Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2025 14:53 Par skoðar rústir húss þeirra. AP/Ethan Swope Enn loga miklir eldar í Los Angeles en vind hefur tekið að lægja en talið er að veðrið muni lítið hjálpa við slökkvistörf fyrr en annað kvöld. Þrír stórir eldar hafa brennt stór svæði í úthverfum borgarinnar en að minnsta kosti fimm eru látnir og rúmlega tvö þúsund byggingar hafa brunnið. Allir sem vitað er að hafa dáið fundust í Altadena en þau létust vegna Eaton-eldsins svokallaða. Hann dreifði gífurlega hratt úr sér á þriðjudaginn og höfðu íbúar mjög takmarkaðan tíma til að flýja. Óttast er að fleiri hafi dáið en vitað sé. Sjá einnig: „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Að minnsta kosti 130 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín vegna eldanna. LA Times segir þetta einhverja skæðustu gróðurelda svæðisins í manna minnum. Kort frá CalFire sem sýnir fjóra ef eldunum í Los Angeles. Enn sem komið er hafa eldarnir að mestu brunnið stjórnlausir og hefur slökkviliðsmönnum ekkert gengið að ná tökum á þeim. Þeir eru sagðir verulega þreyttir eftir linnulaus störf undanfarna daga en tveir nýir eldar kviknuðu í gærkvöldi. Mikill og þurr vindur hefur verið á svæðinu og hefur það gert slökkvistarf sérstaklega erfitt. Þó dregið hafi úr vindi er talið að veðrið muni lítið hjálpa fyrr en í fyrsta lagi í annað kvöld. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá Los Angeles sem flestar voru teknar af ljósmyndurum AP fréttaveitunnar í morgun og í gærkvöldi. Gervihnattarmynd af Eaton-eldinum í gærkvöldi.AP/Maxar Maður gengur hjá brunnu húsi í Altadena.AP/Ethan Swope Brennt tré í Altadena. Mikill vindur hefur dreift glóðum víða.AP/Nic Coury Stytta sem varð eldi að bráð í Pacific Palisades.AP/Damian Dovarganes Hjólreiðamaður í Altadena.(AP/Chris Pizzello Kona fyrir framan brunnið heimili hennar í Palisades.AP/Etienne Laurent Borgarar hjálpa slökkviliðsmanni í Altadena.AP/Chris Pizzello Slökkviliðsmaður að störfum í Altadena.AP/Ethan Swope Aðstður hafa verið mjög erfiðar fyrir slökkviliðsmenn.AP/Ethan Swope Rúmlega tvö þúsund hús hafa orðið eldi að bráð.AP/Stephen Lam Slökkviliðsmenn reyna að bjarga húsi í Palisades hverfinu.AP/Etienne Laurent Af Palisades eldinum.AP/Damian Dovarganes Logandi bíll í Altadena.AP/Ethan Swope Tveir eldanna í Los Angeles eru mjög stórir.AP/Stephen Lam Frá Altadena, þar sem fjölmörg hús hafa brunnið.AP/Stephen Lam Fólk virðir eldana fyrir sér úr fjarska.AP/Etienne Laurent Vatni varpað á eld úr lofti.AP/Ethan Swope Hæðarnar kringum Los Angeles eru skógi vaxnar og gróðurinn þar er mjög þurr.AP/Etienne Laurent Slökkviliðsmaður horfir á brennandi hús í Pacific Palisades.AP/Etienne Laurent Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Gróðureldarnir miklu sem geisa nú við Los Angeles ógna Rivera-golfvellinum sögufræga sem hýsir árlegt PGA-mót. Völlurinn er innan rýmingarsvæðis vegna eldanna en hefur ekki enn orðið fyrir skemmdum. 9. janúar 2025 10:32 Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Mikill fjöldi Hollywood stjarna hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna þeirra gríðarlegu skógarelda sem nú brenna í úthverfum Los Angeles borgar. Þá hefur töluverður fjöldi stjarna misst heimili sín í úthverfi borgarinnar, Pacific Palisades og í Malibu. 9. janúar 2025 10:30 Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Eldarnir í Los Angeles brenna enn glatt og nú er staðan þannig að sjö aðskildir eldar brenna nú víðsvegar um úthverfi borgarinnar, þar á meðal í Hollywood hæðum þar sem stjörnurnar búa. 9. janúar 2025 06:33 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Sjá meira
Allir sem vitað er að hafa dáið fundust í Altadena en þau létust vegna Eaton-eldsins svokallaða. Hann dreifði gífurlega hratt úr sér á þriðjudaginn og höfðu íbúar mjög takmarkaðan tíma til að flýja. Óttast er að fleiri hafi dáið en vitað sé. Sjá einnig: „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Að minnsta kosti 130 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín vegna eldanna. LA Times segir þetta einhverja skæðustu gróðurelda svæðisins í manna minnum. Kort frá CalFire sem sýnir fjóra ef eldunum í Los Angeles. Enn sem komið er hafa eldarnir að mestu brunnið stjórnlausir og hefur slökkviliðsmönnum ekkert gengið að ná tökum á þeim. Þeir eru sagðir verulega þreyttir eftir linnulaus störf undanfarna daga en tveir nýir eldar kviknuðu í gærkvöldi. Mikill og þurr vindur hefur verið á svæðinu og hefur það gert slökkvistarf sérstaklega erfitt. Þó dregið hafi úr vindi er talið að veðrið muni lítið hjálpa fyrr en í fyrsta lagi í annað kvöld. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá Los Angeles sem flestar voru teknar af ljósmyndurum AP fréttaveitunnar í morgun og í gærkvöldi. Gervihnattarmynd af Eaton-eldinum í gærkvöldi.AP/Maxar Maður gengur hjá brunnu húsi í Altadena.AP/Ethan Swope Brennt tré í Altadena. Mikill vindur hefur dreift glóðum víða.AP/Nic Coury Stytta sem varð eldi að bráð í Pacific Palisades.AP/Damian Dovarganes Hjólreiðamaður í Altadena.(AP/Chris Pizzello Kona fyrir framan brunnið heimili hennar í Palisades.AP/Etienne Laurent Borgarar hjálpa slökkviliðsmanni í Altadena.AP/Chris Pizzello Slökkviliðsmaður að störfum í Altadena.AP/Ethan Swope Aðstður hafa verið mjög erfiðar fyrir slökkviliðsmenn.AP/Ethan Swope Rúmlega tvö þúsund hús hafa orðið eldi að bráð.AP/Stephen Lam Slökkviliðsmenn reyna að bjarga húsi í Palisades hverfinu.AP/Etienne Laurent Af Palisades eldinum.AP/Damian Dovarganes Logandi bíll í Altadena.AP/Ethan Swope Tveir eldanna í Los Angeles eru mjög stórir.AP/Stephen Lam Frá Altadena, þar sem fjölmörg hús hafa brunnið.AP/Stephen Lam Fólk virðir eldana fyrir sér úr fjarska.AP/Etienne Laurent Vatni varpað á eld úr lofti.AP/Ethan Swope Hæðarnar kringum Los Angeles eru skógi vaxnar og gróðurinn þar er mjög þurr.AP/Etienne Laurent Slökkviliðsmaður horfir á brennandi hús í Pacific Palisades.AP/Etienne Laurent
Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Gróðureldarnir miklu sem geisa nú við Los Angeles ógna Rivera-golfvellinum sögufræga sem hýsir árlegt PGA-mót. Völlurinn er innan rýmingarsvæðis vegna eldanna en hefur ekki enn orðið fyrir skemmdum. 9. janúar 2025 10:32 Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Mikill fjöldi Hollywood stjarna hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna þeirra gríðarlegu skógarelda sem nú brenna í úthverfum Los Angeles borgar. Þá hefur töluverður fjöldi stjarna misst heimili sín í úthverfi borgarinnar, Pacific Palisades og í Malibu. 9. janúar 2025 10:30 Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Eldarnir í Los Angeles brenna enn glatt og nú er staðan þannig að sjö aðskildir eldar brenna nú víðsvegar um úthverfi borgarinnar, þar á meðal í Hollywood hæðum þar sem stjörnurnar búa. 9. janúar 2025 06:33 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Sjá meira
Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Gróðureldarnir miklu sem geisa nú við Los Angeles ógna Rivera-golfvellinum sögufræga sem hýsir árlegt PGA-mót. Völlurinn er innan rýmingarsvæðis vegna eldanna en hefur ekki enn orðið fyrir skemmdum. 9. janúar 2025 10:32
Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Mikill fjöldi Hollywood stjarna hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna þeirra gríðarlegu skógarelda sem nú brenna í úthverfum Los Angeles borgar. Þá hefur töluverður fjöldi stjarna misst heimili sín í úthverfi borgarinnar, Pacific Palisades og í Malibu. 9. janúar 2025 10:30
Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Eldarnir í Los Angeles brenna enn glatt og nú er staðan þannig að sjö aðskildir eldar brenna nú víðsvegar um úthverfi borgarinnar, þar á meðal í Hollywood hæðum þar sem stjörnurnar búa. 9. janúar 2025 06:33