Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar 11. janúar 2025 13:33 Nú tökum nýju ríkisstjórnina á orðinu og styðjum hana til góðra verka. Í stefnu hennar má sjá margt jákvætt um auðlindir og umhverfismál. Það verður erfitt fyrir nýju stjórnina að ná þessu fram, en það er engin afsökun - því erindin eru ákaflega brýn. Hér þarf einbeitta pólitíska sýn og samfélagsvitund í mikilli tímaþröng. Lítum á helstu mál með úrklippum úr sáttmálanum: … mótun auðlindastefnu um sjálfbæra nýtingu og réttlát auðlindagjöld… Ríkisstjórnin mun hafa forgöngu um að samþykkt verði ákvæði í stjórnarskrá um auðlindir í þjóðareign. Frábært. En. Sjálfbær nýting þarf að þýða það í reynd. Sjálfbærni er líklega misnotaðasta hugtak í almennri umræðu í dag og látið gilda um nánast hvaða dyggðaskreytingu sem er. Vistkerfanálgun (e.ecosystems approach) þar sem hún á við er dæmi um viðurkennda aðferð sem hægt er að innleiða. Raunveruleg auðlindastefna um sjálfbæra nýtingu ásamt stjórnarskrárákvæði um auðlindir í þjóðareign væri í raun stórpólitískt afrek. Stjórnin getur treyst því að hún hefur yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar með sér í þessu efni eins og marg oft hefur komið fram, svo sem í þjóðaratkvæðagreiðslu um áherslur í nýja stjórnarskrá árið 2012. (Sú spurning sem flestir svöruðu með jái var spurning um náttúruauðlindir í þjóðareign, alls 84.760). Sama niðurstaða hefur fengist ítrekað í könnunum. Með aðgerðum til að auka orkuöflun, styrkja flutningskerfi og bæta orkunýtni þannig að stutt verði við orkuskipti og verðmætasköpun um allt land… Ríkisstjórnin mun vinna að breiðri sátt um lagaumgjörð vindorkunýtingar… Raforkulögum verður breytt til að tryggja forgang heimila og almennra notenda. Þetta er mjög gott. Maður skilur þá vonandi réttilega að ,,verðmætasköpun” muni byggja t.d. á raunverulega sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda eins og fyrr er sagt. Æ betur kemur í ljós hve vindorkunýting felur í sér margar hættur og skoða þarf það mál mjög vel. Vindorka getur átt rétt á sér, en þarf að vera á samfélagslegum forsendum eins og við höfum borið gæfu til að byggja upp hitaveitur og opinber orkufyrirtæki til hagsbóta fyrir land og lýð. Forgangur almennra notenda á orku til samfélagsþarfa ætti svo að vera með fyrstu málum á nýju Þingi. Þetta eru góð stefnumið til að koma í veg fyrir umsátursástand um orkuna í landinu eins og stefnir í og þarf sterk bein til að standa á móti Með markvissum loftslagsaðgerðum svo að Ísland nái kolefnishlutleysi fyrir árið 2040 og verði áfram í fremstu röð í baráttu gegn hnattrænni hlýnun. Leiðrétting: Ísland er ekki í fremstu röð í baráttu gegn hnattrænni hlýnun. (Sjá mælaborð himinnoghaf.is) Losun á hvern íbúa er mjög mikil á Íslandi. Fráfarandi ríkisstjórn ætlaði einnig að ná kolefnishlutleysi eftir 15 ár frá deginum í dag að telja svo ætla má að pólitísk samstaða sé um málið. En hvað þýðir ,,kolefnishlutleysi” og hvers vegna miðar svo hægt sem raun ber vitni? Loftslagsráð er algjörleg skýrt í sínum ábendingum: ,,…loftslagsbreytingar eru byrjaðar að breyta náttúrufari og lífsskilyrðum fólks á Íslandi með vaxandi áskorunum fyrir efnahag, samfélag og náttúru. Til að tryggja að þær áskoranir verði ekki meiri en