Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Rakel Sveinsdóttir skrifar 9. janúar 2025 07:01 Hrafn Árnarson er sjálfstætt starfandi ráðgjafi og því einn þeirra 600 sem skráðir eru á Hoobla og teljast til þess hóps sem vex hvað hraðast í heiminum; Að starfa sjálfstætt. Hrafn segir það einfalt og jafnvel ódýrara en margur heldur að fyrirtæki og stofnanir ráði inn utanaðkomandi sérfræðinga til tímabundinna starfa. Vísir/Vilhelm „Ég segi oft að ég hafi verið í tuttugu ár hjá fjárfestingabönkum en síðan farið að vinna í raunhagkerfinu,“ segir Hrafn Árnason stofnandi og meðeigandi Skara ráðgjöf. Sumsé: Hrafn er sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Og þar með í hópi sístækkandi hóps sem á heimsvísu fjölgar hvað hraðast. Hrafn er einn 600 sérfræðinga sem nýtir sér vefvettvang Hoobla. „Það var stór ákvörðun að ætla í sjálfstætt. Því ég er ekki einn af þeim sem er að leita mér að djobbi og er ekki að vinna sjálfstætt þar til rétta starfið finnst. Ég starfa sjálfstætt því það er ákvörðunin sem ég tók og hef því hiklaust sagt það við viðskiptavini mína þegar þessi mál ber á góma,“ segir Hrafn og bætir við: Í byrjun átti fyrsta skrefið vera að leita í tengslanetið mitt, láta vita af mér. Ég vissi ekkert hvað Hoobla var en ákvað að slá til og skrá mig þegar ég rakst á það. Síðan þá hefur verkefnastaðan einfaldlega verið þannig að ég hef ekkert þurft né haft tíma til að leita í mitt eigið tengslanet. Er þó ekkert að segja að ég muni ekki einhvern tíma gera það.“ Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um sjálfstætt starfandi sérfræðinga, sem um allan heim fer hratt fjölgandi. Að starfa sjálfstætt þýðir þá að fólk er ekki skuldbundið vinnuveitendum sem launþegar, heldur starfar fólk í verktöku og velur verkefni, vinnutíma, vinnuveitendur og svo framvegis í samræmi við sínar eigin þarfir eða óskir. Aukahreyfill þegar þarf „Ég reyni fyrst og fremst að vera gagnlegur,“ svarar Hrafn aðspurður um helstu verkefnin sem hann sinnir í sínum ráðgjafastörfum. „Það eru þó tvær hliðar sem felast í því að vera gagnlegur. Annars vegar að gera gagn en hins vegar að vinna úr gögnum,“ bætir Hrafn við en það er augljóst á spjallinu við hann að eitt af hans sérsviðum liggur í talnalegum gögnum. Hrafn gefur nokkuð skemmtilega en góða lýsingu á því hvenær það á við að fyrirtæki, stofnanir eða sveitarfélög ráði til sín sérfræðing til tímabundinna starfa eða í sérstök verkefni. Stærstu fraktflugvélarnar eru þannig gerðar að þær þurfa að flytja sértaklega þungan farm, þá er hægt að bæta við aukahreyflum þannig að þær komist á loft. Þotuhreyflarnir eru þá fimm eða sex í staðinn fyrir fjóra. Það sama má eiginlega segja um það þegar verið er að ráða sérfræðing tímabundið inn. Sérfræðingurinn kemur þá inn eins og aukahreyfill þegar þarf.