Gengið er inn á efri hæð hússins í bjarta og rúmgóða forstofu, sem leiðir inn í opið alrými með gólfsíðum gluggum og stórbrotnu útsýni yfir borgina, til sjávar, vestur að Snæfellsjökli og víðar.
Stofurýmið er hlýlega innréttað þar sem ljósir litatónar, stjónsteyptir veggir og stæðilegur arinn skapar notalega stemningu. Í eldhúsinu er sérsmíðuð innrétting með góðu vinnuplássi og granít á borðumi. Útgengt er úr ýminu er á rúmgóðar svalir.
Parketlagður stigi leiðir á neðri hæð hússins. Þaðan er útgengt á skólasæla verönd með heitum potti.
Í húsinu eru samtals sex svefnherbergi og þrjú baðherbegi.
Nánari upplýsingar má nálgast á fasteignavef Vísis.