við er ráðið þarf umbyltingu í lífsháttum og umgengni við náttúruna. Þar gegna stjórnvöld, atvinnulíf og stefnumótendur lykilhlutverki. Draga þarf úr losun eins hratt og unnt er og aðlaga samfélagið þannig að það ráði við álagið. Loftslagsvá er viðfangsefni samfélagsins alls og forðast þarf andvaraleysi gagnvart áhættunni.” Einhvern tíman hefði svona brýning verið tilefni til stjórnsýsluúttektar og stöðutöku þar sem horfst er í augu við hve lítið miðar. Er slíkt raunveruleikamat ekki einmitt ágæt byrjun fyrir nýja stjórn? Hver er árangurinn af starfi Grænvangs, samráðsvettvangs stjórnvalda og fyrirtækjanna, í magnbundnum og tímasettum afurðum? Á heimasíðu Grænvangs segir: ,,Ríkisstjórn Íslands (innskot: fráfarandi) hefur skuldbundið sig til að draga úr losun sem er á beinni ábyrgð stjórnvalda um 55% árið 2030 miðað við losun ársins 2005.” Þar kemur líka fram að ,,betur má ef duga skal”. Nú verða fyrirtækin í landinu að leggja sitt af mörkum (eins og mörg hafa áhuga á). Stærstu 20 fyrirtækin losa 4,3 milljónir tonna af CO2, en losun á ábyrgð íslenskra stjórnvalda er 2,8 milljónir tonna (Hellnasker hugveita). Þarf kannski að skerpa verulega á vinnulagi verkefnisstjórnar fyrir loftslagsáætlun? Við erum að tala um næstu fimm ár! Ríkisstjórnin mun ýta undir orkuskipti í samgöngum og iðnaði, vinna gegn losun frá landi og greiða götu tæknilausna og nýsköpunar á sviði loftslagsmála. Prýðilegt. Nema að ,,ýta undir” er ekki nægilega metnaðarfullt í ljósi þess að landið á að ná kolefnishlutleysi 2040. Það markmið er óraunhæft miðað við núverandi framgang og nægir að benda á mjög alvarlega brýningu Loftslagsráðs til framboðanna fyrir kosningar. Fyrir utan að ,,kolefnishlutleysi” þarf nánari skýringa við eins og formaður Landverndar benti á í viðtali á Morgunvakt rásar 1. Þá verður stutt við líffræðilega fjölbreytni og ráðist í aðgerðir til að vernda hafsvæði og ósnortin víðerni. Þetta eru frábær tíðindi. Líklega í fyrsta sinn sem líffræðileg fjölbreytni ratar inn í stjórnarsáttmála á Íslandi. Það er engin leið að lesa þessa stefnubreytingu öðruvísi en að standa eigi við fyrirheit alþjóða samfélagsins frá 2021 um vernd og endurheimt líffræðilegs fjölbreytileika með mælanlegum markmiðum fyrir árið 2030. (e. Global Biodiversity Framework). Aðgerðir til að vernda hafsvæði eru nýmæli í íslenskum stjórnmálum, en fyrir liggja greiningar um þau mál og hægt að hefjast handa. Mjög gott framtak. Ríkisstjórnin mun styrkja lagaumgjörð fiskeldis til að sporna gegn neikvæðum áhrifum á lífríki og innleiða hvata til eldis á ófrjóum laxi og til eldis í lokuðum kvíum. Að ,,sporna gegn neikvæðum áhrifum á lífríki” er ekki boðlegt orðalag. Hefði verið framsækið fyrir 30 árum, en ekki lengur. Neikvæð áhrif á lífríki geta ekki verið viðskiptamódel áfram. Krafan í dag eru um vistkerfanálgun (e. ecosystems approach) sem verndar vistkerfi og stuðlar að endurheimt þar sem skaði er skeður. Fella þarf allt lagareldi undir þá nálgun strax og stöðva frekari útþenslu sjókvíaeldis á norskum eldislaxi (ágeng framandi tegund í íslenskri náttúru) þar til allar varúðarráðstafanir eru fullkomlega í höfn. Ísland er eitt ríkasta land í heimi og þjóðin býr að ótrúlegum auðæfum í náttúrunni. Hvers vegna í ósköpunum ættum