“ Hrafn segir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög leita til utanaðkomandi ráðgjafa eins og hans af ýmsum ástæðum. „Eðlilega geta framkvæmdastjórar og stjórnendur ekki sett sig inn í öll smáatriði og svo eru verkefnin oft fleiri en hendurnar sem þarf til að vinna þau. Þegar allur tíminn fer í að sinna því sem er áríðandi en það mikilvæga situr á hakanum, þá ætti að skoða að fá sjálfstætt starfandi ráðgjafa inn. Það er fljótlegt og einfalt, sömuleiðis ódýrara en fólk gæti haldið,“ segir Hrafn og bætir við: „Stundum gæti þurft að fá inn utanaðkomandi augu til að rýna í mál og gefa óháð mat. Svo ekki sé talað um að fá aukahreyfilinn inn til að minnka álagið á aðra hreyfla. Kulnun hefur sjaldan verið jafn mikil og nú.“ Hrafn segir það líka oft létta á andrúmslofti innan fyrirtækja þegar álag er mikið, að utanaðkomandi sérfræðingur sé kallaður til. „Það er algengt á vinnustöðum að fólk segi „Já“ við verkefnum þótt það sé í raun þegar ofhlaðið og að vinna undir miklu álagi. En fólk kann ekki við annað en að segja bara „Já“. Fyrir vikið getur það gerst að sá sem er að bíða eftir verkefninu verði hálf pirraður því það er að taka svo langan tíma. Á meðan sá sem er að vinna verkefnið bugaður af álagi og streitu yfir því að ná ekki að skila því af sér.“ Hrafn starfaði í tuttugu ár hjá fjárfestingabönkum en hann segir raunhagkerfið allt annað en það sem ríkir í bönkunum. Í dag líti hann á það tímabil í starfsframanum þar sem hann var í raun algjör forréttindapési.Vísir/Vilhelm „Leyfði ég mér að fara í fýlu“ Það eru alls kyns hlutir sem teljast til þegar fólk nýtir reynslubrunninn sinn sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Menntun, fyrri starfsreynsla, tilfinningar og líðan úr lífinu, tengslanetið og svo framvegis. Í tilfelli Hrafns var hann snemma ákveðinn í að verða verkfræðingur. „Ég var á eðlisfræðibraut í MH og tók alla stærðfræðikúrsa sem hægt var samhliða eðlisfræðinni, efnafræðinni, lífefnafræði og svo framvegis,“ segir Hrafn og hlær. „En endaði með að vera bara fjóra daga í verkfræðináminu í HÍ því þá var ég byrjaður að vinna í fatabúð í Kringlunni og fannst það geggjað gaman!“ Rúmum tveimur árum eftir stúdentinn sneri hann þó aftur í háskólann, fór í viðskiptafræði og lauk síðar meistaranámi í Edinborg. Í millitíðinni byrjaði hann að vinna í fjárfestingabankageiranum. „Mér fannst verðbréfamarkaðurinn mjög þróaður þá, sem hann svo sem var ekki,“ segir Hrafn og brosir. „Allt þar til ég leyfði mér að fara í fýlu,“ segir Hrafn og hlær. „Eitthvað sem ég myndi aldrei leyfa mér í dag, en þannig var mál með vexti að ég starfaði í Íslandsbanka og sóttist þar eftir framkvæmdastjórastöðu í eignastýringu þar sem ég vann. Á þeim tíma fannst mér enginn annar koma til betur greina en ég. Bankinn réði hins vegar mjög flottan aðila sem hafði ekki starfað í bankanum og það var þá sem ég leyfði mér að fara í fýluna.“ Það sem við tók, segir Hrafn þó hafa verið af hinu góða. ,,Þegar maður starfar í fjárfestingabankakerfinu upplifir maður það sem miðju alheimsins. Kröfurnar á starfsfólk eru miklar en á móti kemur eru kröfur starfsfólks líka miklar og í dag lít ég á þennan starfstíma sem tímabil þar sem ég var ákveðinn forréttindapési. Ef eitthvað var að tölvunni minni komu tveir til þrír tæknimenn strax og leystu vandann og svo framvegis. Að starfa í raunhagkerfinu er allt annað umhverfi en það sem gildir í bankakerfinu.“ Hrafn sagði þó ekki alveg skilið við bankageirann strax því um tíma starfaði hann við undirbúning á söluferli Landsbankans sem ríkið ætlaði sér í. „Eða allt þar til ríkisstjórnin sprakk í beinni útsendingu,“ segir Hrafn og vísar þar til Wintris málsins svokallaða árið 2016. Eitt af því góða sem fylgir því að starfa sjálfstætt er að þá getur fólk stjórnað tímanum sínum að hluta. Þó minnir Hrafn á að skammstöfunin EHF er oft sögð standa fyrir: Ekkert helvítis frí og þannig sé það einnig hjá honum.Vísir/Vilhelm „Ekkert helvítis frí“ Næst lá leiðin í fjártæknibransann og um þriggja ára skeið stýrði Hrafn viðskiptaþróun Netgíró og varð svo framkvæmdastjóri þess.. „Fyrirtækið var þá á þeim stað að geta ekki vaxið. Við breyttum því viðskiptamódelinu þannig að það yrði hægt,“ segir Hrafn og útlistar með nokkuð nákvæmum hætti hvernig hægt er að nýta töluleg gögn og tækni, innan frá sem annars staðar, til að skilja betur einstaka áhrifaþætti í rekstrinum og taka betri ákvarðanir. Hrafn var framkvæmdastjóri ÍV sjóða um tíma og í gegnum þau störf, hefur hann setið í ýmsum stjórnum. „Að sitja í stjórnum fyrirtækja sýndi manni líka oft hvernig fyrirtæki með öfluga framkvæmdastjóra vantaði samt meiri mannafla og þekkingu inn þegar þau eru í miklum vexti eða stórum breytingum. En ekki með bolmagn til að ráða fullt af fólki,“ segir Hrafn með tilvísun um hvernig sum fyrirtæki leita til utanaðkomandi sérfræðinga um tíma til þess að brúa þetta bil. Hrafn nefnir einkum þrennt sem jákvæðustu atriðin við að starfa sjálfstætt. „Það felst í því viss sveigjanleiki því maður stjórnað tíma sínum betur sjálfur upp að vissu marki. En eins og oft er sagt um EHF rekstur þá standi sú skammstöfun fyrir ,,Ekkert Helvítis Frí,“ og þannig er þetta nú líka,“ segir Hrafn og hlær. „Verkefni koma oft í skorpum sem þýðir að þá getur vinnan verið mikil um tíma og lítið um frí. Ég nýt þess að kynnast mörgum ólíkum fyrirtækjum eða vinnustöðum. Læri alltaf eitthvað nýtt þrátt fyrir að halda stundum að maður hafi séð allt,“ segir Hrafn og bætir enn einu atriðinu við: „Svo ekki sé talað um hversu gaman það er að kynnast fólkinu sem starfar á vinnustöðunum. Því þó það hljómi voða klisjukennt að tala um að fyrirtækin séu ekkert án fólksins þá hef ég upplifað það sjálfur með beinum hætti að það er fólkið sem er fyrirtækin.“ Mannauðsmál Vinnumarkaður Stjórnun Starfsframi Tengdar fréttir Algengt að starfsfólk missi trúna á stefnumótun og stjórnendum Of algengt er að fyrirtæki og stofnanir fari í stefnumótunarvinnu sem á endanum breytir litlu sem engu. 18. janúar 2023 07:01 „Þú kemst ekkert upp með að gera ekki það sem þú átt að gera“ Skeljungur er eitt þeirra fyrirtækja sem notar EOS módelið. Markvissari fundur og meiri árangur segir forstjórinn. 23. febrúar 2023 07:00 Vilja breytt viðhorf: „Við erum eins og sett upp í hillu“ „Við erum eins og sett upp í hillu. Allur þessi mannauður verður að hilluvöru í neðstu hillunni þótt þarna sé á ferðinni fjölmennur og fjölbreyttur hópur sem fyrst og fremst vill lifa innihaldsríku og skemmtilegu lífi. Enda á þriðja æviskeiðið að vera besta æviskeiðið,“ segir Guðfinna S. Bjarnadóttir einn af stofnendum Magnavita. 