„Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Sindri Sverrisson skrifar 9. janúar 2025 12:05 Arnar Gunnlaugsson eftir fund með stjórn KSÍ á Hilton Nordica í dag. vísir/Sigurjón Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var gripinn í viðtal strax eftir fund með stjórn KSÍ á Hilton Nordica í Reykjavík í dag. Hann segir stjórn KSÍ nú standa frammi fyrir mikilvægustu ráðningu í íslenskum fótbolta í langan tíma. „Ég held að allir viti að KSÍ er að tala við ákveðna aðila og ég er einn af þeim,“ segir Arnar sem ásamt Frey Alexanderssyni hefur lengi þótt líklegastur til að verða næsti landsliðsþjálfari. Samkvæmt Fotbollskanalen í Svíþjóð kom Per-Mathias Högmo einnig til greina en hann er nú tekinn við Molde, og Freyr er einnig í viðræðum við norska félagið Brann. Víkingar gáfu í desember leyfi fyrir því að KSÍ ræddi við Arnar. „Þetta hefur haft aðeins lengri aðdraganda því ég er búinn að vera erlendis í fríi. Þannig að þessi fundur snerist bara um mína sýn og að heyra hvað þau hefðu að segja líka,“ segir Arnar. „Þetta var mjög góður fundur. Heiðarleg samskipti og menn fóru yfir ákveðin mál, og hvernig þeir sæju framtíðina fyrir sér. Í stuttu máli þá talaði ég um að ég hefði áhuga á þessu, og fannst líka mikilvægt að um leið og menn byrja að tala um framtíðina þá geri menn upp fortíðina líka, af heilindum. Horfist í augu við hvar landsliðið stendur í dag og hvað má mögulega bæta og gera betur,“ segir Arnar en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Arnar í viðtali eftir fund með KSÍ Arnar vildi ekki fara nákvæmlega út í sína sýn á landsliðið, að sinni, en ljóst er að hann sér mikil tækifæri hjá liðinu sem hefur verið án þjálfara eftir að Åge Hareide hætti í lok nóvember. „Hver sem verður valinn þá held ég að þetta sé mikilvægasta ráðning í íslenskum fótbolta í langan, langan tíma. Það er rosalegt „potential“ í landsliðinu núna og sá aðili sem verður valinn þarf að hafa marga góða og sterka eiginleika. Ekki bara fótboltalega séð heldur líka fyrir utan völlinn. Ég skynja það að íslenskir knattspyrnuáhugamenn eru að biðja um sterkt nafn til að leiða veginn áfram, þannig að ég held að stjórn KSÍ geri sér alveg grein fyrir sinni ábyrgð á að rétti aðilinn verði fyrir valinu. Það má ekki gera mistök núna, því það er svo mikið í húfi,“ segir Arnar. Mjög áhugasamur og vill virkja „gamla hunda“ Þrátt fyrir að vera í afar spennandi verkefni með Víkinga, sem komnir eru í umspil um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu og spila í því í febrúar, langar Arnar að taka við landsliðinu: „Ég get ekki neitað því að ég er mjög áhugasamur. Þetta er mesti heiður sem íslenskur þjálfari getur fengið, að stjórna sinni þjóð, og mér finnst þeta virkilega spennandi starf á þessum tímapunkti, með þennan efnivið. Og eins og reynsla mín hjá Víkingum hefur sannað er líka skemmtilegt að virkja aftur ferla hjá gömlum hundum,“ segir Arnar. Stjórn KSÍ hélt áfram að funda eftir að Arnar yfirgaf fundarherbergið á Nordica. Aðspurður um framhaldið svaraði þjálfarinn: „Ætli stjórn KSÍ þurfi ekki að vega og meta hvernig þessi viðtöl gengu fyrir sig og svo velja þau bara sinn aðila. Hver sem verður fyrir valinu þá vonast ég til að það verði aðili sem skilur hversu stórt og mikið þetta verkefni verður.“ Landslið karla í fótbolta Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Tveir af þremur þjálfurum sem helst hafa verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta gætu orðið keppinautar í Noregi á komandi tímabili. 9. janúar 2025 10:36 Mest lesið Í beinni: Chiefs - Eagles | Barist um Ofurskálina í New Orleans Sport Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Skoraði með fyrstu snertingunni og fékk síðan rautt spjald í sigri Barcelona Fótbolti Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Körfubolti Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Körfubolti Panathinaikos mætir Víkingum með tvo tapleiki á bakinu Fótbolti Randy Moss brast í grát eftir kveðjur frá Brady og Belichick Sport Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Enski boltinn Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Körfubolti Fleiri fréttir Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Skoraði með fyrstu snertingunni og fékk síðan rautt spjald í sigri Barcelona Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Panathinaikos mætir Víkingum með tvo tapleiki á bakinu Tvær þrennur í níu marka stórsigri Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Glódís bjargaði marki og áfram heldur sigurganga Bayern Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Bjarki kom inn á fyrir Mikael í eins marks tapi Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Sjá meira
„Ég held að allir viti að KSÍ er að tala við ákveðna aðila og ég er einn af þeim,“ segir Arnar sem ásamt Frey Alexanderssyni hefur lengi þótt líklegastur til að verða næsti landsliðsþjálfari. Samkvæmt Fotbollskanalen í Svíþjóð kom Per-Mathias Högmo einnig til greina en hann er nú tekinn við Molde, og Freyr er einnig í viðræðum við norska félagið Brann. Víkingar gáfu í desember leyfi fyrir því að KSÍ ræddi við Arnar. „Þetta hefur haft aðeins lengri aðdraganda því ég er búinn að vera erlendis í fríi. Þannig að þessi fundur snerist bara um mína sýn og að heyra hvað þau hefðu að segja líka,“ segir Arnar. „Þetta var mjög góður fundur. Heiðarleg samskipti og menn fóru yfir ákveðin mál, og hvernig þeir sæju framtíðina fyrir sér. Í stuttu máli þá talaði ég um að ég hefði áhuga á þessu, og fannst líka mikilvægt að um leið og menn byrja að tala um framtíðina þá geri menn upp fortíðina líka, af heilindum. Horfist í augu við hvar landsliðið stendur í dag og hvað má mögulega bæta og gera betur,“ segir Arnar en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Arnar í viðtali eftir fund með KSÍ Arnar vildi ekki fara nákvæmlega út í sína sýn á landsliðið, að sinni, en ljóst er að hann sér mikil tækifæri hjá liðinu sem hefur verið án þjálfara eftir að Åge Hareide hætti í lok nóvember. „Hver sem verður valinn þá held ég að þetta sé mikilvægasta ráðning í íslenskum fótbolta í langan, langan tíma. Það er rosalegt „potential“ í landsliðinu núna og sá aðili sem verður valinn þarf að hafa marga góða og sterka eiginleika. Ekki bara fótboltalega séð heldur líka fyrir utan völlinn. Ég skynja það að íslenskir knattspyrnuáhugamenn eru að biðja um sterkt nafn til að leiða veginn áfram, þannig að ég held að stjórn KSÍ geri sér alveg grein fyrir sinni ábyrgð á að rétti aðilinn verði fyrir valinu. Það má ekki gera mistök núna, því það er svo mikið í húfi,“ segir Arnar. Mjög áhugasamur og vill virkja „gamla hunda“ Þrátt fyrir að vera í afar spennandi verkefni með Víkinga, sem komnir eru í umspil um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu og spila í því í febrúar, langar Arnar að taka við landsliðinu: „Ég get ekki neitað því að ég er mjög áhugasamur. Þetta er mesti heiður sem íslenskur þjálfari getur fengið, að stjórna sinni þjóð, og mér finnst þeta virkilega spennandi starf á þessum tímapunkti, með þennan efnivið. Og eins og reynsla mín hjá Víkingum hefur sannað er líka skemmtilegt að virkja aftur ferla hjá gömlum hundum,“ segir Arnar. Stjórn KSÍ hélt áfram að funda eftir að Arnar yfirgaf fundarherbergið á Nordica. Aðspurður um framhaldið svaraði þjálfarinn: „Ætli stjórn KSÍ þurfi ekki að vega og meta hvernig þessi viðtöl gengu fyrir sig og svo velja þau bara sinn aðila. Hver sem verður fyrir valinu þá vonast ég til að það verði aðili sem skilur hversu stórt og mikið þetta verkefni verður.“
Landslið karla í fótbolta Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Tveir af þremur þjálfurum sem helst hafa verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta gætu orðið keppinautar í Noregi á komandi tímabili. 9. janúar 2025 10:36 Mest lesið Í beinni: Chiefs - Eagles | Barist um Ofurskálina í New Orleans Sport Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Skoraði með fyrstu snertingunni og fékk síðan rautt spjald í sigri Barcelona Fótbolti Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Körfubolti Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Körfubolti Panathinaikos mætir Víkingum með tvo tapleiki á bakinu Fótbolti Randy Moss brast í grát eftir kveðjur frá Brady og Belichick Sport Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Enski boltinn Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Körfubolti Fleiri fréttir Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Skoraði með fyrstu snertingunni og fékk síðan rautt spjald í sigri Barcelona Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Panathinaikos mætir Víkingum með tvo tapleiki á bakinu Tvær þrennur í níu marka stórsigri Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Glódís bjargaði marki og áfram heldur sigurganga Bayern Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Bjarki kom inn á fyrir Mikael í eins marks tapi Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Sjá meira
Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Tveir af þremur þjálfurum sem helst hafa verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta gætu orðið keppinautar í Noregi á komandi tímabili. 9. janúar 2025 10:36