við að gefa afslátt af náttúruvernd? Eða dýravelferð? Við eigum bara að miða við það besta sem þekkist í heiminum og binda í lög. Norska sjókvíaeldið verður að standa undir því eins og allir aðrir í samræmi við ,,sjálfbæra auðlindastefnu”. Góðar fréttir í stjórnarsáttmála Í heildina er umfjöllun um náttúruna og umhverfismál efnismikil í stjórnarsáttmála og stórtíðindi kynnt. Að því gefnu auðvitað að stjórnarflokkarnir ætli sér að standa við fyrirheitin. Allt eru þetta mál sem reikna má með að almenningur styðji að stórum hluta. Einnig má telja víst að félagasamtök náttúruvina og umhverfisverndarsinna ásamt þar til bærum stofnunum og fyrirtækjum muni hafa ríkan samstarfsvilja. Þessi mál eru mörg samtvinnuð og þurfa víðtækt samfélagslegt samráð, sem þarf að skipuleggja undir talsverðri tímapressu. Varnaðarorð Að lokum þetta, og það á ekki bara við um núverandi stjórn. Getur verið að stjórnmálamenn okkar hafi vanmetið stærð og umfang verkefnsins? Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Samdrátt í losun um 41-55% fyrir 2030? Vernd hafsvæða og lands fyrir 2030? Ef þetta gengi eftir væri um hreina umbyltingu að ræða. Mjög jákvæða og framsækna to til hagsbóta fyrir land og lýð. En þetta er gríðarleg áskorun. Dæmi: Úr því að við höfu ekki enn rafvætt samgöngur á landi hafandi allt sem til þarf í höndunum, hvernig ætlum við þá að áorka öllu hinu? Þetta er stærsta einstaka verkefni Íslands í lýðveldissögunni. Eitt kjörtímabil er fljótt að líða. Höfundur er sjálfstætt starfandi ráðgjafi og skrifaði bókina Heimurinn eins og hann er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stefán Jón Hafstein Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nú tökum nýju ríkisstjórnina á orðinu og styðjum hana til góðra verka. Í stefnu hennar má sjá margt jákvætt um auðlindir og umhverfismál. Það verður erfitt fyrir nýju stjórnina að ná þessu fram, en það er engin afsökun - því erindin eru ákaflega brýn. Hér þarf einbeitta pólitíska sýn og samfélagsvitund í mikilli tímaþröng. Lítum á helstu mál með úrklippum úr sáttmálanum: … mótun auðlindastefnu um sjálfbæra nýtingu og réttlát auðlindagjöld… Ríkisstjórnin mun hafa forgöngu um að samþykkt verði ákvæði í stjórnarskrá um auðlindir í þjóðareign. Frábært. En. Sjálfbær nýting þarf að þýða það í reynd. Sjálfbærni er líklega misnotaðasta hugtak í almennri umræðu í dag og látið gilda um nánast hvaða dyggðaskreytingu sem er. Vistkerfanálgun (e.ecosystems approach) þar sem hún á við er dæmi um viðurkennda aðferð sem hægt er að innleiða. Raunveruleg auðlindastefna um sjálfbæra nýtingu ásamt stjórnarskrárákvæði um auðlindir í þjóðareign væri í raun stórpólitískt afrek. Stjórnin getur treyst því að hún hefur yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar með sér í þessu efni eins og marg oft hefur komið fram, svo sem í þjóðaratkvæðagreiðslu um áherslur í nýja stjórnarskrá árið 2012. (Sú spurning sem flestir svöruðu með jái var spurning um náttúruauðlindir í þjóðareign, alls 84.760). Sama niðurstaða hefur fengist ítrekað í könnunum. Með aðgerðum til að auka orkuöflun, styrkja flutningskerfi og bæta orkunýtni þannig að stutt verði við orkuskipti og verðmætasköpun um allt land… Ríkisstjórnin mun vinna að breiðri sátt um