Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. janúar 2025 10:48 Í báðum tilvikum voru skjöl fölsuð til að koma köttunum inn og út úr landi. Getty/Chris Winsor Tvö mál komu upp í árslok þar sem einstaklingar urðu uppvísir að því að falsa pappíra til að annars vegar flytja inn kött og hins vegar flytja þrjá ketti úr landi. Frá þessu er greint á vefsíðu Matvælastofnunar þar sem fjallað er um stjórnvaldsákvarðanir á sviði eftirlits með dýravelferð, matvælaframleiðslu og inn- og útfluningi gæludýra í nóvember og desember. Aðeins er um yfirlit að ræða og engar ítarupplýsingar veittar um málin. Einstaklingur á höfuðborgarsvæðinu var kærður til lögreglu eftir að hann lagði fram falsað heilbrigðis- og upprunavottorð frá erlendum yfirvöldum við tilraun til innflutnings á ketti. Umsókninni var synjað. Þá var einstaklingur á höfuðborgarsvæðinu kærður eftir að í ljós kom að hann hafði falsað nafn starfsmanns MAST og sjálfstætt starfandi dýralæknis á útflutningsskjölum vegna þriggja katta. Innflutningnum var hafnað í móttökuríkinu og kettirnir fluttir aftur til Íslands, þar sem þeir voru settir í einangrun. Á vefsíðunni er einnig fjallað mál hundaeiganda sem sótti um leyfi til að flytja hund sinn til Íslands en gerðist brotlegur með því að flytja hann í farþegarými flugvélarinnar, í stað farangursrýmis. Var brotið kært til lögreglu. Annar hundaeigandi var sviptur umráðum dýrsins þar sem hann gat ekki haldið hundinn sjálfur og heimilisaðstæður voru metnar óhæfar til að halda dýr. Tveir voru sviptir mjólkursöluleyfi og annar þeirra vörslu nautgripa sinna og þá var bóndi á Vesturlandi sviptur vörslu á sauðfé. Hélt MAST utan um smölun af fjalli og kom fénu í sláturhús. Stjórnvaldssekt var lögð á fiskeldisfyrirtæki á Suðurlandi, sem vanrækti að svipta eldisfisk meðvitund fyrir blóðgun. Sektin nam 300 þúsund krónum. Kettir Gæludýr Hundar Sauðfé Kýr Dýraheilbrigði Lögreglumál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Frá þessu er greint á vefsíðu Matvælastofnunar þar sem fjallað er um stjórnvaldsákvarðanir á sviði eftirlits með dýravelferð, matvælaframleiðslu og inn- og útfluningi gæludýra í nóvember og desember. Aðeins er um yfirlit að ræða og engar ítarupplýsingar veittar um málin. Einstaklingur á höfuðborgarsvæðinu var kærður til lögreglu eftir að hann lagði fram falsað heilbrigðis- og upprunavottorð frá erlendum yfirvöldum við tilraun til innflutnings á ketti. Umsókninni var synjað. Þá var einstaklingur á höfuðborgarsvæðinu kærður eftir að í ljós kom að hann hafði falsað nafn starfsmanns MAST og sjálfstætt starfandi dýralæknis á útflutningsskjölum vegna þriggja katta. Innflutningnum var hafnað í móttökuríkinu og kettirnir fluttir aftur til Íslands, þar sem þeir voru settir í einangrun. Á vefsíðunni er einnig fjallað mál hundaeiganda sem sótti um leyfi til að flytja hund sinn til Íslands en gerðist brotlegur með því að flytja hann í farþegarými flugvélarinnar, í stað farangursrýmis. Var brotið kært til lögreglu. Annar hundaeigandi var sviptur umráðum dýrsins þar sem hann gat ekki haldið hundinn sjálfur og heimilisaðstæður voru metnar óhæfar til að halda dýr. Tveir voru sviptir mjólkursöluleyfi og annar þeirra vörslu nautgripa sinna og þá var bóndi á Vesturlandi sviptur vörslu á sauðfé. Hélt MAST utan um smölun af fjalli og kom fénu í sláturhús. Stjórnvaldssekt var lögð á fiskeldisfyrirtæki á Suðurlandi, sem vanrækti að svipta eldisfisk meðvitund fyrir blóðgun. Sektin nam 300 þúsund krónum.
Kettir Gæludýr Hundar Sauðfé Kýr Dýraheilbrigði Lögreglumál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira