabundinna starfa. Enda starfaði hún áður sem mannauðstjóri. Oft hefði það nýst henni vel þá, ef vettvangur eins og Hoobla hefði verið til þá. Auðvitað er alltaf hægt að leita til þessara stærri ráðgjafafyrirtækja eða þú getur hringt í vin og spurt ráða. En á Hoobla er oft mjög gaman að upplifa það þegar sérfræðingur hlýtur draumaverkefnið sitt eða vinnustaðurinn fær draumasérfræðinginn sinn til starfa. Einfaldlega vegna þess að þessum aðilum er hjálpað að hittast í gegnum Hoobla.“ Harpa er með B.Sc. í viðskiptafræði og M.Sc. í mannauðstjórnun en hún segir fyrstu rekstrarár Hoobla hafi verið gríðarlega mikið og verðmætt lærdómsferli. „Í fyrstu var maður bara að reyna að komast inn á markaðinn og flest verkefnin sem við vorum að fá í byrjun voru lítil verkefni fyrir lítil fyrirtæki. Þetta hefur gjörbreyst og nú eru það ekkert síður stóru fyrirtækin og stóru verkefnin sem við erum að vinna úr að leysa,“ segir Harpa en bætir við: „Að þessu sögðu er það þó ekkert minna mikilvægt að benda á smærri fyrirtækin. Sem sum hver hafa ekki bolmagn til að ráða í stórar stöður eins og fjármálastjóra eða mannauðsstjóra. En geta gert það með því að vera með samning við sérfræðing um hlutastarf.“ Árið 2023 hlaut Hoobla 20 milljóna króna styrk frá Tækniþróunarsjóði. „Það er auðvitað frábært hversu öflugt og gott styrkjaumhverfið er á Íslandi. Enda má með sanni segja að ég væri ekki á þeim stað sem Hoobla er í dag, ef ekki hefði verið fyrir þennan styrk.“ Með styrknum var hægt að gefa í hugbúnaðarþróun kerfis Hoobla og við það hafi opnast mörg tækifæri. „Það eru alveg til sambærileg fyrirtæki erlendis en íslenskir sérfræðingar eru ekki að skrá sig þar eða íslensk fyrirtæki að leita þar. Og þótt oft sé verið að leita af erlendum sérfræðingum fyrir ýmiss verkefni, eru svo mörg verkefni þess eðlis að fyrirtæki og stofnanir þurfa einfaldlega á íslenskum sérfræðingi að halda.“ Harpa nefnir mörg dæmi um það hvernig viðskiptavinir eru að nýta sér þjónustu Hoobla. Allt frá stærri fyrirtækjum í smærri, stofnanir, sveitarfélög eða einyrkja. Að ráða tímabundið getur verið vegna tímabundinna veikinda, álags eða vinnutarnar, verkefnatengt, reglugerðir að breytast og svo framvegis.Vísir/Vilhelm Sjálf segir Harpa Hoobla vera ákveðið svar við þeim sérfræðingaskorti sem oft er talað um. „Fyrir lítið land eins og Ísland skiptir miklu máli að deila reynslu okkar þegar það er hægt. Ég sé mikil vaxtartækifæri fyrir því,“ segir Harpa og bætir við: „Sem dæmi nefni ég mann sem starfar hjá hugbúnaðarfyrirtæki en er líka skráður á Hoobla og tók þátt í verkefni fyrir annað hugbúnaðarfyrirtæki. Enda hafði það verkefni ekkert með starfsemi þessara fyrirtækja að gera heldur ákveðna hugmyndafræði við verkefnastjórnun þar sem hans sérfræðiþekking nýttist mjög vel.“ Harpa segist líka afar stolt af mörgum góðum reynslusögum þeirra sem starfa sem sérfræðingar hjá Hoobla. „Fólk getur dottið út af vinnumarkaði tímabundið af ýmsum ástæðum. Veikindum, kulnun og fleira. Að komast aftur inn á vinnumarkaðinn þegar fólk er búið að jafna sig getur alveg tekið á andlega, ef ekkert starf er í boði fljótlega. Sérstaklega fyrir fólk sem kannski áður starfaði í góðu stjórnendastarfi. Ég hef hins vegar fylgst með fólki í svona aðstæðum byrja að vinna sjálfstætt og séð boltann hjá þeim fara að rúlla þannig að viðkomandi fer að vaxa og dafna sem sjálfstætt starfandi sérfræðingur.“ En kemur það fyrir að fyrirtæki eru síðan að ráða sérfræðingana til starfa til sín? „Nei Hoobla er ekki ráðningaþjónusta þótt auðvitað hafi komið upp sú staða að við höfum liðsinnt í slíkum málum og fengið okkar þóknun fyrir. En skýringin á þessu er einfaldlega sú að hjá Hoobla er fólk að skrá sig sem sérfræðinga vegna þess að það velur að starfa sjálfstætt sem slíkt. Ég hef því líka séð dæmi um að fyrirtæki hafa boðið sérfræðingi starf sem viðkomandi sérfræðingur hefur hafnað þar sem hann vildi vinna sjálfstætt áfram.“