2. nóvember 2022 07:00 Giggstörfum fjölgar: Hafa frelsið til að velja sér lífstíl „Nú er svo komið að mestur vöxtur er í slíkum störfum og atvinnurekendur segjast oft ekki fá fólk í ákveðin störf nema tímabundið og þeir sem gigga velja sér lífsstíl út frá verkefnum sínum,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um þá þróun að sífellt fleira fólk kýs að starfa sjálfstætt á verktakasamningum, frekar en að ráða sig sem launþega. Árelía segir helsta gallann við giggið felast í því að fólk upplifir oft, sérstaklega í byrjun, meiri óvissu um tekjur. ,,Hins vegar sagði einn giggari í rannsókninni að „það að vera launþegi er fullkomið óöryggi.“ 2. september 2021 07:01 Leiðtogaþjálfun: „Þetta er eins og taka til í geymslunni“ „Þetta er eins og taka til í geymslunni; henda út hlutum sem við viljum ekki nota og setja inn nýtt,“ segir Jón Jósafat Björnsson meðal annars um þau tuttugu atriði sem eru nefnd sérstaklega í leiðtogaþjálfun Dale Carnegie, sem unnið var í samvinnu við Marshcall Goldsmiths. 1. mars 2024 07:01 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Og þar með í hópi sístækkandi hóps sem á heimsvísu fjölgar hvað hraðast. Hrafn er einn 600 sérfræðinga sem nýtir sér vefvettvang Hoobla. „Það var stór ákvörðun að ætla í sjálfstætt. Því ég er ekki einn af þeim sem er að leita mér að djobbi og er ekki að vinna sjálfstætt þar til rétta starfið finnst. Ég starfa sjálfstætt því það er ákvörðunin sem ég tók og hef því hiklaust sagt það við viðskiptavini mína þegar þessi mál ber á góma,“ segir Hrafn og bætir við: Í byrjun átti fyrsta skrefið vera að leita í tengslanetið mitt, láta vita af mér. Ég vissi ekkert hvað Hoobla var en ákvað að slá til og skrá mig þegar ég rakst á það. Síðan þá hefur verkefnastaðan einfaldlega verið þannig að ég hef ekkert þurft né haft tíma til að leita í mitt eigið tengslanet. Er þó ekkert að segja að ég muni ekki einhvern tíma gera það.“ Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um sjálfstætt starfandi sérfræðinga, sem um allan heim fer hratt fjölgandi. Að starfa sjálfstætt þýðir þá að fólk er ekki skuldbundið vinnuveitendum sem launþegar, heldur starfar fólk í verktöku og velur verkefni, vinnutíma, vinnuveitendur og svo framvegis í samræmi við sínar eigin þarfir eða óskir. Aukahreyfill þegar þarf „Ég reyni fyrst og fremst að vera gagnlegur,“ svarar Hrafn aðspurður um helstu verkefnin sem hann sinnir í sínum ráðgjafastörfum. „Það eru þó tvær hliðar sem felast í því að vera gagnlegur. Annars vegar að gera gagn en hins vegar að vinna úr gögnum,“ bætir Hrafn við en það er augljóst á spjallinu við hann að eitt af hans sérsviðum liggur í talnalegum gögnum. Hrafn gefur nokkuð skemmtilega en góða lýsingu á því hvenær það á við að fyrirtæki, stofnanir eða sveitarfélög ráði til sín sérfræðing til tímabundinna starfa eða í sérstök verkefni. Stærstu fraktflugvélarnar eru þannig gerðar að þær þurfa að flytja sértaklega þungan farm, þá er hægt að bæta við aukahreyflum þannig að þær komist á loft. Þotuhreyflarnir eru þá fimm eða sex í staðinn fyrir fjóra. Það sama má eiginlega segja um það þegar verið er að ráða sérfræðing tímabundið inn. Sérfræðingurinn kemur þá inn eins og aukahreyfill þegar þarf.“ Hrafn segir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög leita til utanaðkomandi ráðgjafa eins og hans af ýmsum ástæðum. „Eðlilega geta framkvæmdastjórar og stjórnendur ekki sett sig inn í öll smáatriði og svo eru verkefnin oft fleiri en hendurnar sem þarf til að vinna þau. Þegar allur tíminn fer í að sinna því sem er áríðandi en það mikilvæga situr á hakanum, þá ætti að skoða að fá sjálfstætt starfandi ráðgjafa inn. Það er fljótlegt og einfalt, sömuleiðis ódýrara en fólk gæti haldið,“ segir Hrafn og bætir við: „Stundum gæti þurft að fá inn utanaðkomandi augu til að rýna í mál og gefa óháð mat. Svo ekki sé talað um að fá aukahreyfilinn inn til að minnka álagið á aðra hreyfla. Kulnun hefur sjaldan verið jafn mikil og nú.“ Hrafn segir það líka oft létta á andrúmslofti innan fyrirtækja þegar álag er mikið, að utanaðkomandi sérfræðingur sé kallaður til. „Það er algengt á vinnustöðum að fólk segi „Já“ við verkefnum þótt það sé í raun þegar ofhlaðið og að vinna undir miklu álagi. En fólk kann ekki við annað en að segja bara „Já“. Fyrir vikið getur það gerst að sá sem er að bíða eftir verkefninu verði hálf pirraður því það er að taka svo langan tíma. Á meðan sá sem er að vinna verkefnið bugaður af álagi og streitu yfir því að ná ekki að skila því af sér.“ Hrafn starfaði í tuttugu ár hjá fjárfestingabönkum en hann segir raunhagkerfið allt annað en það sem ríkir í bönkunum. Í dag líti hann á það tímabil í starfsframanum þar sem hann var í raun algjör forréttindapési.Vísir/Vilhelm „Leyfði ég mér að fara í fýlu“ Það eru alls kyns hlutir sem teljast til þegar fólk nýtir reynslubrunninn sinn sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Menntun, fyrri starfsreynsla, tilfinningar og líðan úr lífinu, tengslanetið og svo framvegis. Í tilfelli Hrafns var hann snemma ákveðinn í að verða verkfræðingur. „Ég var á eðlisfræðibraut í MH og tók alla stærðfræðikúrsa sem hægt var samhliða eðlisfræðinni, efnafræðinni, lífefnafræði og svo framvegis,“ segir Hrafn og hlær. „En endaði með að vera bara fjóra daga í verkfræðináminu í HÍ því þá var ég byrjaður að vinna í fatabúð í Kringlunni og fannst það geggjað gaman!“ Rúmum tveimur árum eftir stúdentinn sneri hann þó aftur í háskólann, fór í viðskiptafræði og lauk síðar meistaranámi í Edinborg. Í millitíðinni byrjaði hann að vinna í fjárfestingabankageiranum. „Mér fannst verðbréfamarkaðurinn mjög þróaður þá, sem hann svo sem var ekki,“ segir Hrafn og brosir. „Allt þar til ég leyfði mér að fara í fýlu,“ segir Hrafn og hlær. „Eitthvað sem ég myndi aldrei leyfa mér í dag, en þannig var mál með vexti að ég starfaði í Íslandsbanka og sóttist þar eftir framkvæmdastjórastöðu í eignastýringu þar sem ég vann. Á þeim tíma fannst mér enginn annar koma til betur greina en ég. Bankinn réði hins vegar mjög flottan aðila sem hafði ekki starfað í bankanum og það var þá sem ég leyfði mér að fara í fýluna.“ Það sem við tók, segir Hrafn þó hafa verið af hinu góða. ,,Þegar maður starfar í fjárfestingabankakerfinu upplifir maður það sem miðju alheimsins. Kröfurnar á starfsfólk eru miklar en á móti kemur eru kröfur starfsfólks líka miklar og í dag lít ég á þennan starfstíma sem tímabil þar sem ég var ákveðinn forréttindapési. Ef eitthvað var að tölvunni minni komu tveir til þrír tæknimenn strax og leystu vandann og svo framvegis. Að starfa í raunhagkerfinu er allt annað umhverfi en það sem gildir í bankakerfinu.“ Hrafn sagði þó ekki alveg skilið við bankageirann strax því um tíma starfaði hann við undirbúning á söluferli Landsbankans sem ríkið ætlaði sér í. „Eða allt þar til ríkisstjórnin sprakk í beinni útsendingu,“ segir Hrafn og vísar þar til Wintris málsins svokallaða árið 2016. Eitt af því góða sem fylgir því að starfa sjálfstætt er að þá getur fólk stjórnað tímanum sínum að hluta. Þó minnir Hrafn á að skammstöfunin EHF er oft sögð standa fyrir: Ekkert helvítis frí og þannig sé það einnig hjá honum.Vísir/Vilhelm „Ekkert helvítis frí“ Næst lá leiðin í fjártæknibransann og um þriggja ára skeið stýrði Hrafn viðskiptaþróun Netgíró og varð svo framkvæmdastjóri þess.. „Fyrirtækið var þá á þeim stað að geta ekki vaxið. Við breyttum því viðskiptamódelinu þannig að það yrði hægt,“ segir Hrafn og útlistar með nokkuð nákvæmum hætti hvernig hægt er að nýta töluleg gögn og tækni, innan frá sem annars staðar, til að skilja betur einstaka áhrifaþætti í rekstrinum og taka betri ákvarðanir. Hrafn var framkvæmdastjóri ÍV sjóða um tíma og í gegnum þau störf, hefur hann setið í ýmsum stjórnum. „Að sitja í stjórnum fyrirtækja sýndi manni líka oft hvernig fyrirtæki með öfluga framkvæmdastjóra vantaði samt meiri mannafla og þekkingu inn þegar þau eru í miklum vexti eða stórum breytingum. En ekki með bolmagn til að ráða fullt af fólki,“ segir Hrafn með tilvísun um hvernig sum fyrirtæki leita til utanaðkomandi sérfræðinga um tíma til þess að brúa þetta bil. Hrafn nefnir einkum þrennt sem jákvæðustu atriðin við að starfa sjálfstætt. „Það felst í því viss sveigjanleiki því maður stjórnað tíma sínum betur sjálfur upp að vissu marki. En eins og oft er sagt um EHF rekstur þá standi sú skammstöfun fyrir ,,Ekkert Helvítis Frí,“ og þannig er þetta nú líka,“ segir Hrafn og hlær. „Verkefni koma oft í skorpum sem þýðir að þá getur vinnan verið mikil um tíma og lítið um frí. Ég nýt þess að kynnast mörgum ólíkum fyrirtækjum eða vinnustöðum. Læri alltaf eitthvað nýtt þrátt fyrir að halda stundum að maður hafi séð allt,“ segir Hrafn og bætir enn einu atriðinu við: „Svo ekki sé talað um hversu gaman það er að kynnast fólkinu sem starfar á vinnustöðunum. Því þó það hljómi voða klisjukennt að tala um að fyrirtækin séu ekkert án fólksins þá hef ég upplifað það sjálfur með beinum hætti að það er fólkið sem er fyrirtækin.“
Mannauðsmál Vinnumarkaður Stjórnun Starfsframi Tengdar fréttir Algengt að starfsfólk missi trúna á stefnumótun og stjórnendum Of algengt er að fyrirtæki og stofnanir fari í stefnumótunarvinnu sem á endanum breytir litlu sem engu. 18. janúar 2023 07:01 „Þú kemst ekkert upp með að gera ekki það sem þú átt að gera“ Skeljungur er eitt þeirra fyrirtækja sem notar EOS módelið. Markvissari fundur og meiri árangur segir forstjórinn. 23. febrúar 2023 07:00 Vilja breytt viðhorf: „Við erum eins og sett upp í hillu“ „Við erum eins og sett upp í hillu. Allur þessi mannauður verður að hilluvöru í neðstu hillunni þótt þarna sé á ferðinni fjölmennur og fjölbreyttur hópur sem fyrst og fremst vill lifa innihaldsríku og skemmtilegu lífi. Enda á þriðja æviskeiðið að vera besta æviskeiðið,“ segir Guðfinna S. Bjarnadóttir einn af stofnendum Magnavita. 2. nóvember 2022 07:00 Giggstörfum fjölgar: Hafa frelsið til að velja sér lífstíl „Nú er svo komið að mestur vöxtur er í slíkum störfum og atvinnurekendur segjast oft ekki fá fólk í ákveðin störf nema tímabundið og þeir sem gigga velja sér lífsstíl út frá verkefnum sínum,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um þá þróun að sífellt fleira fólk kýs að starfa sjálfstætt á verktakasamningum, frekar en að ráða sig sem launþega. Árelía segir helsta gallann við giggið felast í því að fólk upplifir oft, sérstaklega í byrjun, meiri óvissu um tekjur. ,,Hins vegar sagði einn giggari í rannsókninni að „það að vera launþegi er fullkomið óöryggi.“ 2. september 2021 07:01 Leiðtogaþjálfun: „Þetta er eins og taka til í geymslunni“ „Þetta er eins og taka til í geymslunni; henda út hlutum sem við viljum ekki nota og setja inn nýtt,“ segir Jón Jósafat Björnsson meðal annars um þau tuttugu atriði sem eru nefnd sérstaklega í leiðtogaþjálfun Dale Carnegie, sem unnið var í samvinnu við Marshcall Goldsmiths. 1. mars 2024 07:01 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Algengt að starfsfólk missi trúna á stefnumótun og stjórnendum Of algengt er að fyrirtæki og stofnanir fari í stefnumótunarvinnu sem á endanum breytir litlu sem engu. 18. janúar 2023 07:01
„Þú kemst ekkert upp með að gera ekki það sem þú átt að gera“ Skeljungur er eitt þeirra fyrirtækja sem notar EOS módelið. Markvissari fundur og meiri árangur segir forstjórinn. 23. febrúar 2023 07:00
Vilja breytt viðhorf: „Við erum eins og sett upp í hillu“ „Við erum eins og sett upp í hillu. Allur þessi mannauður verður að hilluvöru í neðstu hillunni þótt þarna sé á ferðinni fjölmennur og fjölbreyttur hópur sem fyrst og fremst vill lifa innihaldsríku og skemmtilegu lífi. Enda á þriðja æviskeiðið að vera besta æviskeiðið,“ segir Guðfinna S. Bjarnadóttir einn af stofnendum Magnavita. 2. nóvember 2022 07:00
Giggstörfum fjölgar: Hafa frelsið til að velja sér lífstíl „Nú er svo komið að mestur vöxtur er í slíkum störfum og atvinnurekendur segjast oft ekki fá fólk í ákveðin störf nema tímabundið og þeir sem gigga velja sér lífsstíl út frá verkefnum sínum,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands um þá þróun að sífellt fleira fólk kýs að starfa sjálfstætt á verktakasamningum, frekar en að ráða sig sem launþega. Árelía segir helsta gallann við giggið felast í því að fólk upplifir oft, sérstaklega í byrjun, meiri óvissu um tekjur. ,,Hins vegar sagði einn giggari í rannsókninni að „það að vera launþegi er fullkomið óöryggi.“ 2. september 2021 07:01
Leiðtogaþjálfun: „Þetta er eins og taka til í geymslunni“ „Þetta er eins og taka til í geymslunni; henda út hlutum sem við viljum ekki nota og setja inn nýtt,“ segir Jón Jósafat Björnsson meðal annars um þau tuttugu atriði sem eru nefnd sérstaklega í leiðtogaþjálfun Dale Carnegie, sem unnið var í samvinnu við Marshcall Goldsmiths. 1. mars 2024 07:01