lagaumgjörð vindorkunýtingar… Raforkulögum verður breytt til að tryggja forgang heimila og almennra notenda. Þetta er mjög gott. Maður skilur þá vonandi réttilega að ,,verðmætasköpun” muni byggja t.d. á raunverulega sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda eins og fyrr er sagt. Æ betur kemur í ljós hve vindorkunýting felur í sér margar hættur og skoða þarf það mál mjög vel. Vindorka getur átt rétt á sér, en þarf að vera á samfélagslegum forsendum eins og við höfum borið gæfu til að byggja upp hitaveitur og opinber orkufyrirtæki til hagsbóta fyrir land og lýð. Forgangur almennra notenda á orku til samfélagsþarfa ætti svo að vera með fyrstu málum á nýju Þingi. Þetta eru góð stefnumið til að koma í veg fyrir umsátursástand um orkuna í landinu eins og stefnir í og þarf sterk bein til að standa á móti Með markvissum loftslagsaðgerðum svo að Ísland nái kolefnishlutleysi fyrir árið 2040 og verði áfram í fremstu röð í baráttu gegn hnattrænni hlýnun. Leiðrétting: Ísland er ekki í fremstu röð í baráttu gegn hnattrænni hlýnun. (Sjá mælaborð himinnoghaf.is) Losun á hvern íbúa er mjög mikil á Íslandi. Fráfarandi ríkisstjórn ætlaði einnig að ná kolefnishlutleysi eftir 15 ár frá deginum í dag að telja svo ætla má að pólitísk samstaða sé um málið. En hvað þýðir ,,kolefnishlutleysi” og hvers vegna miðar svo hægt sem raun ber vitni? Loftslagsráð er algjörleg skýrt í sínum ábendingum: ,,…loftslagsbreytingar eru byrjaðar að breyta náttúrufari og lífsskilyrðum fólks á Íslandi með vaxandi áskorunum fyrir efnahag, samfélag og náttúru. Til að tryggja að þær áskoranir verði ekki meiri en við er ráðið þarf umbyltingu í lífsháttum og umgengni við náttúruna. Þar gegna stjórnvöld, atvinnulíf og stefnumótendur lykilhlutverki. Draga þarf úr losun eins hratt og unnt er og aðlaga samfélagið þannig að það ráði við álagið. Loftslagsvá er viðfangsefni samfélagsins alls og forðast þarf andvaraleysi gagnvart áhættunni.” Einhvern tíman hefði svona brýning verið tilefni til stjórnsýsluúttektar og stöðutöku þar sem horfst er í augu við hve lítið miðar. Er slíkt raunveruleikamat ekki einmitt ágæt byrjun fyrir nýja stjórn? Hver er árangurinn af starfi Grænvangs, samráðsvettvangs stjórnvalda og fyrirtækjanna, í magnbundnum og tímasettum afurðum? Á heimasíðu Grænvangs segir: ,,Ríkisstjórn Íslands (innskot: fráfarandi) hefur skuldbundið sig til að draga úr losun sem er á beinni ábyrgð stjórnvalda um 55% árið 2030 miðað við losun ársins 2005.” Þar kemur líka fram að ,,betur má ef duga skal”. Nú verða fyrirtækin í landinu að leggja sitt af mörkum (eins og mörg hafa áhuga á). Stærstu 20 fyrirtækin losa 4,3 milljónir tonna af CO2, en losun á ábyrgð íslenskra stjórnvalda er 2,8 milljónir tonna (Hellnasker hugveita). Þarf kannski að skerpa verulega á vinnulagi verkefnisstjórnar fyrir loftslagsáætlun? Við erum að tala um næstu fimm ár! Ríkisstjórnin mun ýta undir orkuskipti í samgöngum og iðnaði, vinna gegn losun frá landi og greiða götu tæknilausna og nýsköpunar á sviði loftslagsmála. Prýðilegt. Nema að ,,ýta undir” er ekki nægilega metnaðarfullt í ljósi þess að landið á að ná kolefnishlutleysi 2040. Það markmið er óraunhæft miðað við núverandi framgang og nægir að benda á mjög alvarlega brýningu Loftslagsráðs til framboðanna fyrir kosningar. Fyrir utan að ,,kolefnishlutleysi” þarf nánari skýringa við eins og formaður Landverndar benti á í viðtali á Morgunvakt rásar 1. Þá verður stutt við líffræðilega fjölbreytni og ráðist í aðgerðir til að vernda hafsvæði og ósnortin víðerni. Þetta eru frábær tíðindi. Líklega í fyrsta sinn sem líffræðileg fjölbreytni ratar inn í stjórnarsáttmála á Íslandi. Það er engin leið að lesa þessa stefnubreytingu öðruvísi en að standa eigi við fyrirheit alþjóða samfélagsins frá 2021 um vernd og endurheimt líffræðilegs fjölbreytileika með mælanlegum markmiðum fyrir árið 2030. (e. Global Biodiversity Framework). Aðgerðir til að vernda hafsvæði eru nýmæli í íslenskum stjórnmálum, en fyrir liggja greiningar um þau mál og hægt að hefjast handa. Mjög gott framtak. Ríkisstjórnin mun styrkja lagaumgjörð fiskeldis til að sporna gegn neikvæðum áhrifum á lífríki og innleiða hvata til eldis á ófrjóum laxi og til eldis í lokuðum kvíum. Að ,,sporna gegn neikvæðum áhrifum á lífríki” er ekki boðlegt orðalag. Hefði verið framsækið fyrir 30 árum, en ekki lengur. Neikvæð áhrif á lífríki geta ekki verið viðskiptamódel áfram. Krafan í dag eru um vistkerfanálgun (e. ecosystems approach) sem verndar vistkerfi og stuðlar að endurheimt þar sem skaði er skeður. Fella þarf allt lagareldi undir þá nálgun strax og stöðva frekari útþenslu sjókvíaeldis á norskum eldislaxi (ágeng framandi tegund í íslenskri náttúru) þar til allar varúðarráðstafanir eru fullkomlega í höfn. Ísland er eitt ríkasta land í heimi og þjóðin býr að ótrúlegum auðæfum í náttúrunni. Hvers vegna í ósköpunum ættum við að gefa afslátt af náttúruvernd? Eða dýravelferð? Við eigum bara að miða við það besta sem þekkist í heiminum og binda í lög. Norska sjókvíaeldið verður að standa undir því eins og allir aðrir í samræmi við ,,sjálfbæra auðlindastefnu”. Góðar fréttir í stjórnarsáttmála Í heildina er umfjöllun um náttúruna og umhverfismál efnismikil í stjórnarsáttmála og stórtíðindi kynnt. Að því gefnu auðvitað að stjórnarflokkarnir ætli sér að standa við fyrirheitin. Allt eru þetta mál sem reikna má með að almenningur styðji að stórum hluta. Einnig má telja víst að félagasamtök náttúruvina og umhverfisverndarsinna ásamt þar til bærum stofnunum og fyrirtækjum muni hafa ríkan samstarfsvilja. Þessi mál eru mörg samtvinnuð og þurfa víðtækt samfélagslegt samráð, sem þarf að skipuleggja undir talsverðri tímapressu. Varnaðarorð Að lokum þetta, og það á ekki bara við um núverandi stjórn. Getur verið að stjórnmálamenn okkar hafi vanmetið stærð og umfang verkefnsins? Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Samdrátt í losun um 41-55% fyrir 2030? Vernd hafsvæða og lands fyrir 2030? Ef þetta gengi eftir væri um hreina umbyltingu að ræða. Mjög jákvæða og framsækna to til hagsbóta fyrir land og lýð. En þetta er gríðarleg áskorun. Dæmi: Úr því að við höfu ekki enn rafvætt samgöngur á landi hafandi allt sem til þarf í höndunum, hvernig ætlum við þá að áorka öllu hinu? Þetta er stærsta einstaka verkefni Íslands í lýðveldissögunni. Eitt kjörtímabil er fljótt að líða. Höfundur er sjálfstætt starfandi ráðgjafi og skrifaði bókina Heimurinn eins og hann er.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun