Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Valur Páll Eiríksson skrifar 10. janúar 2025 11:32 Ástandið er grafalvarlegt í Kaliforníu vegna eldanna. Tiffany Rose/Getty Images Úrslitakeppnin í NFL-deildinni í amerískum fótbolta hefst á morgun. Eldarnir sem geisa í Kaliforní hafa sín áhrif á leik Los Angeles Rams. LA Rams leika síðasta leikinn í umspilsumferðinni sem fram fer um helgina. Þeir mæta Minnesota Vikings, en sá leikur átti að fara fram á SoFi-vellinum í Inglewood suðvestur af Los Angeles. Tekin hefur verið ákvörðun um að færa þann leik, í samráði við opinbera aðila, félögin sem við eiga og leikmannasamtök. Hann fer því fram á heimavelli Arizona Cardinals, State Farm-vellinum í Glendale, en Cardinals komust ekki í úrslitakeppnina. Los Angeles Chargers, hitt NFL-liðið í borginni, á útileik við Houston Texans í úrslitakeppninni um helgina. Allir sex leikir helgarinnar verða í beinni á Stöð 2 Sport 2. Eldarnir sem geisa í Kaliforníu hafa dregið tíu manns til dauða og neytt hundruði þúsunda íbúa af heimilum sínum. Tugir þúsunda híbýla hafa orðið eldinum að bráð. Í gærkvöld var leik Los Angeles Lakers við Charlotte Hornets frestað, en þau lið áttu að mætast í Crypto.com-höllinni í miðbæ Los Angeles. JJ Redick, þjálfari Lakers, er á meðal þeirra sem glataði húsi sínu til eldanna. Söguleg tilfærsla Þetta er aðeins í annað sinn sem leikur er færður í sögu NFL-deildinnar. Fyrra skiptið var fyrir 89 árum síðan. Árið 1936 var leikur Boston Redskins og Green Bay Packers fluttur frá Boston til New York. Eigandi Boston-liðs þess tíma, George Preston Marshall, færði þann leik. Það var við heldur óalvarlegri aðstæður, þar sem honum þótti fólk í Boston ekki styðja liðið nægilega. Ekki gekk betur í New York þó, þar sem Redskins töpuðu leiknum 21-6. Þetta lagði þó grunninn að því að Marshall flutti Redskins-liðið búferlum til heimaborgar sinnar, Washington D.C. Þar hafa Redskins verið síðan, en nafninu þó verið breytt í Washington Commanders. Commanders-liðið mætir Tampa Bay Buccaneers aðfaranótt mánudags. Leikir helgarinnar í NFL-deildinni Laugardagur 11. janúar 21:30 Houston Texans - Los Angeles Chargers (Stöð 2 Sport 2) 01:00 Baltimore Ravens - Pittsburgh Steelers (Stöð 2 Sport 2) Sunnudagur 12. janúar 18:00 Buffalo Bills - Denver Broncos (Stöð 2 Sport 2) 21:30 Philadelphia Eagles - Green Bay Packers (Stöð 2 Sport 2) 01:00 Tampa Bay Buccaneers - Washington Commanders (Stöð 2 Sport 2) Mánudagur 13. janúar 01:00 Los Angeles Rams - Minnesota Vikings (Stöð 2 Sport 2) Þriðjudagur 14. janúar 20:00 Lokasóknin (Stöð 2 Sport 2) NFL Gróðureldar Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Tengdar fréttir Stóru eldarnir enn hömlulausir Tíu eru látnir í gróðureldunum í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og óttast að um 10 þúsund byggingar séu ónýtar. Eldarnir hafa farið yfir að minnsta kosti 140 ferkílómetra. 10. janúar 2025 06:39 Stjórnlausum eldum fjölgar í LA Mikil óreiða ríkir í úthverfum Los Angeles í Bandaríkjunum vegna stjórnlausra gróðurelda. Að minnsta kosti fjórir eldar loga á svæðinu og dreifist hratt úr þeim vegna þurrka og sterkra vinda. Slökkviliðsmenn ráða ekkert við ástandið. 8. janúar 2025 15:50 Mest lesið Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Ísak á leið í atvinnumennsku Handbolti Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Fleiri fréttir Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Ástralski rúgbý strákurinn sem vann Super Bowl Rubiales segir að Hermoso hafi samþykkt kossinn Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Metáhorf á Super Bowl Ari Freyr og Ólafur Ingi sameinaðir á ný í U21-landsliðinu Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Sigurvegarinn í einvígi Real Madrid og City vinni Meistaradeildina Ísak á leið í atvinnumennsku „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Dagskráin: Risaleikur í Meistaradeildinni í Manchester Elsa setti þrjú heimsmet og varð Evrópumeistari fimmta árið í röð Sendi pabba sínum hugljúf skilaboð fyrir Super Bowl leikinn Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Sjá meira
