Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. janúar 2025 08:19 Það var óvenjurólegt hjá lögreglunni í gærkvöldi og í nótt miðað við oft áður. Kannski var það færðin. Vísir/Vilhelm Lögreglunni bárust nokkrar tilkynningar um ólæti og slagsmál í nótt. Í miðbænum var manni hent út af skemmtistað vegna „óláta“ en sá flúði svo af vettvangi þegar lögregluna bar að garði. Viðkomandi var eltur uppi og handtekinn. Kvöldið var óvenjurólegt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu miðað við oft áður ef marka má hina svokölluð dagbók lögreglu yfir mál kvöldsins og næturinnar. Mest var að gera hjá lögregluþjónum á Lögreglustöð 1 sem nær yfir Austurbæ, Miðbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnes. Lögreglan var kölluð til vegna líkamsárásar en þá var gerandi farinn af vettvangi. Málið er þó enn til rannsóknar samkvæmt lögreglu. Þá barst lögreglunni einnig tilkynning um slagsmál fyrir utan skemmtistað þar sem einstaklingi hafði verið hent út vegna „óláta“. Viðkomandi reyndi að flýja þegar lögreglan kom á vettvang en maðurinn var eltur uppi og handsamaður að lokum. Þá var annar handtekinn sem hafði verið með ógnandi tilburði við samborgara sína í miðbænum. Hann var fluttur niður á lögreglustöð þar sem tekin var af honum skýrsla. Loks var ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum örvandi efna en hann reyndist þar að auki ekki vera með gild ökuréttindi. Rúða brotin og búðarhnupl Utan miðborgarinnar og nágrannahverfa var harla rólegt að gera. Á lögreglustöð 4 sem nær yfir Mosfellsbæ, Grafarvog og Árbæ var til að mynda ekkert fréttnæmt. Hins vegar voru lögregluþjónar af lögreglustöð 2, sem nær yfir Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes, kallaðir til vegna eignaspjalla. Rúða hafði þar verið brotin í heimahúsi og er málið nú í rannókn. Á lögreglustöð 3, sem nær yfir Kópavog og Breiðholt, var sömuleiðis bara eitt mál sett í skýrslu en þar var lögregla kölluð til vegna þjófnaðar í verslun. Málið var leyst með skýrslutöku á vettvangi. Ekki kemur fram í hvoru sveitarfélaginu hnuplið átti sér stað. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Kvöldið var óvenjurólegt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu miðað við oft áður ef marka má hina svokölluð dagbók lögreglu yfir mál kvöldsins og næturinnar. Mest var að gera hjá lögregluþjónum á Lögreglustöð 1 sem nær yfir Austurbæ, Miðbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnes. Lögreglan var kölluð til vegna líkamsárásar en þá var gerandi farinn af vettvangi. Málið er þó enn til rannsóknar samkvæmt lögreglu. Þá barst lögreglunni einnig tilkynning um slagsmál fyrir utan skemmtistað þar sem einstaklingi hafði verið hent út vegna „óláta“. Viðkomandi reyndi að flýja þegar lögreglan kom á vettvang en maðurinn var eltur uppi og handsamaður að lokum. Þá var annar handtekinn sem hafði verið með ógnandi tilburði við samborgara sína í miðbænum. Hann var fluttur niður á lögreglustöð þar sem tekin var af honum skýrsla. Loks var ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum örvandi efna en hann reyndist þar að auki ekki vera með gild ökuréttindi. Rúða brotin og búðarhnupl Utan miðborgarinnar og nágrannahverfa var harla rólegt að gera. Á lögreglustöð 4 sem nær yfir Mosfellsbæ, Grafarvog og Árbæ var til að mynda ekkert fréttnæmt. Hins vegar voru lögregluþjónar af lögreglustöð 2, sem nær yfir Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes, kallaðir til vegna eignaspjalla. Rúða hafði þar verið brotin í heimahúsi og er málið nú í rannókn. Á lögreglustöð 3, sem nær yfir Kópavog og Breiðholt, var sömuleiðis bara eitt mál sett í skýrslu en þar var lögregla kölluð til vegna þjófnaðar í verslun. Málið var leyst með skýrslutöku á vettvangi. Ekki kemur fram í hvoru sveitarfélaginu hnuplið átti sér stað.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira