Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kuehne+Nagel.
Jón Garðar starfaði áður sem sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum sf. og sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Arnarlaxi ásamt því að sitja í stjórn félagsins á árunum 2014-2015. Hann er með MSc gráðu í fjármálum og fjárfestingum auk MBA gráðu frá Edinborgarháskóla.
„Kuehne+Nagel, sem eitt stærsta flutningafyrirtæki heims, var stofnað árið 1890 og starfar á um 1.300 stöðum í yfir 100 löndum með yfir 79.000 starfsmenn,“ segir í tilkynningunni.