Mannauðsmál Stjórnun Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Starfsframi Tækni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Tengdar fréttir „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Þegar ég kom inn á vinnumarkaðinn fyrst hvarflaði það ekki að mörgu fólki um þrítugt að fara að vinna hjá hinu opinbera, það þótti svolítið vera eins og að setjast í „helgan stein,“ segir Baldur Gísli Jónsson yfirmaður mannauðsráðgjafar Intellecta. 2. janúar 2025 07:02 „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ „Við héldum málþing um þessi samskipti vinnuveitenda við stéttarfélögin því sú staða kemur reglulega upp að velta má fyrir sér; Hvor rétturinn er mikilvægari, vinnurétturinn eða vinnuverndin?“ segir Adriana Karolina Pétursdóttir formaður Mannauðs, samtaka mannauðsfólks á Íslandi. 18. desember 2024 06:18 Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ „Já ég var ráðin driffjöður átaksverkefnisins sem mér finnst frábær titill og ég vona að fleiri muni taka upp,“ segir Ásdís Eir Símonardóttir og hlær, en Ásdís sjálfstætt starfandi stjórnenda- og mannauðsráðgjafi. 27. nóvember 2024 07:02 Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska,“ segir Athena Neve Leex, stjórnarkona í UAK, félagi Ungra athafnakvenna, í samtali um mikilvægi fjölmenningar og inngildingar en í byrjun þessa mánaðar stóð félagið fyrir viðburði þessu máli tengt. 20. nóvember 2024 07:01 „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel,“ segir Margrét Guðmundsdóttir stjórnarkona og fyrrum forstjóri í samtali um hvernig íslenskt atvinnulíf getur nýtt sér betur reynslu þeirra sem eldri eru. Og vilja miðla þeirri reynslu til annarra. 14. nóvember 2024 07:03 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Þegar ég kom inn á vinnumarkaðinn fyrst hvarflaði það ekki að mörgu fólki um þrítugt að fara að vinna hjá hinu opinbera, það þótti svolítið vera eins og að setjast í „helgan stein,“ segir Baldur Gísli Jónsson yfirmaður mannauðsráðgjafar Intellecta. 2. janúar 2025 07:02
„Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ „Við héldum málþing um þessi samskipti vinnuveitenda við stéttarfélögin því sú staða kemur reglulega upp að velta má fyrir sér; Hvor rétturinn er mikilvægari, vinnurétturinn eða vinnuverndin?“ segir Adriana Karolina Pétursdóttir formaður Mannauðs, samtaka mannauðsfólks á Íslandi. 18. desember 2024 06:18
Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ „Já ég var ráðin driffjöður átaksverkefnisins sem mér finnst frábær titill og ég vona að fleiri muni taka upp,“ segir Ásdís Eir Símonardóttir og hlær, en Ásdís sjálfstætt starfandi stjórnenda- og mannauðsráðgjafi. 27. nóvember 2024 07:02
Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska,“ segir Athena Neve Leex, stjórnarkona í UAK, félagi Ungra athafnakvenna, í samtali um mikilvægi fjölmenningar og inngildingar en í byrjun þessa mánaðar stóð félagið fyrir viðburði þessu máli tengt. 20. nóvember 2024 07:01
„Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel,“ segir Margrét Guðmundsdóttir stjórnarkona og fyrrum forstjóri í samtali um hvernig íslenskt atvinnulíf getur nýtt sér betur reynslu þeirra sem eldri eru. Og vilja miðla þeirri reynslu til annarra. 14. nóvember 2024 07:03