LA Rams leika síðasta leikinn í umspilsumferðinni sem fram fer um helgina. Þeir mæta Minnesota Vikings, en sá leikur átti að fara fram á SoFi-vellinum í Inglewood suðvestur af Los Angeles. Tekin hefur verið ákvörðun um að færa þann leik, í samráði við opinbera aðila, félögin sem við eiga og leikmannasamtök. Hann fer því fram á heimavelli Arizona Cardinals, State Farm-vellinum í Glendale, en Cardinals komust ekki í úrslitakeppnina. Los Angeles Chargers, hitt NFL-liðið í borginni, á útileik við Houston Texans í úrslitakeppninni um helgina. Allir sex leikir helgarinnar verða í beinni á Stöð 2 Sport 2. Eldarnir sem geisa í Kaliforníu hafa dregið tíu manns til dauða og neytt hundruði þúsunda íbúa af heimilum sínum. Tugir þúsunda híbýla hafa orðið eldinum að bráð. Í gærkvöld var leik Los Angeles Lakers við Charlotte Hornets frestað, en þau lið áttu að mætast í Crypto.com-höllinni í miðbæ Los Angeles. JJ Redick, þjálfari Lakers, er á meðal þeirra sem glataði húsi sínu til eldanna. Söguleg tilfærsla Þetta er aðeins í annað sinn sem leikur er færður í sögu NFL-deildinnar. Fyrra skiptið var fyrir 89 árum síðan. Árið 1936 var leikur Boston Redskins og Green Bay Packers fluttur frá Boston til New York. Eigandi Boston-liðs þess tíma, George Preston Marshall, færði þann leik. Það var við heldur óalvarlegri aðstæður, þar sem honum þótti fólk í Boston ekki styðja liðið nægilega. Ekki gekk betur í New York þó, þar sem Redskins töpuðu leiknum 21-6. Þetta lagði þó grunninn að því að Marshall flutti Redskins-liðið búferlum til heimaborgar sinnar, Washington D.C. Þar hafa Redskins verið síðan, en nafninu þó verið breytt í Washington Commanders. Commanders-liðið mætir Tampa Bay Buccaneers aðfaranótt mánudags. Leikir helgarinnar í NFL-deildinni Laugardagur 11. janúar 21:30 Houston Texans - Los Angeles Chargers (Stöð 2 Sport 2) 01:00 Baltimore Ravens - Pittsburgh Steelers (Stöð 2 Sport 2) Sunnudagur 12. janúar 18:00 Buffalo Bills - Denver Broncos (Stöð 2 Sport 2) 21:30 Philadelphia Eagles - Green Bay Packers (Stöð 2 Sport 2) 01:00 Tampa Bay Buccaneers - Washington Commanders (Stöð 2 Sport 2) Mánudagur 13. janúar 01:00 Los Angeles Rams - Minnesota Vikings (Stöð 2 Sport 2) Þriðjudagur 14. janúar 20:00 Lokasóknin (Stöð 2 Sport 2)
Leikir helgarinnar í NFL-deildinni Laugardagur 11. janúar 21:30 Houston Texans - Los Angeles Chargers (Stöð 2 Sport 2) 01:00 Baltimore Ravens - Pittsburgh Steelers (Stöð 2 Sport 2) Sunnudagur 12. janúar 18:00 Buffalo Bills - Denver Broncos (Stöð 2 Sport 2) 21:30 Philadelphia Eagles - Green Bay Packers (Stöð 2 Sport 2) 01:00 Tampa Bay Buccaneers - Washington Commanders (Stöð 2 Sport 2) Mánudagur 13. janúar 01:00 Los Angeles Rams - Minnesota Vikings (Stöð 2 Sport 2) Þriðjudagur 14. janúar 20:00 Lokasóknin (Stöð 2 Sport 2)
NFL Gróðureldar Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Tengdar fréttir Stóru eldarnir enn hömlulausir Tíu eru látnir í gróðureldunum í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og óttast að um 10 þúsund byggingar séu ónýtar. Eldarnir hafa farið yfir að minnsta kosti 140 ferkílómetra. 10. janúar 2025 06:39 Stjórnlausum eldum fjölgar í LA Mikil óreiða ríkir í úthverfum Los Angeles í Bandaríkjunum vegna stjórnlausra gróðurelda. Að minnsta kosti fjórir eldar loga á svæðinu og dreifist hratt úr þeim vegna þurrka og sterkra vinda. Slökkviliðsmenn ráða ekkert við ástandið. 8. janúar 2025 15:50 Mest lesið Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Ísak á leið í atvinnumennsku Handbolti Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Fleiri fréttir Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Ástralski rúgbý strákurinn sem vann Super Bowl Rubiales segir að Hermoso hafi samþykkt kossinn Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Metáhorf á Super Bowl Ari Freyr og Ólafur Ingi sameinaðir á ný í U21-landsliðinu Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Sigurvegarinn í einvígi Real Madrid og City vinni Meistaradeildina Ísak á leið í atvinnumennsku „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Dagskráin: Risaleikur í Meistaradeildinni í Manchester Elsa setti þrjú heimsmet og varð Evrópumeistari fimmta árið í röð Sendi pabba sínum hugljúf skilaboð fyrir Super Bowl leikinn Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Sjá meira
Stóru eldarnir enn hömlulausir Tíu eru látnir í gróðureldunum í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og óttast að um 10 þúsund byggingar séu ónýtar. Eldarnir hafa farið yfir að minnsta kosti 140 ferkílómetra. 10. janúar 2025 06:39
Stjórnlausum eldum fjölgar í LA Mikil óreiða ríkir í úthverfum Los Angeles í Bandaríkjunum vegna stjórnlausra gróðurelda. Að minnsta kosti fjórir eldar loga á svæðinu og dreifist hratt úr þeim vegna þurrka og sterkra vinda. Slökkviliðsmenn ráða ekkert við ástandið. 8. janúar 2025 15:50