Við ræðum við deildarstjóra Dýraþjónustu Reykjavíkur sem segir um skæðan faraldur að ræða.
Þá fjöllum við um miðstjórnarfund Sjálfstæðisflokksins sem er að hefjast í hádeginu og freistum þess að ræða við fólk við upphaf fundar. Rætt hefur verið um að seinka landsfundi flokksins sem átti að fara fram í lok febrúar.
Að auki tökum við púlsinn í kennaradeilunni og fjöllum um holurnar í borginni sem spretta nú fram í leysingunum og valda tjóni á bílum.
Í íþróttapakka dagsins verður farið yfir frammistöðu Hauka í evrópuboltanum í handbolta kvenna og fjallað um þjálfaramálið hjá karlalandsliðinu í fótbolta.