Viðskipti innlent

Kaupa meiri­hluta hluta­fjár Inter­nets á Ís­landi hf.

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Ólöf Pétursdóttir, sjóðstjóri SÍA IV og Jens Pétur Jensen, stofandi ISNIC og stærsti hluthafi þess.
Ólöf Pétursdóttir, sjóðstjóri SÍA IV og Jens Pétur Jensen, stofandi ISNIC og stærsti hluthafi þess.

Framtakssjóðurinn SÍA IV hefur gert samkomulag um kaup á meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. (ISNIC). 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Stefni hf.

Þar segir að samkomulag hafi náðst á milli SÍA IV slhf., framtakssjóðs í rekstri Stefnis sem er að meirihluta í eigu lífeyrissjóða, og hluthafa Internets á Íslandi hf. (ISNIC) um kaup á meirihluta hlutafjár ISNIC. Endanleg viðskipti eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins.

„ISNIC er skráningarstofa landshöfuðlénsins .is og sinnir rekstri þess auk þess að reka miðlæga internettengipunktinn RIX. ISNIC hefur skráð .is lén frá árinu 1988 og eru skráð .is lén í dag yfir 94 þúsund talsins, en rétthafar lénanna eru bæði innlendir og erlendir aðilar,“ segir í tilkynningunni.

„Við hlökkum til að styðja við áframhaldandi vöxt félagsins og .is lénsins með því góða starfsfólki sem starfar hjá félaginu,“ sagði Ólöf Pétursdóttir, sjóðstjóri SÍA IV, í tilefni af kaupunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×