Víkurfréttir greindu frá þessu í kvöld en Keflavík hefur verið þjálfaralaust síðan Friðrik Ingi, sem nú stýrir Haukum í Bónus-deild karla, lét af störfum í desember. Elentínus Margeirsson hefur stýrt Keflavík en nú eru tveir reynsluboltar mættir á hliðarlínuna.
Sigurður var gríðarlega sigursæll sem þjálfari Keflavíkur en undir hans stjórn varð liðið sjö sinnum Íslandsmeistari og fjórum sinnum bikarmeistari. Þá varð liðið Íslandsmeistari tvívegis og einu sinni bikarmeistari þegar Jón Halldór var þjálfari þess.

Keflavík er sem stendur í 3. til 5. sæti deildarinnar ásamt Tindastól og Njarðvík með 8 sigra og 5 töp í fyrstu 13 leikjum deildarinar.