„Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. janúar 2025 18:56 Vísir/Samsett Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir það undarlegt að fimm menn sem nauðguðu andlega fatlaðri konu að áeggjan yfirmanns hennar hafi ekki verið ákærðir. Brot á fötluðu fólki leiði sjaldnar til ákæru, hvað þá sakfellingu. Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segist feginn að Sigurjón Ólafsson verslunarmaður hafi verið dæmdur til átta ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir ítrekuð brot á andlega fatlaðri konu en að ákærur séu alltof sjaldan gefnar út þegar fatlað fólk er þolendur ofbeldis. „Að sjálfsögðu finnst mér stórkostlega undarlegt að það eru þarna fleiri menn sem eru þekktir gerendur og þeir eru ekki ákærðir,“ segir hún. Aðeins ein ákæra gefin út Dómur var kveðinn upp á dögunum í héraðsdómi Reykjavíkur í máli Sigurjóns Ólafssonar verslunarmanns og hlaut hann átta ára óskilorðsbundinn fangelsisdóm. Hann var einnig dæmdur til greiðslu miskabóta fyrir brot gegn umræddri konu, syni hennar sem einnig er andlega fatlaður og kærustu hans sem metin er seinfær. Sjá einnig: „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Meðal grófra brotanna sem Sigurjón var dæmdur fyrir var hafa endurtekið boðið öðrum karlmönnum að hafa samræði við konuna, jafnan án þess að láta hana vita áður og án þess að hún í raun vildi það. Mennina hafði Sigurjón samband við á stefnumótavefsíðu en þeir voru alls fimm. Lögreglu tókst að upplýsa um deili á fjórum þeirra en enginn þeirra hefur verið ákærður. Fatlað fólk líklegra til að verða fyrir ofbeldi Anna Lára segir vitað að fatlað fólk sé útsett fyrir ofbeldi en að sú vitneskja sé ekki nýtt til að sporna við því. „Ég vil sjá að við förum að dusta rykið af ítarlegum rannsóknum á ofbeldi gegn fötluðu fólki. Þetta hefur verið rannsakað í bak og fyrir bæði hérlendis og erlendis og allar rannsóknir sýna okkur að fatlað fólk er langtum líklegra til að verða fyrir ofbeldi heldur en aðrir hópar. Þá er ekki síst fatlaðar konur í hættu á að verða fyrir kynferðisofbeldi,“ segir hún. „Við vitum að fatlað fólk er útsett fyrir ofbeldi en við erum ekki að taka á því eða nýta þessa vitneskju til að reyna að verja fólk fyrir ofbeldi,“ segir Anna Lára Steindal framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Dómsmál Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Sjá meira
Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segist feginn að Sigurjón Ólafsson verslunarmaður hafi verið dæmdur til átta ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir ítrekuð brot á andlega fatlaðri konu en að ákærur séu alltof sjaldan gefnar út þegar fatlað fólk er þolendur ofbeldis. „Að sjálfsögðu finnst mér stórkostlega undarlegt að það eru þarna fleiri menn sem eru þekktir gerendur og þeir eru ekki ákærðir,“ segir hún. Aðeins ein ákæra gefin út Dómur var kveðinn upp á dögunum í héraðsdómi Reykjavíkur í máli Sigurjóns Ólafssonar verslunarmanns og hlaut hann átta ára óskilorðsbundinn fangelsisdóm. Hann var einnig dæmdur til greiðslu miskabóta fyrir brot gegn umræddri konu, syni hennar sem einnig er andlega fatlaður og kærustu hans sem metin er seinfær. Sjá einnig: „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Meðal grófra brotanna sem Sigurjón var dæmdur fyrir var hafa endurtekið boðið öðrum karlmönnum að hafa samræði við konuna, jafnan án þess að láta hana vita áður og án þess að hún í raun vildi það. Mennina hafði Sigurjón samband við á stefnumótavefsíðu en þeir voru alls fimm. Lögreglu tókst að upplýsa um deili á fjórum þeirra en enginn þeirra hefur verið ákærður. Fatlað fólk líklegra til að verða fyrir ofbeldi Anna Lára segir vitað að fatlað fólk sé útsett fyrir ofbeldi en að sú vitneskja sé ekki nýtt til að sporna við því. „Ég vil sjá að við förum að dusta rykið af ítarlegum rannsóknum á ofbeldi gegn fötluðu fólki. Þetta hefur verið rannsakað í bak og fyrir bæði hérlendis og erlendis og allar rannsóknir sýna okkur að fatlað fólk er langtum líklegra til að verða fyrir ofbeldi heldur en aðrir hópar. Þá er ekki síst fatlaðar konur í hættu á að verða fyrir kynferðisofbeldi,“ segir hún. „Við vitum að fatlað fólk er útsett fyrir ofbeldi en við erum ekki að taka á því eða nýta þessa vitneskju til að reyna að verja fólk fyrir ofbeldi,“ segir Anna Lára Steindal framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Sjá meira