Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar 8. janúar 2025 09:32 Bandaríski fyrirlesarinn Jim Rohn (1930–2009) sem ég held mikið upp á sagði einu sinni: „Meginástæðan fyrir því að setja sér markmið er að laða fram þá útgáfu af þér sem getur náð þeim.“ Nú þegar nýtt ár gengur í garð gefa fjöldamargir sér fyrirheit um að léttast, spara fjármuni eða tileinka sér nýja færni. Færri huga þó að því hvernig slík markmið geta umbreytt okkur á djúpstæðan hátt. Rohn bendir á að markmið snúist ekki aðeins um það sem þau færa okkur, nýjar venjur, aukinn sparnað eða betra heilsufar, heldur hver við verðum á leiðinni til að ná þeim. Með öðrum orðum, hvernig við umbreytumst til að verða færari um að uppfylla kröfurnar sem markmiðin kalla á. Rannsóknir sýna jafnframt að hamingjan kviknar frekar í viðvarandi vegferð að framförum en í skammvinnri sigurvímu við að komast í mark. Albert Schweitzer (1875–1965) orðaði það svo: „Velgengni er ekki lykillinn að hamingju. Hamingja er lykillinn að velgengni. Ef þú elskar það sem þú gerir, muntu verða farsæll.“ Ef við sækjumst eftir bættri heilsu eða fjárhagslegu sjálfstæði getum við fundið varanlegri gleði í daglegum framfaraskrefum fremur en í lokaniðurstöðunni sjálfri. Ástæðan er sú að hver við verðum á leið að settu marki—sterkari, agaðri og meðvitaðri—einkennir okkur löngu eftir að markinu er náð. Raunverulegur tilgangur markmiða: Þegar þú stefnir að ákveðnu takmarki, til dæmis „Ég hleyp þrjá kílómetra hvern morgun“ eða „Ég legg fast hlutfall af launum mínum fyrir mánaðarlega“—opnast möguleiki á sjálfsumbreytingu. Aðalávinningurinn er ekki aðeins aukið úthald eða stærri bankareikningur, heldur hinn skerpti vilji og breytta framtíðarsýn sem þú ávinnur þér. Hvert skref fram á við, jafnvel mistök, gefur tækifæri til að betrumbæta og fínstilla stefnuna. Winston Churchill (1874–1965) orðaði það snilldarlega þegar hann sagði: „Farsæld er að fatast áfram frá einum óförum til annarra án þess að glata eldmóðnum.“ Will Durant (1885–1981) sagði að kjarninn í speki forngríska heimspekingsins Aristótelesar sem var sjálfur lærimeistari Alexanders mikla væri: „Við erum það sem við gerum aftur og aftur. Velgengni er því ekki einstök athöfn, heldur ávani.“ Með því að endurtaka skrefin styrkirðu samspil hugar og handar, anda og efnis. Þannig mótarðu nýjar venjur, æfir þig í að finna lausnir og uppgötvar seiglu sem þú vissir ekki að byggi innra með þér. Ánægjan sem felst í vegferðinni: Margir gera ráð fyrir að hamingjan fylgi sjálfkrafa þegar lokatakmarki er náð, til dæmis þegar kjörþyngd næst eða langþráð stöðuhækkun er í höfn. Í raun upplifa margir dýpri gleði í vegferðinni sjálfri. Samfelldar framfarir, jafnvel litlar, næra drifkraftinn og glæða eldmóðinn. Ef þú leyfir þér einungis að fagna þegar „allt er klappað og klárt“ missurðu af gleðinni sem fylgir smásigrunum á leiðinni. Auk þess færir ferðalagið sjálft ómetanlegan ávinning, þó að hann sé persónubundinn og mismunandi allt eftir aðstæðum hvers og eins. Kannski lærirðu að skipuleggja tíma þinn betur eða dýpkar skilning á eigin drifkrafti. Henry David Thoreau (1817–1862) talaði um að maður gæti ekki einfaldlega óskað sér að verða farsæll, heldur yrði maður að „hamra og móta“sig og tileinka sér þá mannkosti sem nauðsynlegir eru. Með hverri áskorun eykurðu sigurgleði, sjálfstraust og skýrari tilfinningu fyrir tilgangi. Draumur eða markmið? Brian Tracy, vinur minn og mentor, sem margoft hefur heimsótt Ísland til fyrirlestra- og námskeiðahalda, er kominn yfir áttrætt og sestur í helgan stein, en heldur þó ótrauður áfram að miðla hagnýtum aðferðum til að hámarka árangur og persónulegan vöxt. Hann segir gjarnan: „Flestir eiga sér drauma en markmið eru draumar með lokadagsetningu” (dreams with a deadline). Með því að breyta óljósri ósk í skýrt mótaða áætlun með ákveðinn tímaramma færirðu þig frá óljósri von og yfir í raunverulegan ásetning sem færir þig áfram veginn. Tracy, sem er kunnur fyrir hagnýta og áhrifaríka nálgun á markmiðasetningu, leggur áherslu á að breyta óljósum draumum í skýr, mælanleg markmið með tímasetningu. Hann mælir með að þú skrifir markmið þín daglega í fyrstu persónu, eintölu og nútíð, eins og þú hafir þegar náð markmiðinu. Einnig mælir hann með að halda listanum stuttum (u.þ.b. tíu skýrum og merkingarbærum markmiðum), og þú fagnir hverjum áfangasigri með því að bæta við nýjum markmiðum þegar gömlu hafa náðst. Þessi einföldu, en kröftugu atriði stuðla að skýrri hugsun, stöðugri árvekni og samfelldri persónulegri þróun. „Farsæld er ferðalag“ segir hann og markmiðsetningin er vörðurnar á þeirri vegferð. Vöxtur í gegnum áskoranir: Sama hversu vel þú skipuleggur þig muntu örugglega mæta hindrunum. Einmitt þar felst kjarninn í sjálfsrækt. Rétt eins og í heilsuræktinni þá þarftu þyngri lóð ef þú vilt verða sterkari. Stefnirðu á að verða öruggari fyrir framan áhorfendur skaltu búast við erfiðum fyrstu skrefum eða sviðsskrekk. En hver tilraun slípar hæfni þína og herðir þolið. Engin æfing er án ávinnings. Áskoranir geta einnig afhjúpað styrkleika sem þú vissir ekki að bærðist í þér. Kannski þurftirðu bara verðuga áskorun hvar þér tókst betur en von var á undir álagi, eða þú uppgötvar skapandi leiðir til að leysa vandamál. Í stað þess að líta á mótlæti sem merki um mistök má líta á þau sem áskoranir sem hjálpa þér að vaxa, stökkpalla sem færa þig nær takmarkinu. Winston Churchill, sem var kunnur fyrir ræðusnilld og hlaut Bókmenntaverðlaun Nóbels (1953) meðal annars fyrir stílsnilld í ræðum, sagði þegar hann var spurður hvernig best væri að verða góður ræðumaður: „Með því að halda fullt af vondum ræðum.” Það felur í sér að maður „fatast fram á við“ (fail forward), eins og Churchill orðaði það, og nýtir mistökin til að læra af þeim í þeirri vissu að til að gera betur þurfi að geta betur. Það snýst um reynslu, endurmat og þann lærdóm sem síðan má draga af henni. Stöðug endurnýjun: Að ná stóru markmiði veitir sælutilfinningu en hún dofnar og fjarar svo út ef litið er á árangurinn sem endastöð. Jim Rohn varaði við því að setja markið of lágt, þar sem takmörkuð áskorun dregur úr möguleikum til vaxtar. Slíkt óslitið framskrið að framförum kemur í veg fyrir stöðnun. Hún heldur okkur vakandi fyrir næstu skrefum og sífelldri endurskoðun hvar og hvernig við getum bætt okkur. Með því að víkka út þægindarammann festirðu í sessi þá hugmynd að raunveruleg velgengni sé ferli, ekki stakur atburður. Tilgangurinn er sjálfsumbreyting: Markmið eru öflugt tól til sjálfsumbreytingar. Þau ögra föstum viðhorfum, skerpa einbeitingu og festa í sessi heilbrigðar venjur og viðhorf sem endast lengur en nokkur einn áfangi. Hugmynd Jim Rohn um að setja sér markmið til að verða manneskjan sem getur náð þeim sýnir hversu mikilvæg vegferðin sjálf er. Bæti maður svo við aðferð Brian Tracy—að skrifa markmiðin niður á hverjum degi í fyrstu persónu, eintölu og nútíð—erum við ekki aðeins að sækjast eftir sýnilegum árangri, heldur einnig að móta sterkara sjálf. Hamingjan felst oft í litlu, daglegu skrefunum sem flytja okkur nær takmarkinu. Og þegar öllu er á botninn hvolft er stærsti sigurinn ekki talan á vigtinni eða upphæðin á bankareikningnum, heldur sú manneskja sem við höfum orðið á leiðinni. Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins og með 36 ára reynslu á sviði símenntunar, fyrirlestra- og námskeiðahalds. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Sigurðsson Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Sjá meira
Bandaríski fyrirlesarinn Jim Rohn (1930–2009) sem ég held mikið upp á sagði einu sinni: „Meginástæðan fyrir því að setja sér markmið er að laða fram þá útgáfu af þér sem getur náð þeim.“ Nú þegar nýtt ár gengur í garð gefa fjöldamargir sér fyrirheit um að léttast, spara fjármuni eða tileinka sér nýja færni. Færri huga þó að því hvernig slík markmið geta umbreytt okkur á djúpstæðan hátt. Rohn bendir á að markmið snúist ekki aðeins um það sem þau færa okkur, nýjar venjur, aukinn sparnað eða betra heilsufar, heldur hver við verðum á leiðinni til að ná þeim. Með öðrum orðum, hvernig við umbreytumst til að verða færari um að uppfylla kröfurnar sem markmiðin kalla á. Rannsóknir sýna jafnframt að hamingjan kviknar frekar í viðvarandi vegferð að framförum en í skammvinnri sigurvímu við að komast í mark. Albert Schweitzer (1875–1965) orðaði það svo: „Velgengni er ekki lykillinn að hamingju. Hamingja er lykillinn að velgengni. Ef þú elskar það sem þú gerir, muntu verða farsæll.“ Ef við sækjumst eftir bættri heilsu eða fjárhagslegu sjálfstæði getum við fundið varanlegri gleði í daglegum framfaraskrefum fremur en í lokaniðurstöðunni sjálfri. Ástæðan er sú að hver við verðum á leið að settu marki—sterkari, agaðri og meðvitaðri—einkennir okkur löngu eftir að markinu er náð. Raunverulegur tilgangur markmiða: Þegar þú stefnir að ákveðnu takmarki, til dæmis „Ég hleyp þrjá kílómetra hvern morgun“ eða „Ég legg fast hlutfall af launum mínum fyrir mánaðarlega“—opnast möguleiki á sjálfsumbreytingu. Aðalávinningurinn er ekki aðeins aukið úthald eða stærri bankareikningur, heldur hinn skerpti vilji og breytta framtíðarsýn sem þú ávinnur þér. Hvert skref fram á við, jafnvel mistök, gefur tækifæri til að betrumbæta og fínstilla stefnuna. Winston Churchill (1874–1965) orðaði það snilldarlega þegar hann sagði: „Farsæld er að fatast áfram frá einum óförum til annarra án þess að glata eldmóðnum.“ Will Durant (1885–1981) sagði að kjarninn í speki forngríska heimspekingsins Aristótelesar sem var sjálfur lærimeistari Alexanders mikla væri: „Við erum það sem við gerum aftur og aftur. Velgengni er því ekki einstök athöfn, heldur ávani.“ Með því að endurtaka skrefin styrkirðu samspil hugar og handar, anda og efnis. Þannig mótarðu nýjar venjur, æfir þig í að finna lausnir og uppgötvar seiglu sem þú vissir ekki að byggi innra með þér. Ánægjan sem felst í vegferðinni: Margir gera ráð fyrir að hamingjan fylgi sjálfkrafa þegar lokatakmarki er náð, til dæmis þegar kjörþyngd næst eða langþráð stöðuhækkun er í höfn. Í raun upplifa margir dýpri gleði í vegferðinni sjálfri. Samfelldar framfarir, jafnvel litlar, næra drifkraftinn og glæða eldmóðinn. Ef þú leyfir þér einungis að fagna þegar „allt er klappað og klárt“ missurðu af gleðinni sem fylgir smásigrunum á leiðinni. Auk þess færir ferðalagið sjálft ómetanlegan ávinning, þó að hann sé persónubundinn og mismunandi allt eftir aðstæðum hvers og eins. Kannski lærirðu að skipuleggja tíma þinn betur eða dýpkar skilning á eigin drifkrafti. Henry David Thoreau (1817–1862) talaði um að maður gæti ekki einfaldlega óskað sér að verða farsæll, heldur yrði maður að „hamra og móta“sig og tileinka sér þá mannkosti sem nauðsynlegir eru. Með hverri áskorun eykurðu sigurgleði, sjálfstraust og skýrari tilfinningu fyrir tilgangi. Draumur eða markmið? Brian Tracy, vinur minn og mentor, sem margoft hefur heimsótt Ísland til fyrirlestra- og námskeiðahalda, er kominn yfir áttrætt og sestur í helgan stein, en heldur þó ótrauður áfram að miðla hagnýtum aðferðum til að hámarka árangur og persónulegan vöxt. Hann segir gjarnan: „Flestir eiga sér drauma en markmið eru draumar með lokadagsetningu” (dreams with a deadline). Með því að breyta óljósri ósk í skýrt mótaða áætlun með ákveðinn tímaramma færirðu þig frá óljósri von og yfir í raunverulegan ásetning sem færir þig áfram veginn. Tracy, sem er kunnur fyrir hagnýta og áhrifaríka nálgun á markmiðasetningu, leggur áherslu á að breyta óljósum draumum í skýr, mælanleg markmið með tímasetningu. Hann mælir með að þú skrifir markmið þín daglega í fyrstu persónu, eintölu og nútíð, eins og þú hafir þegar náð markmiðinu. Einnig mælir hann með að halda listanum stuttum (u.þ.b. tíu skýrum og merkingarbærum markmiðum), og þú fagnir hverjum áfangasigri með því að bæta við nýjum markmiðum þegar gömlu hafa náðst. Þessi einföldu, en kröftugu atriði stuðla að skýrri hugsun, stöðugri árvekni og samfelldri persónulegri þróun. „Farsæld er ferðalag“ segir hann og markmiðsetningin er vörðurnar á þeirri vegferð. Vöxtur í gegnum áskoranir: Sama hversu vel þú skipuleggur þig muntu örugglega mæta hindrunum. Einmitt þar felst kjarninn í sjálfsrækt. Rétt eins og í heilsuræktinni þá þarftu þyngri lóð ef þú vilt verða sterkari. Stefnirðu á að verða öruggari fyrir framan áhorfendur skaltu búast við erfiðum fyrstu skrefum eða sviðsskrekk. En hver tilraun slípar hæfni þína og herðir þolið. Engin æfing er án ávinnings. Áskoranir geta einnig afhjúpað styrkleika sem þú vissir ekki að bærðist í þér. Kannski þurftirðu bara verðuga áskorun hvar þér tókst betur en von var á undir álagi, eða þú uppgötvar skapandi leiðir til að leysa vandamál. Í stað þess að líta á mótlæti sem merki um mistök má líta á þau sem áskoranir sem hjálpa þér að vaxa, stökkpalla sem færa þig nær takmarkinu. Winston Churchill, sem var kunnur fyrir ræðusnilld og hlaut Bókmenntaverðlaun Nóbels (1953) meðal annars fyrir stílsnilld í ræðum, sagði þegar hann var spurður hvernig best væri að verða góður ræðumaður: „Með því að halda fullt af vondum ræðum.” Það felur í sér að maður „fatast fram á við“ (fail forward), eins og Churchill orðaði það, og nýtir mistökin til að læra af þeim í þeirri vissu að til að gera betur þurfi að geta betur. Það snýst um reynslu, endurmat og þann lærdóm sem síðan má draga af henni. Stöðug endurnýjun: Að ná stóru markmiði veitir sælutilfinningu en hún dofnar og fjarar svo út ef litið er á árangurinn sem endastöð. Jim Rohn varaði við því að setja markið of lágt, þar sem takmörkuð áskorun dregur úr möguleikum til vaxtar. Slíkt óslitið framskrið að framförum kemur í veg fyrir stöðnun. Hún heldur okkur vakandi fyrir næstu skrefum og sífelldri endurskoðun hvar og hvernig við getum bætt okkur. Með því að víkka út þægindarammann festirðu í sessi þá hugmynd að raunveruleg velgengni sé ferli, ekki stakur atburður. Tilgangurinn er sjálfsumbreyting: Markmið eru öflugt tól til sjálfsumbreytingar. Þau ögra föstum viðhorfum, skerpa einbeitingu og festa í sessi heilbrigðar venjur og viðhorf sem endast lengur en nokkur einn áfangi. Hugmynd Jim Rohn um að setja sér markmið til að verða manneskjan sem getur náð þeim sýnir hversu mikilvæg vegferðin sjálf er. Bæti maður svo við aðferð Brian Tracy—að skrifa markmiðin niður á hverjum degi í fyrstu persónu, eintölu og nútíð—erum við ekki aðeins að sækjast eftir sýnilegum árangri, heldur einnig að móta sterkara sjálf. Hamingjan felst oft í litlu, daglegu skrefunum sem flytja okkur nær takmarkinu. Og þegar öllu er á botninn hvolft er stærsti sigurinn ekki talan á vigtinni eða upphæðin á bankareikningnum, heldur sú manneskja sem við höfum orðið á leiðinni. Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins og með 36 ára reynslu á sviði símenntunar, fyrirlestra- og námskeiðahalds.
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun