Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 9. janúar 2025 16:13 Patrik veit hvað hann syngur þegar kemur að nýjustu tísku. Tónlistarmaðurinn Patrik Snær Atlason, jafnan þekktur sem Prettyboitjokkó, er á skíðum í í Selva á Ítalíu ásamt fjölskyldu sinni og kærustunni, Friðþóru Sigurjónsdóttur. Patrik er annálaður smekkmaður þegar kemur að fatavali og hefur mikinn áhuga á tísku, sérstaklega þegar kemur að dýrum merkja- og hönnunarvörum. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að hann klæðist rándýrum útivistarfötum þegar hann þeysist niður brekkur ítölsku Alpanna. Patrik birti mynd af sér á samfélagsmiðlum í skíðafötum frá ítalska lífstíls- og útivistarmerkinu Moncler. Dúnúlpan er ljósbrún að lit með hettu og kostar 2300 bandaríkjadali, eða um 325 þúsund íslenskar krónur miðað við núverandi gengi. Skíðabuxurnar eru dökkbrúnar með renndum vösum og kosta 1330 bandaríkjadollara, eða um 188 þúsund íslenskar krónur. https://www.farfetch.com/ https://www.farfetch.com/ Moncler var stofnað árið 1952 í litlu fjallaþorpi nálægt Grenoble í suðurhluta Frakklands, en er nú með höfuðstöðvar á Ítalíu. Merkið er þekkt fyrir stílhreina og glæsilega hönnun og hefur notið mikilla vinsælda víða um heim þvert á alla aldurshópa, þá helst fyrir dúnúlpur í glansandi nylon efni. Patrik deildi myndbandi af sér á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem hann tekur sig vel út í dressinu. Hann er með einstakan skíðastíl og nýtur lífsins í fjallshlíðunum. @prettyboitjokkoo Rateaðu stílinn 🎿 ♬ Annan Hring - PATR!K & Herbert Guðmundsson & Bomarz Tíska og hönnun Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
Patrik er annálaður smekkmaður þegar kemur að fatavali og hefur mikinn áhuga á tísku, sérstaklega þegar kemur að dýrum merkja- og hönnunarvörum. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að hann klæðist rándýrum útivistarfötum þegar hann þeysist niður brekkur ítölsku Alpanna. Patrik birti mynd af sér á samfélagsmiðlum í skíðafötum frá ítalska lífstíls- og útivistarmerkinu Moncler. Dúnúlpan er ljósbrún að lit með hettu og kostar 2300 bandaríkjadali, eða um 325 þúsund íslenskar krónur miðað við núverandi gengi. Skíðabuxurnar eru dökkbrúnar með renndum vösum og kosta 1330 bandaríkjadollara, eða um 188 þúsund íslenskar krónur. https://www.farfetch.com/ https://www.farfetch.com/ Moncler var stofnað árið 1952 í litlu fjallaþorpi nálægt Grenoble í suðurhluta Frakklands, en er nú með höfuðstöðvar á Ítalíu. Merkið er þekkt fyrir stílhreina og glæsilega hönnun og hefur notið mikilla vinsælda víða um heim þvert á alla aldurshópa, þá helst fyrir dúnúlpur í glansandi nylon efni. Patrik deildi myndbandi af sér á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem hann tekur sig vel út í dressinu. Hann er með einstakan skíðastíl og nýtur lífsins í fjallshlíðunum. @prettyboitjokkoo Rateaðu stílinn 🎿 ♬ Annan Hring - PATR!K & Herbert Guðmundsson & Bomarz
Tíska og hönnun Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira